Raggi Bjarna með nýja og ferska plötu Gunnar Leó Pálsson skrifar 22. október 2013 11:00 Ragnar Bjarnason og Jón Ólafsson taka við Gullplötu fyrir dúettaplötuna sem kom út í fyrra. Mynd/GVA „Þetta eru allt saman ný lög og ný ljóð, og það hefur verið mjög skemmtilegt að vinna að plötunni,“ segir Ragnar Bjarnason tónlistarmaður, sem er þessa dagana að klára nýja plötu sem kemur út um miðjan nóvember. Platan sem er enn ónefnd er unnin af Jóni Ólafssyni tónlistarmanni og hafa þeir félagar unnið í tvo til þrjá mánuði að henni. „Við eyddum miklum tíma í að finna rétta stílinn. Jón Ólafs hefur verið potturinn og pannan í þessu öllu saman. Allir þeir sem koma að plötunni eru alveg frábærir.“ Fjöldinn allur af lagahöfundum á lög á plötunni og eru Jón Jónsson, Megas, Magnús Þór Sigmundsson, Bragi Valdimar Skúlason og Valgeir Guðjónsson þeirra á meðal. Þá eiga Ólafur Haukur Símonarson, Kristján Hrafnsson, Valgeir Guðjónsson og Kristján Hreinsson texta á plötunni, ásamt fleiri skáldum. „Það er mikill léttleiki yfir nýju plötunni, hún er skemmtileg og við förum yfir allan skalann, allt frá reggíi yfir í hálfgert diskó, svo eru líka rólegar og fallegar perlur þarna,“ útskýrir Ragnar. Textarnir eru léttir og segja skemmtilegar sögur. „Það er einn texti þarna um Þjóðarbókhlöðuna og fjallar í raun um hvernig lífið er og hvað fólk er að gera á Þjóðarbókhlöðunni. Það hefur enginn sungið um Þjóðarbókhlöðuna fyrr en núna,“ bætir Ragnar við léttur í lundu. Þetta er fyrsta platan sem Ragnar gefur út í fjölmörg ár, þar sem eingöngu er nýtt efni á boðstólnum. Þó kom út árið 2007 jólaplata með honum þar sem ný jólalög var að finna. Í fyrra gaf Ragnar út plötu sem innihélt dúetta og seldist hún mjög vel en Ragnar tók einmitt á móti Gullplötu í gær fyrir þá plötu. „Fyrir utan plötuna er ég mikið að skemmta á samkomum, eins og í afmælum og á árshátíðum, en svo reikna ég nú með að við höldum útgáfutónleika fljótlega eftir útgáfuna,“ bætir Ragnar við að lokum. Hér fyrir neðan má finna tvö lög af dúettaplötu Ragnars. Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Þetta eru allt saman ný lög og ný ljóð, og það hefur verið mjög skemmtilegt að vinna að plötunni,“ segir Ragnar Bjarnason tónlistarmaður, sem er þessa dagana að klára nýja plötu sem kemur út um miðjan nóvember. Platan sem er enn ónefnd er unnin af Jóni Ólafssyni tónlistarmanni og hafa þeir félagar unnið í tvo til þrjá mánuði að henni. „Við eyddum miklum tíma í að finna rétta stílinn. Jón Ólafs hefur verið potturinn og pannan í þessu öllu saman. Allir þeir sem koma að plötunni eru alveg frábærir.“ Fjöldinn allur af lagahöfundum á lög á plötunni og eru Jón Jónsson, Megas, Magnús Þór Sigmundsson, Bragi Valdimar Skúlason og Valgeir Guðjónsson þeirra á meðal. Þá eiga Ólafur Haukur Símonarson, Kristján Hrafnsson, Valgeir Guðjónsson og Kristján Hreinsson texta á plötunni, ásamt fleiri skáldum. „Það er mikill léttleiki yfir nýju plötunni, hún er skemmtileg og við förum yfir allan skalann, allt frá reggíi yfir í hálfgert diskó, svo eru líka rólegar og fallegar perlur þarna,“ útskýrir Ragnar. Textarnir eru léttir og segja skemmtilegar sögur. „Það er einn texti þarna um Þjóðarbókhlöðuna og fjallar í raun um hvernig lífið er og hvað fólk er að gera á Þjóðarbókhlöðunni. Það hefur enginn sungið um Þjóðarbókhlöðuna fyrr en núna,“ bætir Ragnar við léttur í lundu. Þetta er fyrsta platan sem Ragnar gefur út í fjölmörg ár, þar sem eingöngu er nýtt efni á boðstólnum. Þó kom út árið 2007 jólaplata með honum þar sem ný jólalög var að finna. Í fyrra gaf Ragnar út plötu sem innihélt dúetta og seldist hún mjög vel en Ragnar tók einmitt á móti Gullplötu í gær fyrir þá plötu. „Fyrir utan plötuna er ég mikið að skemmta á samkomum, eins og í afmælum og á árshátíðum, en svo reikna ég nú með að við höldum útgáfutónleika fljótlega eftir útgáfuna,“ bætir Ragnar við að lokum. Hér fyrir neðan má finna tvö lög af dúettaplötu Ragnars.
Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira