Tilnefnd til alþjóðlegra verðlauna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. október 2013 00:00 "Keramiklistin hefur þróast þannig hér á landi að mikið af framleiðslunni fer fram erlendis,“ segir Guðlaug. Fréttablaðið/Valli Listaverkið Ice Cliff eftir Guðlaugu Geirsdóttur keramiklistamann er eitt af 22 umhverfisverkum sem eru tilnefnd til verðlauna á CERCO-listahátíðinni á Spáni í ár. Sýning á verkunum stendur nú yfir í Zaragoza. Guðlaug kveðst hafa sent rúmlega 30 cm háa tillögu eða „prótótýpu“ að verkinu sínu út en fullunnið yrði verkið um tveir metrar. „Í tillögunni er bara keramik og gler en ef verkið yrði unnið í fullri stærð þyrfti að setja það á grind,“ lýsir hún.ICE Cliff Umhverfisverkið sem Guðlaug sýnir í Zaragoza á Spáni. Mynd/Ása Sif ÁrnadóttirCERCO-listahátíðin er nú haldin í þrettánda sinn. Hún er einn stærsti viðburður Spánar á sviði keramiklistar og þetta er í annað sinn sem Guðlaug kemst þar í úrslit því hún var líka tilnefnd til verðlauna þar í fyrra. Til þessa hefur sýningin verið haldin árlega en Guðlaug segir hana vera að breytast í tvíæring með ákveðið þema hverju sinni. Í þetta sinn var þemað „keramik og umhverfi“. „Nú var líka í fyrsta sinn talsvert um að hópar sendu inn verk en það hentaði mér ekki þar sem ég vinn ein,“ segir hún. Guðlaug er Rangæingur, ólst upp að Steinum undir Eyjafjöllum, en er fyrir löngu flutt í bæinn. Hún útskrifaðist úr mótunardeild Myndlistaskólans í Reykjavík árið 2010 og hafði þá lokið námi í hönnun við Tækniskólann. Auk sýninganna á Spáni hefur hún haldið tvær einkasýningar hér á landi, aðra hjá Handverki og hönnun á Skörinni og hina í Þjóðmenningarhúsinu. Hún selur muni sína í Listasafni Íslands, Þjóðmenningarhúsinu, Landnámssetrinu í Borgarnesi og Borgarhóli á Seyðisfirði. Menning Mest lesið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Listaverkið Ice Cliff eftir Guðlaugu Geirsdóttur keramiklistamann er eitt af 22 umhverfisverkum sem eru tilnefnd til verðlauna á CERCO-listahátíðinni á Spáni í ár. Sýning á verkunum stendur nú yfir í Zaragoza. Guðlaug kveðst hafa sent rúmlega 30 cm háa tillögu eða „prótótýpu“ að verkinu sínu út en fullunnið yrði verkið um tveir metrar. „Í tillögunni er bara keramik og gler en ef verkið yrði unnið í fullri stærð þyrfti að setja það á grind,“ lýsir hún.ICE Cliff Umhverfisverkið sem Guðlaug sýnir í Zaragoza á Spáni. Mynd/Ása Sif ÁrnadóttirCERCO-listahátíðin er nú haldin í þrettánda sinn. Hún er einn stærsti viðburður Spánar á sviði keramiklistar og þetta er í annað sinn sem Guðlaug kemst þar í úrslit því hún var líka tilnefnd til verðlauna þar í fyrra. Til þessa hefur sýningin verið haldin árlega en Guðlaug segir hana vera að breytast í tvíæring með ákveðið þema hverju sinni. Í þetta sinn var þemað „keramik og umhverfi“. „Nú var líka í fyrsta sinn talsvert um að hópar sendu inn verk en það hentaði mér ekki þar sem ég vinn ein,“ segir hún. Guðlaug er Rangæingur, ólst upp að Steinum undir Eyjafjöllum, en er fyrir löngu flutt í bæinn. Hún útskrifaðist úr mótunardeild Myndlistaskólans í Reykjavík árið 2010 og hafði þá lokið námi í hönnun við Tækniskólann. Auk sýninganna á Spáni hefur hún haldið tvær einkasýningar hér á landi, aðra hjá Handverki og hönnun á Skörinni og hina í Þjóðmenningarhúsinu. Hún selur muni sína í Listasafni Íslands, Þjóðmenningarhúsinu, Landnámssetrinu í Borgarnesi og Borgarhóli á Seyðisfirði.
Menning Mest lesið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira