Lanegan syngur uppáhaldslögin sín Freyr Bjarnason skrifar 19. september 2013 08:45 Bandaríski tónlistarmaðurinn Mark Lanegan hefur gefið út tökulagaplötuna Imitations hjá útgáfunni Vagrant Records. Tólf lög eru á plötunni, þar á meðal She"s Gone með Hall & Oates, You Only Live Twice með Nancy Sinatra og Brompton Oratory með Nick Cave. Lanegan segir verkefnið hafa haft mikla tilfinningalega þýðingu fyrir sig: „Þegar ég var að alast upp seint á sjöunda áratugnum og í byrjun þess áttunda spiluðu foreldrar mínir og vinir þeirra plötur með Andy Williams, Dean Martin, Frank Sinatra og Perry Como. Þetta var tónlist með strengjaútsetningum og karlar að syngja lög sem hljómuðu sorgmædd, hvort sem þau voru það eða ekki,“ sagði söngvarinn. „Á mínu heimili hlustuðu foreldrar mínir líka á sveitatónlist. Willie Nelson, Johnny Cash, George Jones og Vern Gosdin voru á meðal uppáhaldstónlistarmannanna. Mig hefur lengi langað til að búa til plötu sem veitti mér sömu tilfinningu og þessar gömlu plötur gerðu, með því að nota sömu lögin og ég elskaði sem strákur og önnur sem ég hef heillast af á fullorðinsárum mínum. Það er þessi plata, Imitations.“ Mark Lanegan fæddist í Washington í Bandaríkjunum árið 1964 og verður því fimmtugur á næsta ári. Hann er einna þekktastur sem söngvari grunge-sveitarinnar Screaming Trees. Auk þess hefur hann átt gifturíkan sólóferil og starfað með listamönnum á borð við Isobel Campbell, Moby, Nick Cave, Soulsavers, Mad Season og rokkurunum í Queens of The Stone Age. Lanegan kemur fram á tvennum tónleikum í Fríkirkjunni 30. nóvember og 1. desember og er þetta fyrsta heimsókn hans til Íslands. Tónleikarnir eru lokahnykkurinn í tveggja mánaða tónleikaferðalagi söngvarans, European Acoustic Tour. Sérstakir gestir verða Duke Garwood og Lyenn. Lanegan og sá fyrrnefndi sendu frá sér plötuna Black Pudding fyrr á árinu og uppskáru mikið lof gagnrýnenda. Lyenn er hliðarverkefni Frederic L. Jacques, en auk þeirra tveggja er von á fleiri góðum gestum á tónleikana. Mest lesið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn Mark Lanegan hefur gefið út tökulagaplötuna Imitations hjá útgáfunni Vagrant Records. Tólf lög eru á plötunni, þar á meðal She"s Gone með Hall & Oates, You Only Live Twice með Nancy Sinatra og Brompton Oratory með Nick Cave. Lanegan segir verkefnið hafa haft mikla tilfinningalega þýðingu fyrir sig: „Þegar ég var að alast upp seint á sjöunda áratugnum og í byrjun þess áttunda spiluðu foreldrar mínir og vinir þeirra plötur með Andy Williams, Dean Martin, Frank Sinatra og Perry Como. Þetta var tónlist með strengjaútsetningum og karlar að syngja lög sem hljómuðu sorgmædd, hvort sem þau voru það eða ekki,“ sagði söngvarinn. „Á mínu heimili hlustuðu foreldrar mínir líka á sveitatónlist. Willie Nelson, Johnny Cash, George Jones og Vern Gosdin voru á meðal uppáhaldstónlistarmannanna. Mig hefur lengi langað til að búa til plötu sem veitti mér sömu tilfinningu og þessar gömlu plötur gerðu, með því að nota sömu lögin og ég elskaði sem strákur og önnur sem ég hef heillast af á fullorðinsárum mínum. Það er þessi plata, Imitations.“ Mark Lanegan fæddist í Washington í Bandaríkjunum árið 1964 og verður því fimmtugur á næsta ári. Hann er einna þekktastur sem söngvari grunge-sveitarinnar Screaming Trees. Auk þess hefur hann átt gifturíkan sólóferil og starfað með listamönnum á borð við Isobel Campbell, Moby, Nick Cave, Soulsavers, Mad Season og rokkurunum í Queens of The Stone Age. Lanegan kemur fram á tvennum tónleikum í Fríkirkjunni 30. nóvember og 1. desember og er þetta fyrsta heimsókn hans til Íslands. Tónleikarnir eru lokahnykkurinn í tveggja mánaða tónleikaferðalagi söngvarans, European Acoustic Tour. Sérstakir gestir verða Duke Garwood og Lyenn. Lanegan og sá fyrrnefndi sendu frá sér plötuna Black Pudding fyrr á árinu og uppskáru mikið lof gagnrýnenda. Lyenn er hliðarverkefni Frederic L. Jacques, en auk þeirra tveggja er von á fleiri góðum gestum á tónleikana.
Mest lesið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira