Kennir fólki að smíða rafmagnsgítar Freyr Bjarnason skrifar 19. september 2013 08:30 Gunnar Örn Sigurðsson hefur undanfarin ár kennt á námskeiði í gítarsmíði á vegum Tækniskóla Íslands. fréttablaðið/stefán Gunnar Örn Sigurðsson hefur undanfarin ár kennt á námskeiði í gítarsmíði á vegum Tækniskóla Íslands. Hann telur að hátt í eitt hundrað manns séu búnir að smíða sinn eigin rafmagnsgítar hér á landi. „Þetta hefur aldrei verið gert áður á Íslandi. Þetta er vel falið leyndarmál,“ segir Gunnar Örn. Hann er þessa dagana að smíða svokallaðan Flying V-gítar sem verður boðinn upp til góðgerðamála á tónlistarhátíðinni Rokkjötnum, eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku. Gunnar Örn byrjaði með námskeiðið árið 2007 og hefur það haldið áfram á hverju ári síðan. „Hún er ótrúleg á þessu litla landi, þessi gífurlega aðsókn,“ segir Gunnar, sem byrjar með nýtt námskeið 23. september. Hægt er að smíða þrjár tegundir af gíturum og kostar námið um 170 þúsund krónur. „Inni í því eru spýturnar, lakkið, teinninn í gegnum hálsinn og hnetan sem strengirnir falla í. Það eina sem menn þurfa að kaupa er „pick-up“ og „hardware“.“ Aðspurður segir Gunnar Örn að alls konar fólk hafi stundað námið. „Þetta eru áhugamenn um gítara og atvinnutónlistarmenn hafa verið líka eins og Beggi Morthens og Þorleifur Guðjónsson.“ Aðeins ein kona hefur látið sjá sig á námskeiðinu og kom hún árið 2007. „Það væri gaman að sjá fleiri konur.“ Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Gunnar Örn Sigurðsson hefur undanfarin ár kennt á námskeiði í gítarsmíði á vegum Tækniskóla Íslands. Hann telur að hátt í eitt hundrað manns séu búnir að smíða sinn eigin rafmagnsgítar hér á landi. „Þetta hefur aldrei verið gert áður á Íslandi. Þetta er vel falið leyndarmál,“ segir Gunnar Örn. Hann er þessa dagana að smíða svokallaðan Flying V-gítar sem verður boðinn upp til góðgerðamála á tónlistarhátíðinni Rokkjötnum, eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku. Gunnar Örn byrjaði með námskeiðið árið 2007 og hefur það haldið áfram á hverju ári síðan. „Hún er ótrúleg á þessu litla landi, þessi gífurlega aðsókn,“ segir Gunnar, sem byrjar með nýtt námskeið 23. september. Hægt er að smíða þrjár tegundir af gíturum og kostar námið um 170 þúsund krónur. „Inni í því eru spýturnar, lakkið, teinninn í gegnum hálsinn og hnetan sem strengirnir falla í. Það eina sem menn þurfa að kaupa er „pick-up“ og „hardware“.“ Aðspurður segir Gunnar Örn að alls konar fólk hafi stundað námið. „Þetta eru áhugamenn um gítara og atvinnutónlistarmenn hafa verið líka eins og Beggi Morthens og Þorleifur Guðjónsson.“ Aðeins ein kona hefur látið sjá sig á námskeiðinu og kom hún árið 2007. „Það væri gaman að sjá fleiri konur.“
Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira