Íslenskt fóstur á svið í Finnlandi Friðrika Benónýsdóttir skrifar 16. október 2013 11:00 Bergþóra Snæbjörnsdóttir skáld og Rakel McMahon myndlistarkona áttu sér þann draum að skapa eitthvað saman og útkoman varð Betus the Fetus. Fréttablaðið/GVA Verkið The Days of the Child Prodigy Are Over eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur og Rakel McMahon verður sýnt á föstudaginn í Pluckhouse í Helsinki, einu þekktasta tilraunaleikhúsi Finna. Þetta er í raun og veru gjörningaröð sem við höfum verið að vinna í síðan 2011, með öðru,“ segir Bergþóra Snæbjörnsdóttir, skáld og annar höfunda gjörningaverksins The Days of the Child Prodigy Are Over. Hinn höfundurinn er Rakel McMahon myndlistarkona. „Okkur langaði að skapa eitthvað saman og fórum að spinna sögu. Ég samdi texta og Rakel teiknaði myndir og svo hentum við hugmyndunum á milli okkar. Þegar verkið fór að taka á sig mynd langaði okkur að setja það upp í þrívídd þannig að áhorfendur gætu gengið inn í þennan heim sem við vorum búnar að skapa,“ segir Bergþóra.Bergþóra í hlutverki móður hins ófædda barns sem er aðal-persónan í verkinu.The Days of the Child Prodigy Are Over er röð gjörninga á jaðri tilraunaleikhúss þar sem fléttað er saman ljóðlist og myndlist í brotakenndri frásögn af undrabarninu Betus og baráttu hans við að að finna tilgang í veröld sem hann er ekki enn fæddur í. „Raunveruleikinn hefur aðeins verið uppfærður í þessum heimi,“ útskýrir Bergþóra. Betus hefur áður verið sýnt í Nýlistasafninu í Reykjavík, á Art in Translation í Norræna húsinu og Gruentaler9 í Berlín. Aðrir listamenn sem hafa komið að vinnslu verksins eru Saga Sigurðardóttir, dansari og danshöfundur, Eva Berger, búninga-og leikmyndahönnuður, Einar Tönsberg tónlistarmaður, Yair Vardi gjörningalistamaður og Anat Eisenberg, leikstjóri og danshöfundur. Sýningin í Helsinki er hluti af Dimanche Rouge, alþjóðlegri gjörningahátíð sem fer fram í þremur löndum, Finnlandi, Frakklandi og Eistlandi, frá 17. til 20. október. Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Verkið The Days of the Child Prodigy Are Over eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur og Rakel McMahon verður sýnt á föstudaginn í Pluckhouse í Helsinki, einu þekktasta tilraunaleikhúsi Finna. Þetta er í raun og veru gjörningaröð sem við höfum verið að vinna í síðan 2011, með öðru,“ segir Bergþóra Snæbjörnsdóttir, skáld og annar höfunda gjörningaverksins The Days of the Child Prodigy Are Over. Hinn höfundurinn er Rakel McMahon myndlistarkona. „Okkur langaði að skapa eitthvað saman og fórum að spinna sögu. Ég samdi texta og Rakel teiknaði myndir og svo hentum við hugmyndunum á milli okkar. Þegar verkið fór að taka á sig mynd langaði okkur að setja það upp í þrívídd þannig að áhorfendur gætu gengið inn í þennan heim sem við vorum búnar að skapa,“ segir Bergþóra.Bergþóra í hlutverki móður hins ófædda barns sem er aðal-persónan í verkinu.The Days of the Child Prodigy Are Over er röð gjörninga á jaðri tilraunaleikhúss þar sem fléttað er saman ljóðlist og myndlist í brotakenndri frásögn af undrabarninu Betus og baráttu hans við að að finna tilgang í veröld sem hann er ekki enn fæddur í. „Raunveruleikinn hefur aðeins verið uppfærður í þessum heimi,“ útskýrir Bergþóra. Betus hefur áður verið sýnt í Nýlistasafninu í Reykjavík, á Art in Translation í Norræna húsinu og Gruentaler9 í Berlín. Aðrir listamenn sem hafa komið að vinnslu verksins eru Saga Sigurðardóttir, dansari og danshöfundur, Eva Berger, búninga-og leikmyndahönnuður, Einar Tönsberg tónlistarmaður, Yair Vardi gjörningalistamaður og Anat Eisenberg, leikstjóri og danshöfundur. Sýningin í Helsinki er hluti af Dimanche Rouge, alþjóðlegri gjörningahátíð sem fer fram í þremur löndum, Finnlandi, Frakklandi og Eistlandi, frá 17. til 20. október.
Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira