Jón Jónsson fær að gefa út lag Gunnar Leó Pálsson skrifar 16. október 2013 09:00 Jón Jónsson sendir frá sér nýtt lag í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR „Við erum loksins að fá að gefa út nýtt lag, við erum komnir með bunka af nýjum lögum,“ segir Jón Ragnar Jónsson, tónlistarmaður, sem gefur út lagið Feel For You á föstudag. Jón gaf síðast út lag síðasta sumar. Tónlistarmaðurinn samdi við útgáfufyrirtækið Sony í fyrra haust en lítið hefur gerst síðan að samningurinn var undirritaður. „Við höfum ekki fengið að gefa út efni síðan að samningurinn tók gildi, það hefur lítið gerst, þetta hefur verið á ís í langan tíma og við erum orðnir mjög þyrstir í að gefa út lag.“ Lagið er að mestu tekið upp í hljóðveri Jóns og félaga og sér Haffi Tempo sér um hljóðblöndun þess. Aðspurður segir Jón texta lagsins fjalla um skólapilt sem heldur partí í þeirri von að stúlkan sem hann er skotinn í mæti. Hann vonar að nýja lagið blási lífi í gamlar glæður og að hljómsveitin fari að spila að einhverri alvöru að nýju. „Ef öllum finnst lagið glatað þá fer ég bara að einbeita mér að fótboltanum,“ segir Jón við að lokum, léttur í lundu. Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Við erum loksins að fá að gefa út nýtt lag, við erum komnir með bunka af nýjum lögum,“ segir Jón Ragnar Jónsson, tónlistarmaður, sem gefur út lagið Feel For You á föstudag. Jón gaf síðast út lag síðasta sumar. Tónlistarmaðurinn samdi við útgáfufyrirtækið Sony í fyrra haust en lítið hefur gerst síðan að samningurinn var undirritaður. „Við höfum ekki fengið að gefa út efni síðan að samningurinn tók gildi, það hefur lítið gerst, þetta hefur verið á ís í langan tíma og við erum orðnir mjög þyrstir í að gefa út lag.“ Lagið er að mestu tekið upp í hljóðveri Jóns og félaga og sér Haffi Tempo sér um hljóðblöndun þess. Aðspurður segir Jón texta lagsins fjalla um skólapilt sem heldur partí í þeirri von að stúlkan sem hann er skotinn í mæti. Hann vonar að nýja lagið blási lífi í gamlar glæður og að hljómsveitin fari að spila að einhverri alvöru að nýju. „Ef öllum finnst lagið glatað þá fer ég bara að einbeita mér að fótboltanum,“ segir Jón við að lokum, léttur í lundu.
Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira