Mjög skemmtilegt að skora í þessum leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2013 07:00 Atvinnumannaferill Söru Bjarkar Gunnarsdóttur byrjar vel. Frábær leikmaður í frábæru liði. Mynd/AFP Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði seinna mark Ldb Malmö þegar liðið tryggði sér sænska meistaratitilinn í gær. Hún og Þóra Björg Helgadóttir eru lykilmenn í frábæru Malmö-liði sem vann sænsku deildina með sannfærandi hætti þar sem liðið hefur unnið alla tíu leiki sína eftir EM-frí með markatölunni 28-4. „Það má alveg segja að við séum langbestar því við vorum með sex stiga forskot þegar það voru tveir leikir eftir. Síðasti leikurinn er útileikur á móti Mallbacken en við vorum staðráðnar að klára þetta í dag,“ sagði Sara Björk kát. Sara Björk og Þóra fögnuðu vel í leikslok og var meðal annars sungið fyrir ljósmyndara og myndatökumenn inni í sturtu. Stelpurnar settu líka allar upp gullhatta í tilefni af titlinum. „Við fengum ekki bikarinn í dag en þetta var samt sætt í leikslok. Við fáum bikarinn bara í Mallbacken. Þetta var mjög skemmtilegt og við erum enn þá að fagna því liðið er allt saman úti að borða,“ sagði Sara. Sara skoraði markið sitt með skalla eftir fyrirgjöf frá hægri en hún hefur skorað átta deildarmörk á tímabilinu og er fjórði markahæsti leikmaður liðsins á eftir stjörnuframherjunum Önju Mittag (Þýskaland), Ramonu Bachmann (Sviss) og Manon Melis (Holland). „Það var mjög skemmtilegt að skora í þessum leik. Okkur dugði jafntefli líka en við tryggðum okkur sigurinn með sannfærandi hætti,“ sagði Sara. „Þetta var gott tímabil hjá mér og okkar lið hefur heldur aldrei verið betra þann tíma sem ég hef verið hjá Malmö. Þessi titill er virkilega verðskuldaður. Ég er mjög ánægð með að hafa haldið sætinu mínu í byrjunarliðinu,“ sagði Sara. „Það var dramatískt hvernig við misstum af titlinum í lokin í fyrra en við lærðum virkilega af því og erum miklu betra fótboltalið í ár,“ sagði Sara. Þóra hefur verið með í öllum þremur Svíþjóðartitlum LdB Malmö á undanförnum fjórum árum. Þóra hefur alls unnið ellefu meistaratitla á ferlinum því hún varð átta sinnum meistari með Breiðabliki og KR heima á Íslandi. Það er þegar ljóst að íslensku landsliðskonurnar spila ekki með LDB Malmö á næsta tímabili því sænsku meistararnir munu nefnilega breyta nafninu sínu yfir í FC Rosengård. Áður munu þær þó reyna að komast sem lengst í Meistaradeildinni en fram undan er leikur við norska liðið Lilleström í næstu viku. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði seinna mark Ldb Malmö þegar liðið tryggði sér sænska meistaratitilinn í gær. Hún og Þóra Björg Helgadóttir eru lykilmenn í frábæru Malmö-liði sem vann sænsku deildina með sannfærandi hætti þar sem liðið hefur unnið alla tíu leiki sína eftir EM-frí með markatölunni 28-4. „Það má alveg segja að við séum langbestar því við vorum með sex stiga forskot þegar það voru tveir leikir eftir. Síðasti leikurinn er útileikur á móti Mallbacken en við vorum staðráðnar að klára þetta í dag,“ sagði Sara Björk kát. Sara Björk og Þóra fögnuðu vel í leikslok og var meðal annars sungið fyrir ljósmyndara og myndatökumenn inni í sturtu. Stelpurnar settu líka allar upp gullhatta í tilefni af titlinum. „Við fengum ekki bikarinn í dag en þetta var samt sætt í leikslok. Við fáum bikarinn bara í Mallbacken. Þetta var mjög skemmtilegt og við erum enn þá að fagna því liðið er allt saman úti að borða,“ sagði Sara. Sara skoraði markið sitt með skalla eftir fyrirgjöf frá hægri en hún hefur skorað átta deildarmörk á tímabilinu og er fjórði markahæsti leikmaður liðsins á eftir stjörnuframherjunum Önju Mittag (Þýskaland), Ramonu Bachmann (Sviss) og Manon Melis (Holland). „Það var mjög skemmtilegt að skora í þessum leik. Okkur dugði jafntefli líka en við tryggðum okkur sigurinn með sannfærandi hætti,“ sagði Sara. „Þetta var gott tímabil hjá mér og okkar lið hefur heldur aldrei verið betra þann tíma sem ég hef verið hjá Malmö. Þessi titill er virkilega verðskuldaður. Ég er mjög ánægð með að hafa haldið sætinu mínu í byrjunarliðinu,“ sagði Sara. „Það var dramatískt hvernig við misstum af titlinum í lokin í fyrra en við lærðum virkilega af því og erum miklu betra fótboltalið í ár,“ sagði Sara. Þóra hefur verið með í öllum þremur Svíþjóðartitlum LdB Malmö á undanförnum fjórum árum. Þóra hefur alls unnið ellefu meistaratitla á ferlinum því hún varð átta sinnum meistari með Breiðabliki og KR heima á Íslandi. Það er þegar ljóst að íslensku landsliðskonurnar spila ekki með LDB Malmö á næsta tímabili því sænsku meistararnir munu nefnilega breyta nafninu sínu yfir í FC Rosengård. Áður munu þær þó reyna að komast sem lengst í Meistaradeildinni en fram undan er leikur við norska liðið Lilleström í næstu viku.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Sjá meira