Óútgefin glæpasaga seld til útlanda Freyr Bjarnason skrifar 11. október 2013 07:00 Samningar hafa náðst um útgáfu fyrstu glæpasögu Jóns Óttars í Noregi og Frakklandi. Guðrún Vilmundardóttir hjá Bjarti er hæstánægð með mikinn áhuga á bókinni. Bókaforlagið Bjartur hefur selt útgáfuréttinn að glæpasögu Jóns Óttars Ólafssonar, Hlustaðu, til Noregs og Frakklands. Þýskir útgefendur eru einnig mjög áhugasamir. Bókin er ein þeirra sem Bjartur er að kynna á hinni árlegu bókamessu í Frankfurt. Enn merkilegra er að Hlustaðu er ekki enn komin út. Hún er í prentun þessa dagana og lítur dagsins ljós í lok mánaðarins. „Jón Óttar bankaði upp á hjá Bjarti fyrir nokkrum árum og var með hugmynd að glæpasögum, þríleik,“ segir Guðrún Vilmundardóttir hjá bókaforlaginu, hæstánægð með áhugann fyrir bókinni. „Núna er hann búinn að skrifa fyrstu bókina og er að skrifa bók númer tvö.“ Jón Óttar er doktor í afbrotafræðum frá Cambridge og er stundakennari við Háskóla Íslands. Hann hefur einnig starfað innan lögreglunnar, í fjárfestingabanka og hjá Sérstökum saksóknara. Hann var lengi búinn að láta sig dreyma um að skrifa glæpasögur áður en hann hafði samband við Bjart. Hlustaðu fjallar um lögreglumanninn Davíð sem rannsakar dularfullt mál. Ung kona finnst látin í gömlum grásleppuskúr við Ægisíðu og margt bendir til þess að hún hafi tekið of stóran skammt. Davíð er sannfærður um að hún hafi verið myrt. Af tilviljun kemst hann yfir hljóðupptöku af heimili efnaðs fíkniefnasala sem lögreglan fylgist með. Upptakan rennir stoðum undir grun hans en hann þarf að berjast fyrir því að fá að rannsaka málið um leið og hann reynir að bjarga starfi sínu og hjónabandinu. Valdamiklir menn vernda hver annan og þá skiptir morðrannsókn litlu máli. Menning Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Bókaforlagið Bjartur hefur selt útgáfuréttinn að glæpasögu Jóns Óttars Ólafssonar, Hlustaðu, til Noregs og Frakklands. Þýskir útgefendur eru einnig mjög áhugasamir. Bókin er ein þeirra sem Bjartur er að kynna á hinni árlegu bókamessu í Frankfurt. Enn merkilegra er að Hlustaðu er ekki enn komin út. Hún er í prentun þessa dagana og lítur dagsins ljós í lok mánaðarins. „Jón Óttar bankaði upp á hjá Bjarti fyrir nokkrum árum og var með hugmynd að glæpasögum, þríleik,“ segir Guðrún Vilmundardóttir hjá bókaforlaginu, hæstánægð með áhugann fyrir bókinni. „Núna er hann búinn að skrifa fyrstu bókina og er að skrifa bók númer tvö.“ Jón Óttar er doktor í afbrotafræðum frá Cambridge og er stundakennari við Háskóla Íslands. Hann hefur einnig starfað innan lögreglunnar, í fjárfestingabanka og hjá Sérstökum saksóknara. Hann var lengi búinn að láta sig dreyma um að skrifa glæpasögur áður en hann hafði samband við Bjart. Hlustaðu fjallar um lögreglumanninn Davíð sem rannsakar dularfullt mál. Ung kona finnst látin í gömlum grásleppuskúr við Ægisíðu og margt bendir til þess að hún hafi tekið of stóran skammt. Davíð er sannfærður um að hún hafi verið myrt. Af tilviljun kemst hann yfir hljóðupptöku af heimili efnaðs fíkniefnasala sem lögreglan fylgist með. Upptakan rennir stoðum undir grun hans en hann þarf að berjast fyrir því að fá að rannsaka málið um leið og hann reynir að bjarga starfi sínu og hjónabandinu. Valdamiklir menn vernda hver annan og þá skiptir morðrannsókn litlu máli.
Menning Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira