Innsýn í heim dansarans Friðrika Benónýsdóttir skrifar 10. október 2013 10:00 Fjórir ungir dansarar dansa í sýningunni og einnig bregður fyrir myndbandsklippum af eldri dönsurum. Fréttablaðið/Arnþór Íslenski dansflokkurinn frumsýnir tvö glæný verk annað kvöld, Tíma eftir Helenu Jónsdóttur og Sentimental, Again eftir Jo Strömgren. „Danssamfélagið á Íslandi er lítið og við erum ekki margar enn starfandi af svokallaðri eldri kynslóð dansara þannig að þegar Lára kom til mín og bað mig að taka þetta verkefni að mér þótti mér mikill heiður að fá að skoða söguna okkar,“ segir Helena Jónsdóttir, höfundur Tíma sem samið var sérstaklega í tilefni af fjörutíu ára afmæli Íslenska dansflokksins. Helena hefur verið viðloðandi dansflokkinn í 33 ár, sitt hvorum megin við landamærin, eins og hún orðar það. „Ég var í Listdansskóla Þjóðleikhússins frá tólf ára aldri og þá tók maður oft þátt í sýningum flokksins. Þegar náminu lauk gekk ég í dansflokkinn í stuttan tíma. Síðan urðu stórar breytingar á flokknum og ég hætti. Ég hef samt alltaf verið þarna með annan fótinn, þetta er eins og lítil fjölskylda og maður yfirgefur ekki fjölskyldu sína.“Helena JónsdóttirVið vinnslu verksins eyddi Helena ómældum tíma í að skoða gömul myndbönd, skoða eldri verk flokksins og kafa í fortíðina. „Ég fann aðra ást í mínu listalífi sem er kvikmyndin,“ segir Helena. „Ég flétta hana inn í verkið. Ég er þarna með fjóra frábæra dansara sem eru allir nýstignir inn í flokkinn, alveg ferskir, þannig að við erum bókstaflega með núið á sviðinu. Svo nota ég vídeó til að varpa fram gamla tímanum. Við fáum að sjá í táskóna hjá Ásdísi Magnúsdóttur, handahreyfingar Katrínar Hall og snúninginn hjá Birgittu Heide, svo eitthvað sé nefnt. Ég hef líka farið í gegnum danslistasöguna og fannst tilheyra að tala við eldri íslenska danshöfunda og fá leyfi hjá þeim til að flétta inn í nokkur spor frá þeim. Þannig að við erum að horfa þarna í litlum örmyndum á tuttugu til þrjátíu höfunda og dansara sem hafa komið nálægt flokknum í þessi fjörutíu ár.“ Sviðsmyndin er baksviðið þar sem dansararnir eru að vinna sína vinnu. „Dansarar vinna klukkutímum, vikum og mánuðum saman að því einu að deila hjarta sínu í fjörutíu og fimm mínútur með áhorfendum,“ segir Helena. „Þannig að í þessari sýningu kíkjum við á bak við tjöldin og fáum innsýn inn í heim dansarans.“ Menning Mest lesið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Íslenski dansflokkurinn frumsýnir tvö glæný verk annað kvöld, Tíma eftir Helenu Jónsdóttur og Sentimental, Again eftir Jo Strömgren. „Danssamfélagið á Íslandi er lítið og við erum ekki margar enn starfandi af svokallaðri eldri kynslóð dansara þannig að þegar Lára kom til mín og bað mig að taka þetta verkefni að mér þótti mér mikill heiður að fá að skoða söguna okkar,“ segir Helena Jónsdóttir, höfundur Tíma sem samið var sérstaklega í tilefni af fjörutíu ára afmæli Íslenska dansflokksins. Helena hefur verið viðloðandi dansflokkinn í 33 ár, sitt hvorum megin við landamærin, eins og hún orðar það. „Ég var í Listdansskóla Þjóðleikhússins frá tólf ára aldri og þá tók maður oft þátt í sýningum flokksins. Þegar náminu lauk gekk ég í dansflokkinn í stuttan tíma. Síðan urðu stórar breytingar á flokknum og ég hætti. Ég hef samt alltaf verið þarna með annan fótinn, þetta er eins og lítil fjölskylda og maður yfirgefur ekki fjölskyldu sína.“Helena JónsdóttirVið vinnslu verksins eyddi Helena ómældum tíma í að skoða gömul myndbönd, skoða eldri verk flokksins og kafa í fortíðina. „Ég fann aðra ást í mínu listalífi sem er kvikmyndin,“ segir Helena. „Ég flétta hana inn í verkið. Ég er þarna með fjóra frábæra dansara sem eru allir nýstignir inn í flokkinn, alveg ferskir, þannig að við erum bókstaflega með núið á sviðinu. Svo nota ég vídeó til að varpa fram gamla tímanum. Við fáum að sjá í táskóna hjá Ásdísi Magnúsdóttur, handahreyfingar Katrínar Hall og snúninginn hjá Birgittu Heide, svo eitthvað sé nefnt. Ég hef líka farið í gegnum danslistasöguna og fannst tilheyra að tala við eldri íslenska danshöfunda og fá leyfi hjá þeim til að flétta inn í nokkur spor frá þeim. Þannig að við erum að horfa þarna í litlum örmyndum á tuttugu til þrjátíu höfunda og dansara sem hafa komið nálægt flokknum í þessi fjörutíu ár.“ Sviðsmyndin er baksviðið þar sem dansararnir eru að vinna sína vinnu. „Dansarar vinna klukkutímum, vikum og mánuðum saman að því einu að deila hjarta sínu í fjörutíu og fimm mínútur með áhorfendum,“ segir Helena. „Þannig að í þessari sýningu kíkjum við á bak við tjöldin og fáum innsýn inn í heim dansarans.“
Menning Mest lesið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira