Upplýst ákvörðun um sæstreng Ólafur Þ. Stephensen skrifar 23. október 2013 07:00 Lagning sæstrengs til að selja íslenzka raforku til Bretlands eða meginlandsins hefur oft verið til umræðu undanfarna áratugi. Nú fara þær umræður fram í meiri alvöru en oftast áður, eins og rakið var í ýtarlegri fréttaskýringu Svavars Hávarðssonar í helgarblaði Fréttablaðsins. Ástæðurnar eru annars vegar síhækkandi orkuverð á alþjóðavettvangi, sem þýðir að eftir meiru er að slægjast, og hins vegar að tækninni fleygir fram og það gerir sæstrengslagninguna auðveldari. Brezk stjórnvöld hafa verið mjög áhugasöm um framkvæmdina. Ráðgjafahópur skipaður breiðum hópi hagsmunaaðila á sviði orkunýtingar og umhverfisverndar hefur skilað iðnaðarráðherra skýrslu um ýmis álitamál varðandi lagningu sæstrengsins og hugsanleg næstu skref. Hópurinn setur fram margvíslegar tillögur um framhaldið en rauði þráðurinn í þeim er að afla þarf margvíslegra nýrra upplýsinga, gera ýmiss konar greiningar á áhrifum sæstrengsins á efnahagslíf, umhverfi og einstakar atvinnugreinar, auk þess að hefja viðræður við brezka aðila um hugsanlegt samstarf um lagningu strengsins. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á laugardaginn geta falizt gríðarleg tækifæri í sölu raforku til annarra Evrópulanda um sæstreng. Þar vegur þungt að í fyrsta sinn væri þá komin leið til að koma umframorku í íslenzka raforkukerfinu í verð. Sú orka nýtist ekki iðnaði sem þarf tryggt og stöðugt framboð, en getur verið eftirsótt vara á stórum og fjölbreyttum raforkumarkaði eins og í Bretlandi. Að mati Landsvirkjunar gæti umframorkan sem í dag er til í kerfinu orðið allt að tveim fimmtuhlutum þeirrar orku sem færi um sæstreng. Eitt af áhyggjuefnunum sem hafa verið viðruð vegna sæstrengslagningarinnar er að hækkun á orkuverði myndi leiða af sér hærri rafmagnsreikning íslenzkra heimila. Jákvæð áhrif af hærra orkuverði á allt hagkerfið ættu þó að vega þar upp á móti, rétt eins og heimilin græða á því þegar íslenzkur fiskur selst á hærra verði erlendis, þótt hann kosti þá líka meira í fiskbúðinni. Sömuleiðis hefur verið bent á að auðvelt ætti að vera að endurdreifa hagnaði orkufyrirtækja til heimila ef fyrirfram er hugsað fyrir leiðum til þess. Þótt ástæða sé til að slá ótal varnagla er tækifærið, sem gæti legið í orkusölu um sæstreng, of stórt til að halda ekki áfram að kanna möguleikana í fullri alvöru. Öflun meiri upplýsinga er lykilatriðið; á grundvelli þeirra ætti svo að geta náðst sæmilega víðtæk sátt um hvort ráðast eigi í verkið eða ekki. Stutt umræða fór fram á Alþingi í síðasta mánuði um sæstrenginn. Þar hafði Birgitta Jónsdóttir mestar áhyggjur af áhrifunum á grænmetisbændur, Ásmundi Friðrikssyni fannst lítil ástæða til að selja Englendingum orku vegna þess hvernig þeir hefðu komið fram í makrílmálinu og Vigdís Hauksdóttir var sannfærð um að áform um lagningu sæstrengs til ESB-landa væru liður í víðtækara samsæri tengdu aðildarumsókninni. Svona örgrunn umræða á okkar virðulegu löggjafarsamkomu sýnir vel fram á nauðsyn þess að afla gagna og upplýsinga um allar hliðar málsins, þannig að hægt sé að taka vandaða, upplýsta ákvörðun. Svo verðum við bara að vona að þeir sem taka hana á endanum séu færir um að horfa á stóru myndina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun
Lagning sæstrengs til að selja íslenzka raforku til Bretlands eða meginlandsins hefur oft verið til umræðu undanfarna áratugi. Nú fara þær umræður fram í meiri alvöru en oftast áður, eins og rakið var í ýtarlegri fréttaskýringu Svavars Hávarðssonar í helgarblaði Fréttablaðsins. Ástæðurnar eru annars vegar síhækkandi orkuverð á alþjóðavettvangi, sem þýðir að eftir meiru er að slægjast, og hins vegar að tækninni fleygir fram og það gerir sæstrengslagninguna auðveldari. Brezk stjórnvöld hafa verið mjög áhugasöm um framkvæmdina. Ráðgjafahópur skipaður breiðum hópi hagsmunaaðila á sviði orkunýtingar og umhverfisverndar hefur skilað iðnaðarráðherra skýrslu um ýmis álitamál varðandi lagningu sæstrengsins og hugsanleg næstu skref. Hópurinn setur fram margvíslegar tillögur um framhaldið en rauði þráðurinn í þeim er að afla þarf margvíslegra nýrra upplýsinga, gera ýmiss konar greiningar á áhrifum sæstrengsins á efnahagslíf, umhverfi og einstakar atvinnugreinar, auk þess að hefja viðræður við brezka aðila um hugsanlegt samstarf um lagningu strengsins. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á laugardaginn geta falizt gríðarleg tækifæri í sölu raforku til annarra Evrópulanda um sæstreng. Þar vegur þungt að í fyrsta sinn væri þá komin leið til að koma umframorku í íslenzka raforkukerfinu í verð. Sú orka nýtist ekki iðnaði sem þarf tryggt og stöðugt framboð, en getur verið eftirsótt vara á stórum og fjölbreyttum raforkumarkaði eins og í Bretlandi. Að mati Landsvirkjunar gæti umframorkan sem í dag er til í kerfinu orðið allt að tveim fimmtuhlutum þeirrar orku sem færi um sæstreng. Eitt af áhyggjuefnunum sem hafa verið viðruð vegna sæstrengslagningarinnar er að hækkun á orkuverði myndi leiða af sér hærri rafmagnsreikning íslenzkra heimila. Jákvæð áhrif af hærra orkuverði á allt hagkerfið ættu þó að vega þar upp á móti, rétt eins og heimilin græða á því þegar íslenzkur fiskur selst á hærra verði erlendis, þótt hann kosti þá líka meira í fiskbúðinni. Sömuleiðis hefur verið bent á að auðvelt ætti að vera að endurdreifa hagnaði orkufyrirtækja til heimila ef fyrirfram er hugsað fyrir leiðum til þess. Þótt ástæða sé til að slá ótal varnagla er tækifærið, sem gæti legið í orkusölu um sæstreng, of stórt til að halda ekki áfram að kanna möguleikana í fullri alvöru. Öflun meiri upplýsinga er lykilatriðið; á grundvelli þeirra ætti svo að geta náðst sæmilega víðtæk sátt um hvort ráðast eigi í verkið eða ekki. Stutt umræða fór fram á Alþingi í síðasta mánuði um sæstrenginn. Þar hafði Birgitta Jónsdóttir mestar áhyggjur af áhrifunum á grænmetisbændur, Ásmundi Friðrikssyni fannst lítil ástæða til að selja Englendingum orku vegna þess hvernig þeir hefðu komið fram í makrílmálinu og Vigdís Hauksdóttir var sannfærð um að áform um lagningu sæstrengs til ESB-landa væru liður í víðtækara samsæri tengdu aðildarumsókninni. Svona örgrunn umræða á okkar virðulegu löggjafarsamkomu sýnir vel fram á nauðsyn þess að afla gagna og upplýsinga um allar hliðar málsins, þannig að hægt sé að taka vandaða, upplýsta ákvörðun. Svo verðum við bara að vona að þeir sem taka hana á endanum séu færir um að horfa á stóru myndina.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun