Tökum á Interstellar er lokið Freyr Bjarnason skrifar 24. september 2013 08:30 Stjörnurnar úr Interstellar, þar á meðal Matt Damon, skemmtu sér á Lebowski-bar eftir að tökum lauk á myndinni. nordicphotos/Getty Tökum er lokið hér á landi á kvikmyndinni Interstellar í leikstjórn Christophers Nolan. Þær stóðu yfir í um það bil tvær vikur og fóru fram á Kirkjubæjarklaustri. Matt Damon, Matthew McConaughey, Anne Hathaway og fleiri stjörnur myndarinnar eru því farnar af landi brott. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins skemmtu leikararnir og aðrir úr tökuliði myndarinnar sér á skemmtistaðnum Lebowski-bar við Laugaveg síðastliðið föstudagskvöld, skömmu áður en þeir kvöddu Ísland og flugu heim. Áætlað er að Interstellar verði frumsýnd í nóvember á næsta ári. Hún er byggð á handriti Nolans og bróður hans Jonathans og fjallar um ormagöng og tímaferðalanga. Mikil eftirvænting ríkir eftir þessu næsta verkefni Christophers Nolan, sem er þekktastur fyrir Batman-þríleik sinn. Á meðal fleiri mynda hans eru Inception, The Prestige og Memento. Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Tökum er lokið hér á landi á kvikmyndinni Interstellar í leikstjórn Christophers Nolan. Þær stóðu yfir í um það bil tvær vikur og fóru fram á Kirkjubæjarklaustri. Matt Damon, Matthew McConaughey, Anne Hathaway og fleiri stjörnur myndarinnar eru því farnar af landi brott. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins skemmtu leikararnir og aðrir úr tökuliði myndarinnar sér á skemmtistaðnum Lebowski-bar við Laugaveg síðastliðið föstudagskvöld, skömmu áður en þeir kvöddu Ísland og flugu heim. Áætlað er að Interstellar verði frumsýnd í nóvember á næsta ári. Hún er byggð á handriti Nolans og bróður hans Jonathans og fjallar um ormagöng og tímaferðalanga. Mikil eftirvænting ríkir eftir þessu næsta verkefni Christophers Nolan, sem er þekktastur fyrir Batman-þríleik sinn. Á meðal fleiri mynda hans eru Inception, The Prestige og Memento.
Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira