Aðlögunarráðherra Ólafur Þ. Stephensen skrifar 9. október 2013 06:00 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra skrifaði grein hér í blaðið í gær, í tilefni af því að ríkisstjórnin hyggst setja meiri kraft í að koma sjónarmiðum Íslands á framfæri strax á fyrstu stigum mála í löggjafarstarfi Evrópusambandsins. Ráðherrann lýsir því vel í grein sinni hvernig löggjöf ESB hefur gegnsýrt flest svið íslenzks samfélags undanfarna tvo áratugi, eftir að samningurinn um Evrópskt efnahagssvæði tók gildi í ársbyrjun 1994. „EES snertir daglegt líf hvers Íslendings,“ segir Gunnar Bragi. Hann rifjar upp að hann hafi kynnzt því sem sveitarstjórnarmaður, þingmaður og ráðherra að umfangsmikill þáttur löggjafarstarfsins gengur út á að innleiða löggjöf ESB í íslenzkan rétt, „ekki bara á Alþingi eða í ráðuneytum heldur einnig á vettvangi sveitarstjórna“. Það sem Gunnar Bragi lýsir er víðtækt aðlögunarferli Íslands að ESB. Það er miklu umfangsmeira en sú aðlögun að Evrópulöggjöfinni sem rætt hefur verið um eftir að Alþingi ákvað að Ísland skyldi sækja um aðild að sambandinu. Einhverra hluta vegna fer ráðherrann jákvæðum orðum um aðlögunina undanfarin tuttugu ár, en hafði allt á hornum sér yfir „aðlögunarferlinu“ sem tengdist aðildarumsókninni og var svo vont að binda varð enda á það. Hann ætlar hins vegar að taka fullan þátt í aðlögun Íslands að regluverki ESB á vettvangi EES. Í þingræðu 22. maí í fyrra talaði Gunnar Bragi eindregið gegn „aðlögunarferlinu“. Hann benti meðal annars á að ESB hefði breytzt „gríðarlega mikið“ eftir að sótt var um aðild og óvíst væri hvernig bandalagið myndi líta út í framtíðinni. Þróunin væri svo hröð að rétt væri að „menn setjist niður og velti fyrir sér hvort rétt sé að halda áfram þeirri för sem lagt var af stað í“. En hefur Evrópusambandið ekki líka breytzt „gríðarlega mikið“ undanfarin 20 ár? Samt finnst ráðherranum alveg sjálfsagt að halda áfram aðlöguninni að löggjöf sambandsins „á flestum sviðum“. Ætlar hann ekkert að setjast niður og íhuga hvort rétt sé að taka við löggjöf frá bandalagi sem er í uppnámi og óvissu og enginn veit hvernig lítur út í framtíðinni? Aðlögun Íslands að Evrópulöggjöfinni hefur að langflestu leyti verið til góðs. Aðalvandinn við EES-samninginn er að hann er ólýðræðislegur; Ísland tekur við löggjöf ESB án þess að hafa áhrif á hana. Það mun ekki breytast með aukinni hagsmunagæzlu sem Gunnar Bragi boðar. Hún nær eingöngu til funda embættismanna sem undirbúa mál á fyrstu stigum. Ísland á eftir sem áður engan aðgang að fundum þar sem hinar eiginlegu ákvarðanir eru teknar. Norðmenn settu aukna peninga og mannskap í hagsmunagæzlu af þessu tagi – og þeir eiga miklu meira af hvoru tveggja en Íslendingar. Engu að síður komst sérfræðinganefnd, sem í fyrra skilaði mikilli skýrslu um EES-samstarfið, að þeirri niðurstöðu að áhrifin á löggjöf ESB væru mjög takmörkuð. „Þetta er það verð sem Noregur greiðir fyrir að njóta ávinningsins af evrópskum samruna án þess að vera meðlimur í þeim samtökum sem knýja áfram þróunina,“ var álit nefndarinnar. Eina leiðin til að hafa áhrif á lögin sem við fáum send frá Brussel er að hafa fulltrúa við borðið þar sem þau eru samin. Þangað til það gerist höldum við bara áfram einhliða aðlögun að regluverki ESB, undir skilvirkri verkstjórn utanríkisráðherrans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra skrifaði grein hér í blaðið í gær, í tilefni af því að ríkisstjórnin hyggst setja meiri kraft í að koma sjónarmiðum Íslands á framfæri strax á fyrstu stigum mála í löggjafarstarfi Evrópusambandsins. Ráðherrann lýsir því vel í grein sinni hvernig löggjöf ESB hefur gegnsýrt flest svið íslenzks samfélags undanfarna tvo áratugi, eftir að samningurinn um Evrópskt efnahagssvæði tók gildi í ársbyrjun 1994. „EES snertir daglegt líf hvers Íslendings,“ segir Gunnar Bragi. Hann rifjar upp að hann hafi kynnzt því sem sveitarstjórnarmaður, þingmaður og ráðherra að umfangsmikill þáttur löggjafarstarfsins gengur út á að innleiða löggjöf ESB í íslenzkan rétt, „ekki bara á Alþingi eða í ráðuneytum heldur einnig á vettvangi sveitarstjórna“. Það sem Gunnar Bragi lýsir er víðtækt aðlögunarferli Íslands að ESB. Það er miklu umfangsmeira en sú aðlögun að Evrópulöggjöfinni sem rætt hefur verið um eftir að Alþingi ákvað að Ísland skyldi sækja um aðild að sambandinu. Einhverra hluta vegna fer ráðherrann jákvæðum orðum um aðlögunina undanfarin tuttugu ár, en hafði allt á hornum sér yfir „aðlögunarferlinu“ sem tengdist aðildarumsókninni og var svo vont að binda varð enda á það. Hann ætlar hins vegar að taka fullan þátt í aðlögun Íslands að regluverki ESB á vettvangi EES. Í þingræðu 22. maí í fyrra talaði Gunnar Bragi eindregið gegn „aðlögunarferlinu“. Hann benti meðal annars á að ESB hefði breytzt „gríðarlega mikið“ eftir að sótt var um aðild og óvíst væri hvernig bandalagið myndi líta út í framtíðinni. Þróunin væri svo hröð að rétt væri að „menn setjist niður og velti fyrir sér hvort rétt sé að halda áfram þeirri för sem lagt var af stað í“. En hefur Evrópusambandið ekki líka breytzt „gríðarlega mikið“ undanfarin 20 ár? Samt finnst ráðherranum alveg sjálfsagt að halda áfram aðlöguninni að löggjöf sambandsins „á flestum sviðum“. Ætlar hann ekkert að setjast niður og íhuga hvort rétt sé að taka við löggjöf frá bandalagi sem er í uppnámi og óvissu og enginn veit hvernig lítur út í framtíðinni? Aðlögun Íslands að Evrópulöggjöfinni hefur að langflestu leyti verið til góðs. Aðalvandinn við EES-samninginn er að hann er ólýðræðislegur; Ísland tekur við löggjöf ESB án þess að hafa áhrif á hana. Það mun ekki breytast með aukinni hagsmunagæzlu sem Gunnar Bragi boðar. Hún nær eingöngu til funda embættismanna sem undirbúa mál á fyrstu stigum. Ísland á eftir sem áður engan aðgang að fundum þar sem hinar eiginlegu ákvarðanir eru teknar. Norðmenn settu aukna peninga og mannskap í hagsmunagæzlu af þessu tagi – og þeir eiga miklu meira af hvoru tveggja en Íslendingar. Engu að síður komst sérfræðinganefnd, sem í fyrra skilaði mikilli skýrslu um EES-samstarfið, að þeirri niðurstöðu að áhrifin á löggjöf ESB væru mjög takmörkuð. „Þetta er það verð sem Noregur greiðir fyrir að njóta ávinningsins af evrópskum samruna án þess að vera meðlimur í þeim samtökum sem knýja áfram þróunina,“ var álit nefndarinnar. Eina leiðin til að hafa áhrif á lögin sem við fáum send frá Brussel er að hafa fulltrúa við borðið þar sem þau eru samin. Þangað til það gerist höldum við bara áfram einhliða aðlögun að regluverki ESB, undir skilvirkri verkstjórn utanríkisráðherrans.