Tekur aðeins upp á fullu tungli Freyr Bjarnason skrifar 18. október 2013 08:00 Steinunn Harðardóttir hefur stofnað útgáfufyrirtækið Eldflaug records. fréttablaðið/valli Steinunn Harðardóttir hefur stofnað útgáfufyrirtækið Eldflaug records. Það gefur einungis út tónlist til heiðurs geimferðum. „Mér finnst gaman að hafa aðrar áherslur en hjá stóru útgáfunum. Mér fyndist gaman ef fólk færi að búa til tónlist til að falla inn í þessa „kategoríu“ og það kæmi út fullt af geimtónlist á Íslandi,“ segir Steinunn, sem hvetur tónlistarfólk til að senda til sín geimtónlist. Hún er sjálf undir áhrifum frá Joe Meek sem gaf út geimtónlist á sjötta og sjöunda áratugnum. Fyrsta plata útgáfunnar nefnist Glamúr í geimnum og er sú fimmta frá hljómsveit Steinunnar, dj. flugvél og geimskip. Hún kemur út í tilefni af komu halastjörnunnar ISON. Myndband við titillag plötunnar er komið út. Það gerist í geimfari og var í tvo mánuði í framleiðslu. Sveitin dj. flugvél og geimskip tekur bara upp tónlist á fullu tungli og það tók því tvö ár að ljúka við plötuna. Útgáfutónleikar verða á laugardagskvöld klukkan 21 á Kexi hosteli, daginn eftir fullt tungl. Fyrst verður sýnd furðuleg kvikmynd og boðið upp á sykurull. Eftir það hitar Arnljótur Sigurðsson úr Ojba Rasta upp með óvenjulegri tónlist og að lokum spilar dj. flugvél og geimskip. Mest lesið Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Menning Fleiri fréttir Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Steinunn Harðardóttir hefur stofnað útgáfufyrirtækið Eldflaug records. Það gefur einungis út tónlist til heiðurs geimferðum. „Mér finnst gaman að hafa aðrar áherslur en hjá stóru útgáfunum. Mér fyndist gaman ef fólk færi að búa til tónlist til að falla inn í þessa „kategoríu“ og það kæmi út fullt af geimtónlist á Íslandi,“ segir Steinunn, sem hvetur tónlistarfólk til að senda til sín geimtónlist. Hún er sjálf undir áhrifum frá Joe Meek sem gaf út geimtónlist á sjötta og sjöunda áratugnum. Fyrsta plata útgáfunnar nefnist Glamúr í geimnum og er sú fimmta frá hljómsveit Steinunnar, dj. flugvél og geimskip. Hún kemur út í tilefni af komu halastjörnunnar ISON. Myndband við titillag plötunnar er komið út. Það gerist í geimfari og var í tvo mánuði í framleiðslu. Sveitin dj. flugvél og geimskip tekur bara upp tónlist á fullu tungli og það tók því tvö ár að ljúka við plötuna. Útgáfutónleikar verða á laugardagskvöld klukkan 21 á Kexi hosteli, daginn eftir fullt tungl. Fyrst verður sýnd furðuleg kvikmynd og boðið upp á sykurull. Eftir það hitar Arnljótur Sigurðsson úr Ojba Rasta upp með óvenjulegri tónlist og að lokum spilar dj. flugvél og geimskip.
Mest lesið Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Menning Fleiri fréttir Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira