Hefur ekki reynt sambönd á eigin skinni Kjartan Guðmundsson skrifar 19. október 2013 09:00 Saumur var upphaflega útskriftarverkefni Ríkharðs Hjartars úr LHÍ en verður nú flutt í Borgarleikhúsinu. Fréttablaðið/GVA „Nú verður maður að gangast við því að vera listamaður,“ segir leikstjórinn Ríkharður Hjartar Magnússon sem frumsýnir sitt fyrsta leikstjórnarverkefni, Saum eftir Anthony Neilson, í Borgarleikhúsinu. Ríkharður Hjartar útskrifaðist úr Fræðum og framkvæmd við Listaháskóla Íslands í vor og var Saumur upphaflega útskriftarverkefni hans úr skólanum. Þá var verkið sýnt í Tjarnarbíói, í fyrsta sinn á Íslandi, en hefur nú ratað á Litla sviðið í Borgarleikhúsinu. „Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins, sá verkið í Tjarnarbíói og lét mig vita strax í kjölfarið að hann vildi sýna það í Borgarleikhúsinu. Hann þurfti ekki að eyða mikilli orku í að sannfæra mig því ég var auðvitað kampakátur, en ég get ekki neitað því að þetta kom mér nokkuð á óvart. Það er auðvitað frábært að byrja í atvinnuleikhúsi á þennan hátt,“ segir Ríkharður Hjartar. Leikararnir í Saumi eru þeir sömu og tóku þátt í útskriftarsýningu Ríkharðs Hjartars, þau Hjörtur Jóhann Jónsson og Vala Kristín Eiríksdóttir. Leikstjórinn þýðir einnig verkið. „Verkið fjallar um par sem er í stormasömu sambandi sem er fullt af ást og væntumþykju en á móti vantar mikið upp á hæfileikann til að grafa það sem liðið er og fyrirgefa. Parið stendur frammi fyrir því að ákveða hvort það vilji eignast barn eða ekki og um leið að ákveða hvort það vilji vera saman eða sundur. Það er óhætt að segja að verkið sé dramatískt en það er líka mikið hlegið á sýningunni,“ segir leikstjórinn. Sjálfur hefur Ríkharður Hjartar aldrei verið í ástarsambandi og því ekki reynt þær flækjur sem stundum fylgja slíkum samböndum á eigin skinni. „Hins vegar hafa komið til mín menn og faðmað mig eftir að þeir hafa séð sýninguna og sagt að þetta hafi verið nákvæmlega eins í þeirra erfiðu samböndum. Auk þess fjallar verkið jafn mikið um ástarsambönd og samskipti milli fólks almennt, hvort sem það eru vinnufélagar, vinir eða fjölskylda,“ segir Ríkharður Hjartar. Menning Mest lesið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Nú verður maður að gangast við því að vera listamaður,“ segir leikstjórinn Ríkharður Hjartar Magnússon sem frumsýnir sitt fyrsta leikstjórnarverkefni, Saum eftir Anthony Neilson, í Borgarleikhúsinu. Ríkharður Hjartar útskrifaðist úr Fræðum og framkvæmd við Listaháskóla Íslands í vor og var Saumur upphaflega útskriftarverkefni hans úr skólanum. Þá var verkið sýnt í Tjarnarbíói, í fyrsta sinn á Íslandi, en hefur nú ratað á Litla sviðið í Borgarleikhúsinu. „Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins, sá verkið í Tjarnarbíói og lét mig vita strax í kjölfarið að hann vildi sýna það í Borgarleikhúsinu. Hann þurfti ekki að eyða mikilli orku í að sannfæra mig því ég var auðvitað kampakátur, en ég get ekki neitað því að þetta kom mér nokkuð á óvart. Það er auðvitað frábært að byrja í atvinnuleikhúsi á þennan hátt,“ segir Ríkharður Hjartar. Leikararnir í Saumi eru þeir sömu og tóku þátt í útskriftarsýningu Ríkharðs Hjartars, þau Hjörtur Jóhann Jónsson og Vala Kristín Eiríksdóttir. Leikstjórinn þýðir einnig verkið. „Verkið fjallar um par sem er í stormasömu sambandi sem er fullt af ást og væntumþykju en á móti vantar mikið upp á hæfileikann til að grafa það sem liðið er og fyrirgefa. Parið stendur frammi fyrir því að ákveða hvort það vilji eignast barn eða ekki og um leið að ákveða hvort það vilji vera saman eða sundur. Það er óhætt að segja að verkið sé dramatískt en það er líka mikið hlegið á sýningunni,“ segir leikstjórinn. Sjálfur hefur Ríkharður Hjartar aldrei verið í ástarsambandi og því ekki reynt þær flækjur sem stundum fylgja slíkum samböndum á eigin skinni. „Hins vegar hafa komið til mín menn og faðmað mig eftir að þeir hafa séð sýninguna og sagt að þetta hafi verið nákvæmlega eins í þeirra erfiðu samböndum. Auk þess fjallar verkið jafn mikið um ástarsambönd og samskipti milli fólks almennt, hvort sem það eru vinnufélagar, vinir eða fjölskylda,“ segir Ríkharður Hjartar.
Menning Mest lesið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira