Af afgirtum geitum og hrauni Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 23. október 2013 07:00 Sex metra hár sænskur geithafur er risinn í Garðabænum og horfir skelkaður yfir til Gálgahrauns. Hann dreymir eflaust um að taka þátt í mótmælunum, en kemst ekki langt því hann er nefnilega afgirtur með rafmagnsgirðingu. Ástæðan er ekki sú að hann sé ógn við nokkurn mann, heldur hafa óbrennd börn stundað það síðustu ár að glæða jólagleðina svoleiðis í geitinni að hún skíðlogar. Hvort það hafi verið gert í mótmælaskyni gegn kapítalískum jólum fylgir ekki sögunni. Jafneldfimt og geitin sjálf var ástandið í Gálgahrauni á dögunum. Fólk var með nesti og nýja skó. Sumir jafnvel sungu söngva. Ég skil vel að ástæða hafi þótt til að draga fram handjárnin. Að baki lögregluhers stóð gul grafa sem glottandi beið þess að kjamsa á hrauninu. Og svo óð hún af stað. Ég er bæði hlynnt því að fólk mótmæli friðsamlega þegar því þykir með lögum brotið á sér, eða lögin sneiða fram hjá sér, en þegar fólk neyðist til þess að mótmæla ólöglegum aðgerðum á friðlandi, þá verð ég bara alveg bit. Að því sögðu langar mig að þakka þeim lögreglumönnum sem tekið hafa þátt í mótmælunum við Gálgahraun. Án ykkar aðstoðar hefði málið aldrei fengið það umtal sem skyldi. Í kjölfar fréttamynda sem sýna lögreglumenn bera Ómar Ragnarson í kóngastól af hrauninu hafa hundruð manna sýnt mótmælunum áhuga. Ómar Ragnarsson er orðinn þjóðarhetja og samstaðan eykst. Í hóp mótmælenda hafa bæst einstaklingar sem seint munu teljast í hópi eldheitra umhverfissinna. Fólk sem einfaldlega getur ekki á sér setið þegar friðsamir, lopahúfuklæddir samlandar þeirra með ástríðuna eina að vopni eru rifnir upp í fullum rétti. Ég legg að lokum til að rafmagnsgirðingin góða verði flutt frá IKEA-geitinni og að hrauninu, svona rétt á meðan skorið verður úr um málið. Mótmælendur haldi sig þeim megin sem þeir kjósa. Girðingin er hraunsins vörn. Því ólíkt brennuvörgunum sem stútuðu jólageitinni voru mótmælendurnir með lopahúfurnar talsvert rólegri. Þeir börðust hetjulegum bardaga með viðveru sinni einni, gegn risastórri jarðýtu, herskara lögreglumanna og einhverju ósýnilegu valdi sem sveif yfir ómálga Gálgahrauninu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þórlaug Óskarsdóttir Mest lesið Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Sex metra hár sænskur geithafur er risinn í Garðabænum og horfir skelkaður yfir til Gálgahrauns. Hann dreymir eflaust um að taka þátt í mótmælunum, en kemst ekki langt því hann er nefnilega afgirtur með rafmagnsgirðingu. Ástæðan er ekki sú að hann sé ógn við nokkurn mann, heldur hafa óbrennd börn stundað það síðustu ár að glæða jólagleðina svoleiðis í geitinni að hún skíðlogar. Hvort það hafi verið gert í mótmælaskyni gegn kapítalískum jólum fylgir ekki sögunni. Jafneldfimt og geitin sjálf var ástandið í Gálgahrauni á dögunum. Fólk var með nesti og nýja skó. Sumir jafnvel sungu söngva. Ég skil vel að ástæða hafi þótt til að draga fram handjárnin. Að baki lögregluhers stóð gul grafa sem glottandi beið þess að kjamsa á hrauninu. Og svo óð hún af stað. Ég er bæði hlynnt því að fólk mótmæli friðsamlega þegar því þykir með lögum brotið á sér, eða lögin sneiða fram hjá sér, en þegar fólk neyðist til þess að mótmæla ólöglegum aðgerðum á friðlandi, þá verð ég bara alveg bit. Að því sögðu langar mig að þakka þeim lögreglumönnum sem tekið hafa þátt í mótmælunum við Gálgahraun. Án ykkar aðstoðar hefði málið aldrei fengið það umtal sem skyldi. Í kjölfar fréttamynda sem sýna lögreglumenn bera Ómar Ragnarson í kóngastól af hrauninu hafa hundruð manna sýnt mótmælunum áhuga. Ómar Ragnarsson er orðinn þjóðarhetja og samstaðan eykst. Í hóp mótmælenda hafa bæst einstaklingar sem seint munu teljast í hópi eldheitra umhverfissinna. Fólk sem einfaldlega getur ekki á sér setið þegar friðsamir, lopahúfuklæddir samlandar þeirra með ástríðuna eina að vopni eru rifnir upp í fullum rétti. Ég legg að lokum til að rafmagnsgirðingin góða verði flutt frá IKEA-geitinni og að hrauninu, svona rétt á meðan skorið verður úr um málið. Mótmælendur haldi sig þeim megin sem þeir kjósa. Girðingin er hraunsins vörn. Því ólíkt brennuvörgunum sem stútuðu jólageitinni voru mótmælendurnir með lopahúfurnar talsvert rólegri. Þeir börðust hetjulegum bardaga með viðveru sinni einni, gegn risastórri jarðýtu, herskara lögreglumanna og einhverju ósýnilegu valdi sem sveif yfir ómálga Gálgahrauninu.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun