Frost keppir um Gylltu hauskúpuna Freyr Bjarnason skrifar 7. október 2013 07:00 Reynir Lyngdal og aðalleikkona Frosts, Anna Gunndís Guðmundsdóttir, á frumsýningu myndarinnar. fréttablaðið/vilhelm „Það er blóðugt að geta ekki verið þarna,“ segir leikstjórinn Reynir Lyngdal. Mynd hans Frost keppir um „hryllingsóskarsverðlaunin“, eða Gylltu hauskúpuna á hinni árlegu hryllingsmyndahátíð Screamfest sem verður haldin í Los Angeles 7. til 18. október. Reynir verður ekki viðstaddur hátíðina vegna anna við upptökur á sjónvarpsþáttaröðinni Hraunið, framhaldi Hamarsins sem var sýnd í Sjónvarpinu fyrir fjórum árum. Reynir er engu að síður mjög ánægður með að komast inn á hátíðina og segir hana réttan stað fyrir myndina. Screamfest hefur verið líkt við Sundance-hátíðina, nema að þar er hryllingurinn í fyrirrúmi. Þar hafa margar frægar myndir verið uppgötvaðar eins og Paranormal Activity. Í sérstakri ráðgjafanefnd hátíðarinnar eru frægir hryllingsmyndaleikstjórar á borð við Wes Craven, Clive Barker, Roy Lee, John Carpenter, Eli Roth og Robe Hooper. Aðspurður segist Reynir lítið vita um Screamfest. „Það eina sem ég veit er að þetta eru stærstu verðlaunin í þessum geira. Myndir, sem njóta velgengni á þessari hátíð, fá yfirleitt góða dreifingu annars staðar. Þetta er stór og mikil nördasamkoma í hryllingsmyndabransanum.“ Í stað Ingvars verður framleiðandinn Ingvar Þórðarson viðstaddur hátíðina. „Það hefði verið áhugavert að kíkja. Þarna er fullt af skrítnum myndum og þær eru örugglega margar flottar. Þetta er hálfgerður hliðarheimur við fínu hátíðirnar. En þetta þykir best í þessum geira,“ segir Reynir. Hugmyndir eru uppi um að endurgera Frost fyrir bandarískan markað en þau mál eru komin skammt á veg. Gerður hefur verið dreifingarsamningur vegna myndarinnar sem nær yfir Bretland, Ungverjaland, Kýpur og Singapúr. Hún verður einnig sýnd í Bandaríkjunum og Kanada áður en hrekkjavakan gengur í garð. Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
„Það er blóðugt að geta ekki verið þarna,“ segir leikstjórinn Reynir Lyngdal. Mynd hans Frost keppir um „hryllingsóskarsverðlaunin“, eða Gylltu hauskúpuna á hinni árlegu hryllingsmyndahátíð Screamfest sem verður haldin í Los Angeles 7. til 18. október. Reynir verður ekki viðstaddur hátíðina vegna anna við upptökur á sjónvarpsþáttaröðinni Hraunið, framhaldi Hamarsins sem var sýnd í Sjónvarpinu fyrir fjórum árum. Reynir er engu að síður mjög ánægður með að komast inn á hátíðina og segir hana réttan stað fyrir myndina. Screamfest hefur verið líkt við Sundance-hátíðina, nema að þar er hryllingurinn í fyrirrúmi. Þar hafa margar frægar myndir verið uppgötvaðar eins og Paranormal Activity. Í sérstakri ráðgjafanefnd hátíðarinnar eru frægir hryllingsmyndaleikstjórar á borð við Wes Craven, Clive Barker, Roy Lee, John Carpenter, Eli Roth og Robe Hooper. Aðspurður segist Reynir lítið vita um Screamfest. „Það eina sem ég veit er að þetta eru stærstu verðlaunin í þessum geira. Myndir, sem njóta velgengni á þessari hátíð, fá yfirleitt góða dreifingu annars staðar. Þetta er stór og mikil nördasamkoma í hryllingsmyndabransanum.“ Í stað Ingvars verður framleiðandinn Ingvar Þórðarson viðstaddur hátíðina. „Það hefði verið áhugavert að kíkja. Þarna er fullt af skrítnum myndum og þær eru örugglega margar flottar. Þetta er hálfgerður hliðarheimur við fínu hátíðirnar. En þetta þykir best í þessum geira,“ segir Reynir. Hugmyndir eru uppi um að endurgera Frost fyrir bandarískan markað en þau mál eru komin skammt á veg. Gerður hefur verið dreifingarsamningur vegna myndarinnar sem nær yfir Bretland, Ungverjaland, Kýpur og Singapúr. Hún verður einnig sýnd í Bandaríkjunum og Kanada áður en hrekkjavakan gengur í garð.
Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira