Ekki bara ástardrama Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. október 2013 12:00 söngkonan "Þessar tilfinningar eru allar til staðar, maður þarf bara að hleypa þeim út. Á sviðinu gengur það alveg ágætlega – tónlistin hjálpar til.“ Fréttablaðið/GVA „Við Carmen erum orðnar miklar vinkonur,“ segir Hanna Dóra Sturludóttir sem hefur að undanförnu æft aðalhlutverkið í óperunni Carmen eftir Georges Bizet, á móti Sesselju Kristjánsdóttur, og túlkar það á frumsýningunni. „Carmen er samt harðari og beittari í samskiptum en ég, hún væri held ég ekki góður stjórnmálamaður því ekki er hún diplómatísk, blessunin,“ segir Hanna Dóra. Öfgarnar í fari Carmen eru miklar þannig að þegar hún verður ástfangin heltekur ástin hana og þegar hún reiðist verður hún brjáluð, að sögn Hönnu Dóru – „En það er líka það sem er heillandi við Carmen, að hún skuli vera svona opin með allt sem hún hugsar og gerir. Mér finnst svakalega gaman að takast á við hana og finn að tilfinningarnar eru allar til staðar, maður þarf bara að hleypa þeim út. Á sviðinu gengur það alveg ágætlega – tónlistin hjálpar til.“ Þetta er í fyrsta skipti sem Hanna Dóra túlkar Carmen á söngferli sínum. Hins vegar kveðst hún hafa séð fjölmargar ólíkar uppfærslur á henni, sumar jafnvel framúrstefnulegar þar sem Carmen er með pönkhárgreiðslu og í leðurdressi. Hjá Íslensku óperunni segir Hanna Dóra farna tiltölulega hefðbundna leið þar sem aðalpersónan taki þátt í frelsisbaráttunni með uppreisnarmönnum í borgarastyrjöldinni á Spáni. „Carmen er frelsishetja, hún berst meðal annars fyrir því að vera frjáls manneskja og hafa sín réttindi. Það gefur verkinu ákveðna dýpt. Þetta er ekki einungis ástardrama,“ segir Hanna Dóra með áherslu. Hún segir æfingatímabilið hafa verið frábærlega skemmtilegt og fullyrðir að áhorfendur eigi von á góðu. Hanna Dóra hefur búið í Þýskalandi frá því hún fór þangað til náms fyrir 21 ári. Nú er hún flutt heim í bili og drengirnir hennar sjö og fimm ára komnir í skóla og leikskóla í borginni. Faðir þeirra og eiginmaður hennar er þýskur söngvari og er upptekinn í verkefnum erlendis eins og er. Hann ætlar þó að koma á frumsýninguna á Carmen. „Ég ætla ekki að spá of mikið í framtíðina en er mjög ánægð að vera heima, það er búið að vera á áætlun svolítið lengi,“ segir Hanna Dóra glaðlega en tekur fram að ekkert ár hafi liðið svo að hún hafi ekki sungið á Íslandi frá því hún útskrifaðist 1998. En býst hún við að fá sömu tækifæri úti í Evrópu þótt hún búi hér? „Ég verð náttúrlega að velja og hafna en ég þurfti líka að gera það úti. Þetta er meira spurning um fjölskyldulífið. Annað foreldrið verður að vera frekar rólegt en auðvitað fer það eftir stærð verkefna hvað við gerum í hvert skipti. Það er lúxusvandamál ef ég þarf að hafna verkefni og meðan ég hef vinnu er ég ánægð.“ Menning Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
„Við Carmen erum orðnar miklar vinkonur,“ segir Hanna Dóra Sturludóttir sem hefur að undanförnu æft aðalhlutverkið í óperunni Carmen eftir Georges Bizet, á móti Sesselju Kristjánsdóttur, og túlkar það á frumsýningunni. „Carmen er samt harðari og beittari í samskiptum en ég, hún væri held ég ekki góður stjórnmálamaður því ekki er hún diplómatísk, blessunin,“ segir Hanna Dóra. Öfgarnar í fari Carmen eru miklar þannig að þegar hún verður ástfangin heltekur ástin hana og þegar hún reiðist verður hún brjáluð, að sögn Hönnu Dóru – „En það er líka það sem er heillandi við Carmen, að hún skuli vera svona opin með allt sem hún hugsar og gerir. Mér finnst svakalega gaman að takast á við hana og finn að tilfinningarnar eru allar til staðar, maður þarf bara að hleypa þeim út. Á sviðinu gengur það alveg ágætlega – tónlistin hjálpar til.“ Þetta er í fyrsta skipti sem Hanna Dóra túlkar Carmen á söngferli sínum. Hins vegar kveðst hún hafa séð fjölmargar ólíkar uppfærslur á henni, sumar jafnvel framúrstefnulegar þar sem Carmen er með pönkhárgreiðslu og í leðurdressi. Hjá Íslensku óperunni segir Hanna Dóra farna tiltölulega hefðbundna leið þar sem aðalpersónan taki þátt í frelsisbaráttunni með uppreisnarmönnum í borgarastyrjöldinni á Spáni. „Carmen er frelsishetja, hún berst meðal annars fyrir því að vera frjáls manneskja og hafa sín réttindi. Það gefur verkinu ákveðna dýpt. Þetta er ekki einungis ástardrama,“ segir Hanna Dóra með áherslu. Hún segir æfingatímabilið hafa verið frábærlega skemmtilegt og fullyrðir að áhorfendur eigi von á góðu. Hanna Dóra hefur búið í Þýskalandi frá því hún fór þangað til náms fyrir 21 ári. Nú er hún flutt heim í bili og drengirnir hennar sjö og fimm ára komnir í skóla og leikskóla í borginni. Faðir þeirra og eiginmaður hennar er þýskur söngvari og er upptekinn í verkefnum erlendis eins og er. Hann ætlar þó að koma á frumsýninguna á Carmen. „Ég ætla ekki að spá of mikið í framtíðina en er mjög ánægð að vera heima, það er búið að vera á áætlun svolítið lengi,“ segir Hanna Dóra glaðlega en tekur fram að ekkert ár hafi liðið svo að hún hafi ekki sungið á Íslandi frá því hún útskrifaðist 1998. En býst hún við að fá sömu tækifæri úti í Evrópu þótt hún búi hér? „Ég verð náttúrlega að velja og hafna en ég þurfti líka að gera það úti. Þetta er meira spurning um fjölskyldulífið. Annað foreldrið verður að vera frekar rólegt en auðvitað fer það eftir stærð verkefna hvað við gerum í hvert skipti. Það er lúxusvandamál ef ég þarf að hafna verkefni og meðan ég hef vinnu er ég ánægð.“
Menning Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira