Íslendingar tilnefndir til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs Gunnar Leó Pálsson skrifar 29. október 2013 10:00 Barrokksveitin Nordic Affect. fréttablaðið/anton „Þetta er mikill heiður fyrir okkur og það er mjög gaman að þessu,“ segir Eyþór Gunnarsson hljómborðsleikari fusion-hljómsveitarinnar Mezzoforte, sem er ásamt barrokk-sveitinni Nordic Affect tilnefnd til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Verðlaunin verða afhent í Óperuhúsinu í Osló í Noregi 30. október næstkomandi. „Þetta eru líklega stærstu tónlistarverðlaunin í okkar heimshluta,“ segir Eyþór um verðlaunin.Eyþór Gunnarsson og hljómsveit hans, Mezzoforte er tilnefnd til verðlaunanna.Mynd/Ulla C. BinderTónlistarverðlaun Norðurlandaráðs eru ein fimm verðlauna sem veitt eru árlega af Norðurlandaráði. Annað hvert ár eru verðlaunin veitt fyrir tónverk eftir núlifandi tónskáld og hitt árið hópum tónlistarmanna sem sýna mikla listræna og faglega færni. „Ég og Gulli Briem verðum viðstaddir verðlaunaafhendinguna en við í Mezzoforte förum svo í mikið tónleikaferðlag um Evrópu og Asíu, daginn eftir hátíðina.“ Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1965. Færeyska tónlistarkonana Eivør Pálsdóttir er tilnefnd til sömu verðlauna fyrir hönd Færeyinga. Nokkrir Íslendingar hafa hlotið verðlaunin, en á meðal þeirra eru Björk Guðmundsdóttir sem hlaut verðlaunin árið 1997 og Anna Þorvaldsdóttir sem hlaut þau í fyrra. Mest lesið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Þetta er mikill heiður fyrir okkur og það er mjög gaman að þessu,“ segir Eyþór Gunnarsson hljómborðsleikari fusion-hljómsveitarinnar Mezzoforte, sem er ásamt barrokk-sveitinni Nordic Affect tilnefnd til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Verðlaunin verða afhent í Óperuhúsinu í Osló í Noregi 30. október næstkomandi. „Þetta eru líklega stærstu tónlistarverðlaunin í okkar heimshluta,“ segir Eyþór um verðlaunin.Eyþór Gunnarsson og hljómsveit hans, Mezzoforte er tilnefnd til verðlaunanna.Mynd/Ulla C. BinderTónlistarverðlaun Norðurlandaráðs eru ein fimm verðlauna sem veitt eru árlega af Norðurlandaráði. Annað hvert ár eru verðlaunin veitt fyrir tónverk eftir núlifandi tónskáld og hitt árið hópum tónlistarmanna sem sýna mikla listræna og faglega færni. „Ég og Gulli Briem verðum viðstaddir verðlaunaafhendinguna en við í Mezzoforte förum svo í mikið tónleikaferðlag um Evrópu og Asíu, daginn eftir hátíðina.“ Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1965. Færeyska tónlistarkonana Eivør Pálsdóttir er tilnefnd til sömu verðlauna fyrir hönd Færeyinga. Nokkrir Íslendingar hafa hlotið verðlaunin, en á meðal þeirra eru Björk Guðmundsdóttir sem hlaut verðlaunin árið 1997 og Anna Þorvaldsdóttir sem hlaut þau í fyrra.
Mest lesið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira