Dr. Spock og MacGyver eru hetjurnar Freyr Bjarnason skrifar 17. október 2013 08:00 Sveinn Guðmundsson hefur gefið út sína fyrstu plötu. „Góðir hlutir gerast hægt. Það er svolítið mottóið mitt. Ef ég tek hlutina rólega fríka ég ekki út,“ segir Sveinn Guðmundsson. Hann hefur gefið út sína fyrstu plötu sem kallast Fyrir herra Spock, MacGyver og mig. Á henni er rólyndisgítartónlist með sjálfsspeglandi textum. Spurður út í þetta óvenjulega nafn segir Sveinn einfaldlega að bæði Spock og sjónvarpspersónan MacGyver séu hetjurnar sínar. Sitthvort lagið á plötunni fjallar um þá, eða ½ Vulkan og MacGyver og ég. Titillinn er einnig tilvísun í lag Jethro Tull, For Michael Collins, Jeffrey and Me. Sveinn er doktorsnemi í mannfræði. Hann hafði lengi langað til að gefa út plötu og hjálpaði þar til að pabbi hans gaf út þrjár plötur með hljómsveitinni Randver. Það var svo í fjölskylduafmæli þegar Sveinn spilaði lag eftir sig að félagi hans, sem var í upptökunámi, plataði hann með sér í hljóðver. „Hann vantaði lokaverkefni og þetta passaði vel inn í námið hans. Svo sparkaði hann í rassinn á mér og ýtti mér aðeins lengra,“ segir hann og á þar við Magnús Leif Sveinsson úr hljómsveitinni Úlpu. „Ég var skíthræddur við þetta en svo fór boltinn að rúlla.“ Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Góðir hlutir gerast hægt. Það er svolítið mottóið mitt. Ef ég tek hlutina rólega fríka ég ekki út,“ segir Sveinn Guðmundsson. Hann hefur gefið út sína fyrstu plötu sem kallast Fyrir herra Spock, MacGyver og mig. Á henni er rólyndisgítartónlist með sjálfsspeglandi textum. Spurður út í þetta óvenjulega nafn segir Sveinn einfaldlega að bæði Spock og sjónvarpspersónan MacGyver séu hetjurnar sínar. Sitthvort lagið á plötunni fjallar um þá, eða ½ Vulkan og MacGyver og ég. Titillinn er einnig tilvísun í lag Jethro Tull, For Michael Collins, Jeffrey and Me. Sveinn er doktorsnemi í mannfræði. Hann hafði lengi langað til að gefa út plötu og hjálpaði þar til að pabbi hans gaf út þrjár plötur með hljómsveitinni Randver. Það var svo í fjölskylduafmæli þegar Sveinn spilaði lag eftir sig að félagi hans, sem var í upptökunámi, plataði hann með sér í hljóðver. „Hann vantaði lokaverkefni og þetta passaði vel inn í námið hans. Svo sparkaði hann í rassinn á mér og ýtti mér aðeins lengra,“ segir hann og á þar við Magnús Leif Sveinsson úr hljómsveitinni Úlpu. „Ég var skíthræddur við þetta en svo fór boltinn að rúlla.“
Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira