Grillmatur og cachaça í Brasilíu Freyr Bjarnason skrifar 25. september 2013 08:00 Rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl hefur verið á ferð og flugi að undanförnu. fréttablaðið/gva „Ég hef verið að ferðast óvenjumikið síðustu vikur. Þetta vindur alltaf meira og meira upp á sig,“ segir rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl, sem hefur verið á bókmenntaferðalagi erlendis síðan í lok júlí. Nýlega lauk hann vikudvöl sinni í Brasilíu. Þar áður ferðaðist hann til Svíþjóðar, Finnlands og Póllands. „Þetta var mjög gaman. Ég var aðallega í smábænum Tiradentes á tónlistar-, leiklistar- og bókmenntahátíð sem heitir Artes Vertentes. Þarna var nóg af grillmat, sætindum og cachaça,“ segir Eiríkur Örn, spurður út í Brasilíuförina en cachaça er vinsælt áfengi þar í landi. Rithöfundurinn hefur verið að vinna mikið með „performans“-ljóðlist og hljóðaljóðlist og kemst þess vegna upp með að lesa á íslensku á bókmenntahátíðunum þrátt fyrir að fólkið skilji ekki tungumálið. Eiríkur Örn er núna kominn til Freiburg í Þýskalandi þar sem hann tekur þátt í skandinavískri hátíð. Að henni lokinni kemur hann heim en fer svo aftur á flakk um Wales, London, Kraká, Varsjá, Osló og Bonn, þar sem hann vinnur með listamönnum sem kalla sig Bonn Fringe Ensemble. Verðlaunabók Eiríks Arnar, Illska, kemur út í Frakklandi, Þýskalandi og Svíþjóð á næsta ári. Ný ljóðabók hans, Hnefi eða vitstola orð, kemur út hérlendis á næstunni. Menning Mest lesið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Ég hef verið að ferðast óvenjumikið síðustu vikur. Þetta vindur alltaf meira og meira upp á sig,“ segir rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl, sem hefur verið á bókmenntaferðalagi erlendis síðan í lok júlí. Nýlega lauk hann vikudvöl sinni í Brasilíu. Þar áður ferðaðist hann til Svíþjóðar, Finnlands og Póllands. „Þetta var mjög gaman. Ég var aðallega í smábænum Tiradentes á tónlistar-, leiklistar- og bókmenntahátíð sem heitir Artes Vertentes. Þarna var nóg af grillmat, sætindum og cachaça,“ segir Eiríkur Örn, spurður út í Brasilíuförina en cachaça er vinsælt áfengi þar í landi. Rithöfundurinn hefur verið að vinna mikið með „performans“-ljóðlist og hljóðaljóðlist og kemst þess vegna upp með að lesa á íslensku á bókmenntahátíðunum þrátt fyrir að fólkið skilji ekki tungumálið. Eiríkur Örn er núna kominn til Freiburg í Þýskalandi þar sem hann tekur þátt í skandinavískri hátíð. Að henni lokinni kemur hann heim en fer svo aftur á flakk um Wales, London, Kraká, Varsjá, Osló og Bonn, þar sem hann vinnur með listamönnum sem kalla sig Bonn Fringe Ensemble. Verðlaunabók Eiríks Arnar, Illska, kemur út í Frakklandi, Þýskalandi og Svíþjóð á næsta ári. Ný ljóðabók hans, Hnefi eða vitstola orð, kemur út hérlendis á næstunni.
Menning Mest lesið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira