Ragnar með gjörning í Tate Modern-safninu 24. október 2013 10:00 Ragnar Kjartansson flytur gjörninginn í kvöld klukkan 19. Listamaðurinn Ragnar Kjartansson flytur gjörning í hinu fræga Tate Modern-listasafni í London í kvöld klukkan 19. Verkið er hluti af gjörningadagskrá safnsins sem er sérstaklega hönnuð fyrir alnetið og geta áhorfendur um heim allan fylgst með á netinu í rauntíma. Gjörningur Ragnars heitir Variation of Meat Joy, eða tilbrigði við kjötgleði, og í honum nýtir listamaðurinn sér efnivið og töfra leikhússins. Verkið á sér stað á hinu óræða svæði milli þess að gera eitthvað raunverulega og að þykjast. Í verkinu vísar Ragnar til frægs gjörnings Carolee Schneeman, Meat Joy, en gjörningurinn fer þannig fram að yfirborði gjörningaherbergisins er breytt í rókokkóborðstofu með því að mála veggina og stilla upp leikmunum. Til borðs sitja prúðbúnir gestir klæddir í anda tímabilsins, sem koma saman til þess eins að borða eintóma steik. Hljóðin þegar steikin er tuggin og henni kyngt eru mögnuð upp og og óma jafnvel í heyrnartólum áhorfenda við tölvuna. Eins og áður sagði er gjörningurinn sýndur beint á netinu í kvöld klukkan 19. Áhorfendum gefst bæði kostur á að spjalla hverjum við annan meðan á gjörningnum stendur og einnig að spyrja listamanninn spurninga í gegnum netið. Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Listamaðurinn Ragnar Kjartansson flytur gjörning í hinu fræga Tate Modern-listasafni í London í kvöld klukkan 19. Verkið er hluti af gjörningadagskrá safnsins sem er sérstaklega hönnuð fyrir alnetið og geta áhorfendur um heim allan fylgst með á netinu í rauntíma. Gjörningur Ragnars heitir Variation of Meat Joy, eða tilbrigði við kjötgleði, og í honum nýtir listamaðurinn sér efnivið og töfra leikhússins. Verkið á sér stað á hinu óræða svæði milli þess að gera eitthvað raunverulega og að þykjast. Í verkinu vísar Ragnar til frægs gjörnings Carolee Schneeman, Meat Joy, en gjörningurinn fer þannig fram að yfirborði gjörningaherbergisins er breytt í rókokkóborðstofu með því að mála veggina og stilla upp leikmunum. Til borðs sitja prúðbúnir gestir klæddir í anda tímabilsins, sem koma saman til þess eins að borða eintóma steik. Hljóðin þegar steikin er tuggin og henni kyngt eru mögnuð upp og og óma jafnvel í heyrnartólum áhorfenda við tölvuna. Eins og áður sagði er gjörningurinn sýndur beint á netinu í kvöld klukkan 19. Áhorfendum gefst bæði kostur á að spjalla hverjum við annan meðan á gjörningnum stendur og einnig að spyrja listamanninn spurninga í gegnum netið.
Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira