Sæðisofnæmi hrjáir oftast konur milli tvítugs og þrítugs Sigga Dögg skrifar 17. október 2013 10:00 Einkenni sæðisofnæmis eru oftast staðbundin við skapabarma og/eða leggöng og líkjast einkennum sveppasýkingar. Nordicphotos/getty ?Mig langar að vita meira um eitt mál sem ég hreinlega á erfitt með að trúa að sé til og það er sæðisofnæmi. Kærasta mín segist vera með það. Ég má bara helst ekki fá það inni í henni því hún segir að sig svíði og það sé vont. Ég hef prófað að nota smokkinn og þá finnur hún ekki til, ekki heldur ef ég tek hann út áður, en mér finnst þetta samt svolítið sérstakt og hef aldrei lent í þessu áður eða heyrt af þessu. Því spyr ég hvort þetta sé í alvöru til og er hægt að lækna þetta?Svar: Já, þetta er til og er rétt hjá kærustu þinni, hún getur verið með ofnæmi fyrir sæði. Nú vil ég byrja á því að taka það fram að ég er ekki læknir og ávallt er best að leita til læknis með kvilla sem herja á líkamann. Einkenni sæðisofnæmis eru oftast staðbundin við skapabarma og/eða leggöng og líkjast einkennum sveppasýkingar (kláði, bruna tilfinning og sviði). Þau koma oftast fram fimm til þrjátíu mínútum eftir samfarir með sáðláti. Þetta er talið frekar sjaldgæft og á það til að vera misgreint sem eitthvað annað, til dæmis sveppasýking. Til að greina sæðisofnæmi rétt þá er mælt með því að kanna hvort einkennin birtist þegar samfarir eru stundaðar með smokk og/eða þegar engar samfarir eru hafðar með typpi. Ef þetta er sæðisofnæmi þá ættu engin einkenni að birtast, eins og þið hafið nú þegar komist að. Það er talið að helmingur kvenna með sæðisofnæmi séu einnig með annað ofnæmi. Ofnæmið hrjáir oftast konur milli tvítugs og þrítugs og getur verið einstaklingsbundið (það er tengt einum manni) eða öllu sæði. Algengasta lækningin er að nota smokk. Ef það hentar ykkur ekki þá er til önnur lausn, kerfisbundin ónæming. Þar er smá útþynntum skömmtum af sæði mannsins sprautað í líkama konunnar. Til að byrja með þá látið þið smá skammta af sæði með reglulegu millibili inn í leggöng og svo smám saman stækka skammtarnir. Þá á einnig að vera er gott að stunda reglulega kynlíf (daglega eða annan hvern dag) án smokks til að byggja upp þol gegn sæðinu. Hafðu samt á bak við eyrað að þið þurfið bæði að vera til í þessa leið gegn ofnæminu og það getur verið vandasamt að stýra magni sæðis hverju sinni. Sumar konur virðast einfaldlega bara „læknast“ af ofnæminu, eins og það bara hverfi með aldrinum á meðan það virðist versna hjá öðrum. Sumir læknar segja að það sé gott að hafa ofnæmislyf við hendina og fá sér eina töflu fyrir samfarir. Ef lyf og smokkar henta ykkur ekki þá er spurning að hafa samband við ofnæmissérfræðing. Gangi ykkur vel.Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli þínu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu.kynlif@frettabladid.is Sigga Dögg Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
?Mig langar að vita meira um eitt mál sem ég hreinlega á erfitt með að trúa að sé til og það er sæðisofnæmi. Kærasta mín segist vera með það. Ég má bara helst ekki fá það inni í henni því hún segir að sig svíði og það sé vont. Ég hef prófað að nota smokkinn og þá finnur hún ekki til, ekki heldur ef ég tek hann út áður, en mér finnst þetta samt svolítið sérstakt og hef aldrei lent í þessu áður eða heyrt af þessu. Því spyr ég hvort þetta sé í alvöru til og er hægt að lækna þetta?Svar: Já, þetta er til og er rétt hjá kærustu þinni, hún getur verið með ofnæmi fyrir sæði. Nú vil ég byrja á því að taka það fram að ég er ekki læknir og ávallt er best að leita til læknis með kvilla sem herja á líkamann. Einkenni sæðisofnæmis eru oftast staðbundin við skapabarma og/eða leggöng og líkjast einkennum sveppasýkingar (kláði, bruna tilfinning og sviði). Þau koma oftast fram fimm til þrjátíu mínútum eftir samfarir með sáðláti. Þetta er talið frekar sjaldgæft og á það til að vera misgreint sem eitthvað annað, til dæmis sveppasýking. Til að greina sæðisofnæmi rétt þá er mælt með því að kanna hvort einkennin birtist þegar samfarir eru stundaðar með smokk og/eða þegar engar samfarir eru hafðar með typpi. Ef þetta er sæðisofnæmi þá ættu engin einkenni að birtast, eins og þið hafið nú þegar komist að. Það er talið að helmingur kvenna með sæðisofnæmi séu einnig með annað ofnæmi. Ofnæmið hrjáir oftast konur milli tvítugs og þrítugs og getur verið einstaklingsbundið (það er tengt einum manni) eða öllu sæði. Algengasta lækningin er að nota smokk. Ef það hentar ykkur ekki þá er til önnur lausn, kerfisbundin ónæming. Þar er smá útþynntum skömmtum af sæði mannsins sprautað í líkama konunnar. Til að byrja með þá látið þið smá skammta af sæði með reglulegu millibili inn í leggöng og svo smám saman stækka skammtarnir. Þá á einnig að vera er gott að stunda reglulega kynlíf (daglega eða annan hvern dag) án smokks til að byggja upp þol gegn sæðinu. Hafðu samt á bak við eyrað að þið þurfið bæði að vera til í þessa leið gegn ofnæminu og það getur verið vandasamt að stýra magni sæðis hverju sinni. Sumar konur virðast einfaldlega bara „læknast“ af ofnæminu, eins og það bara hverfi með aldrinum á meðan það virðist versna hjá öðrum. Sumir læknar segja að það sé gott að hafa ofnæmislyf við hendina og fá sér eina töflu fyrir samfarir. Ef lyf og smokkar henta ykkur ekki þá er spurning að hafa samband við ofnæmissérfræðing. Gangi ykkur vel.Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli þínu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu.kynlif@frettabladid.is
Sigga Dögg Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira