Slær hárréttu sorglegu tónana Freyr Bjarnason skrifar 3. október 2013 07:30 Jóhann Jóhannsson hefur fengið mjög góða dóma fyrir tónlist sína í Hollywood-spennumyndinni Prisoners sem var tekjuhæsta myndin í Bandaríkjunum um þarsíðustu helgi. „Tónlistin eftir íslenska tónskáldið Jóhann Jóhannsson slær hárréttu sorglegu tónana,“ segir í dómi kvikmyndablaðsins fræga Variety. Gagnrýnandi Associated Press er einnig hrifinn: „Tónlistin eftir Jóhann Jóhannsson lætur þig skjálfa. Reyndu bara að ná henni út úr höfðinu á þér þegar þú yfirgefur bíóið.“ Í dómi Filmmusicmag.com segir: „Tónlistin við Prisoners er ein sú áhugaverðasta síðan hin snilldarlega skrítna tónlist við There Will Be Blood eftir Jonny Greenwood kom út.“ Jóhann samdi tónlistina í Kaupmannahöfn þar sem hann býr. Hún var tekin upp í London, Berlín og París. Jóhann vann m.a. með Hildi Guðnadóttur sem spilaði á selló, Norðmanninum Erik Skodvin sem sá um rafhljóð og Thomas Bloch sem spilaði á glerhljóðfæri sem kallast cristal baschet. Einnig spilaði Bloch á ondes Martenot, sem er franskt rafhljóðfæri frá 1930. Jóhann var viðstaddur frumsýningar Prisoners í Toronto og Los Angeles, þar sem hann hélt einnig tónleika. Með aðalhlutverk í myndinni fara Hugh Jackman og Jake Gyllenhaal. Hún verður frumsýnd hér á landi í dag. Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Jóhann Jóhannsson hefur fengið mjög góða dóma fyrir tónlist sína í Hollywood-spennumyndinni Prisoners sem var tekjuhæsta myndin í Bandaríkjunum um þarsíðustu helgi. „Tónlistin eftir íslenska tónskáldið Jóhann Jóhannsson slær hárréttu sorglegu tónana,“ segir í dómi kvikmyndablaðsins fræga Variety. Gagnrýnandi Associated Press er einnig hrifinn: „Tónlistin eftir Jóhann Jóhannsson lætur þig skjálfa. Reyndu bara að ná henni út úr höfðinu á þér þegar þú yfirgefur bíóið.“ Í dómi Filmmusicmag.com segir: „Tónlistin við Prisoners er ein sú áhugaverðasta síðan hin snilldarlega skrítna tónlist við There Will Be Blood eftir Jonny Greenwood kom út.“ Jóhann samdi tónlistina í Kaupmannahöfn þar sem hann býr. Hún var tekin upp í London, Berlín og París. Jóhann vann m.a. með Hildi Guðnadóttur sem spilaði á selló, Norðmanninum Erik Skodvin sem sá um rafhljóð og Thomas Bloch sem spilaði á glerhljóðfæri sem kallast cristal baschet. Einnig spilaði Bloch á ondes Martenot, sem er franskt rafhljóðfæri frá 1930. Jóhann var viðstaddur frumsýningar Prisoners í Toronto og Los Angeles, þar sem hann hélt einnig tónleika. Með aðalhlutverk í myndinni fara Hugh Jackman og Jake Gyllenhaal. Hún verður frumsýnd hér á landi í dag.
Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira