Breytendur í Kenýa Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 30. október 2013 07:00 Hér má sjá hópinn sem tók þátt í alþjóðaráðstefnunni í Kenýa. Ólöf Rún er fyrir miðju myndar. Ólöf Rún Benediktsdóttir er nýkomin heim frá Kenýa, en hún var þar á vegum samtakanna Changemaker International. Samtökin eru rekin af ungu fólki fyrir ungt fólk og vinnur með vandamál sem tengjast misskiptingu auðs í heiminum. Íslenski hluti samtakanna gengur einnig undir nafninu Breytendur.Changemaker hreyfingarnar Svokallaðar Changemaker hreyfingar eru sjö talsins. Sú upprunalega er í Noregi, en svo eru sambærilegar hreyfingar í Finnlandi, Hollandi, Ungverjalandi, Pakistan, Kenýa og á Íslandi. Árlega heldur ein þessara hreyfinga alþjóðafund og í ár var komið að Kenýa. Fundargestum var einnig boðið á ráðstefnu um hlýnun jarðar og virkjun ungs fólks eða „youth mobilization“, en það eru stærstu umfjöllunarefni Changemaker hreyfingarinnar þar í landi. „Það var mjög áhugavert að sjá hvernig tekið er á þessum málefnum þarna úti, en það er mikið unnið með landgræðslu og grænan landbúnað. Hreyfingarnar á Norðurlöndunum vinna aftur á móti meira með þrýstihópastarfsemi og vitundarvakningu,“ segir Ólöf.Verndun dýrategunda Hún segir auk þess mörg áhugaverð verkefni er varða dýra- og umhverfisvernd vera starfrækt í Kenýa. „Ég kynntist til dæmis konu sem er náttúrulífsfræðingur og vinnur við að rannsaka erfðaefni villtu dýranna í Kenýa með Kenya Wildlife Services. Hún sagði mér frá vettvangsferðum þar sem þau skjóta deifilyfjum í villt dýr til að svæfa þau, fara síðan að þeim og búa um sár, lækna sjúkdóma eða annað og sleppa þeim síðan aftur. Þetta er eitt ótal verkefna sem starfrækt eru í Kenýa til að vernda sjaldgæfar dýrategundir.“ótrúleg reynsla Ólöf Rún Benediktsdóttir var í Kenýa á vegum Changemaker International hreyfingarinnar. Hér er hún ásamt Redemptha William, frá Tansaníu.Menningarsjokk Hún segist hafa upplifað talsvert menningarsjokk við komuna. „Það er ótrúlegt að koma inn í samfélag þar sem vatnsklósett og varanlegar byggingar eru munaður. Stór hluti samfélagsins býr í hrörlegum bárujárnsskúrum sem varla væru notaðir sem verkfærakompur heima. Barir, bankar og lögreglustöðvar er allt rekið úr örsmáum kofum,“ útskýrir Ólöf og bætir við að Kenýabúar séu almennt heiðarlegir og hjálplegir. „Sumir geta orðið soldið ágengir í sölumennskunni en það venst fljótt, maður segir bara nei takk og brosir. Ég átti mjög skemmtilegan dag þegar ég labbaði inn í þorp sem heitir Kongoni og er við Navaisha vatnið í suðurhluta Kenýa. Um leið og ég kom inní þorpið kölluðu nokkrir ungir menn á mig „Mazungu“, sem þýðir hvítur maður á swahili, og spurðu mig hvert ég væri að fara. Ég sagði þeim að ég ætlaði að kíkja á barinn til að leita skjóls frá rigningunni sem var að byrja. Þá leiddu þeir mig að bárujárnsskúr, stugguðu geitunum frá hurðinni og þar var barinn! Þeir vildu selja mér far heim með svokölluðum Piki-piki, sem er mótorhjólataxi. Ég afþakkaði það pent, ég vildi frekar ganga heim og fylgjast með gíröffunum og sebrahestunum á leiðinni. Í staðinn bauð ég þeim upp á bjór. Þeir voru mjög ánægðir með það og sögðu mér ýmislegt um lífið í Kenya á bjagaðri ensku.“ Ólöf segist hafa lært margt um menningu Kenýa á ferðalagi sínu. „Kenýabúar eru margir hlynntir skipulögðum hjónaböndum, fjölkvæni er löglegt hér og kvenréttindi eru skammt á veg komin, þótt margt hafi unnist á síðustu árum. Hommar eru heldur ekki kúl.“Breytendur Íslenski hluti Changemaker hreyfingarinnar kallar sig Breytendur og áhugasömum er bent á heimasíðu hennar www.changemaker.is. Loftslagsmál Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Sjá meira
Ólöf Rún Benediktsdóttir er nýkomin heim frá Kenýa, en hún var þar á vegum samtakanna Changemaker International. Samtökin eru rekin af ungu fólki fyrir ungt fólk og vinnur með vandamál sem tengjast misskiptingu auðs í heiminum. Íslenski hluti samtakanna gengur einnig undir nafninu Breytendur.Changemaker hreyfingarnar Svokallaðar Changemaker hreyfingar eru sjö talsins. Sú upprunalega er í Noregi, en svo eru sambærilegar hreyfingar í Finnlandi, Hollandi, Ungverjalandi, Pakistan, Kenýa og á Íslandi. Árlega heldur ein þessara hreyfinga alþjóðafund og í ár var komið að Kenýa. Fundargestum var einnig boðið á ráðstefnu um hlýnun jarðar og virkjun ungs fólks eða „youth mobilization“, en það eru stærstu umfjöllunarefni Changemaker hreyfingarinnar þar í landi. „Það var mjög áhugavert að sjá hvernig tekið er á þessum málefnum þarna úti, en það er mikið unnið með landgræðslu og grænan landbúnað. Hreyfingarnar á Norðurlöndunum vinna aftur á móti meira með þrýstihópastarfsemi og vitundarvakningu,“ segir Ólöf.Verndun dýrategunda Hún segir auk þess mörg áhugaverð verkefni er varða dýra- og umhverfisvernd vera starfrækt í Kenýa. „Ég kynntist til dæmis konu sem er náttúrulífsfræðingur og vinnur við að rannsaka erfðaefni villtu dýranna í Kenýa með Kenya Wildlife Services. Hún sagði mér frá vettvangsferðum þar sem þau skjóta deifilyfjum í villt dýr til að svæfa þau, fara síðan að þeim og búa um sár, lækna sjúkdóma eða annað og sleppa þeim síðan aftur. Þetta er eitt ótal verkefna sem starfrækt eru í Kenýa til að vernda sjaldgæfar dýrategundir.“ótrúleg reynsla Ólöf Rún Benediktsdóttir var í Kenýa á vegum Changemaker International hreyfingarinnar. Hér er hún ásamt Redemptha William, frá Tansaníu.Menningarsjokk Hún segist hafa upplifað talsvert menningarsjokk við komuna. „Það er ótrúlegt að koma inn í samfélag þar sem vatnsklósett og varanlegar byggingar eru munaður. Stór hluti samfélagsins býr í hrörlegum bárujárnsskúrum sem varla væru notaðir sem verkfærakompur heima. Barir, bankar og lögreglustöðvar er allt rekið úr örsmáum kofum,“ útskýrir Ólöf og bætir við að Kenýabúar séu almennt heiðarlegir og hjálplegir. „Sumir geta orðið soldið ágengir í sölumennskunni en það venst fljótt, maður segir bara nei takk og brosir. Ég átti mjög skemmtilegan dag þegar ég labbaði inn í þorp sem heitir Kongoni og er við Navaisha vatnið í suðurhluta Kenýa. Um leið og ég kom inní þorpið kölluðu nokkrir ungir menn á mig „Mazungu“, sem þýðir hvítur maður á swahili, og spurðu mig hvert ég væri að fara. Ég sagði þeim að ég ætlaði að kíkja á barinn til að leita skjóls frá rigningunni sem var að byrja. Þá leiddu þeir mig að bárujárnsskúr, stugguðu geitunum frá hurðinni og þar var barinn! Þeir vildu selja mér far heim með svokölluðum Piki-piki, sem er mótorhjólataxi. Ég afþakkaði það pent, ég vildi frekar ganga heim og fylgjast með gíröffunum og sebrahestunum á leiðinni. Í staðinn bauð ég þeim upp á bjór. Þeir voru mjög ánægðir með það og sögðu mér ýmislegt um lífið í Kenya á bjagaðri ensku.“ Ólöf segist hafa lært margt um menningu Kenýa á ferðalagi sínu. „Kenýabúar eru margir hlynntir skipulögðum hjónaböndum, fjölkvæni er löglegt hér og kvenréttindi eru skammt á veg komin, þótt margt hafi unnist á síðustu árum. Hommar eru heldur ekki kúl.“Breytendur Íslenski hluti Changemaker hreyfingarinnar kallar sig Breytendur og áhugasömum er bent á heimasíðu hennar www.changemaker.is.
Loftslagsmál Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Sjá meira