Brjóstagjöf og samlífi Sigga Dögg skrifar 19. september 2013 11:00 Brjóstagjöf getur verið þreytandi og krefjandi fyrir mæður. Nordicphtos/getty SPURNING: Ég er með spurningu um brjóstagjöf. Við konan mín eignuðumst barn fyrir stuttu og barnið er á brjósti. Brjóstagjöfin gengur bara þokkalega, smá hnökrar fyrst en gengur nú vel en ég verð að játa að mér þykir þetta svolítið spennandi (smá æsandi stundum) að sjá hana og brjóstin í þessu nýja hlutverki og ég er forvitinn um hvernig þetta er. Get ég talað um þetta við hana? Jafnvel fengið að prófa eða er þetta bara fáránlegt?SVAR: Brjóstagjöf er ákaflega áhugavert tímabil. Brjóstin tútna út af mjólk og verða stór og stinn og svo sprautast úr þeim hvítur vökvi í allar áttir. Ég man eftir miklum umræðum í einum Friends-þætti þar sem Ross smakkaði brjóstamjólk (reyndar úr pela) og skolaði henni niður með kexkökum. Þar sem ég hef í tvígang verið með barn á brjósti þá kemur þessi umræða alltaf upp, bæði útlit brjóstanna og svo hvort eigi ekki að smakka á henni.Þá veit ég um maka sem hafa þurft að tappa af stútfullum, glerhörðum brjóstum. Þó er þetta ekki tengt kynferðislegri örvun, meira forvitni eins og þú spyrð um. Þó eru til hópar af fólki sem er með ákveðið blæti fyrir brjóstagjöf og stundar hana í sínu kynlífi (löngu eftir að börnin eru hætt á brjósti) en það er ekki það sem þú ert að spyrja um, held ég. Sumum mökum þykir konan munúðarfull með þennan nýja líkama, í þessu nýja mikilvæga hlutverki. Þetta á þó ekki alltaf við um konurnar. Brjóstagjöf er krefjandi og getur verið þreytandi, bæði fyrir sál og líkama. Konum líður oft illa með líkama sinn eftir fæðingu og kvarta oft undan kyndeyfð (minni kynlöngun) og jafnvel leggangaþurrki. Því getur samlíf pars á tíma brjóstagjafarinnar verið misjafnt þar sem fleiri áhrifavaldar teljast til, ásamt því að hugsa um lítið barn. Ég legg því til að þú ræðir þetta við hana. Hjá sumum konum lekur brjóstamjólk við kynferðislega örvun og það gæti verið örvandi fyrir ykkur bæði, ef hún er til í að stunda kynlíf með þér. Eins og ég segi, þetta er krefjandi tímabil fyrir móðurina svo endilega sýndu henni smá aukaskammt af þolinmæði og stuðning en umfram allt, talið saman. Gangi ykkur vel. Sigga Dögg Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sjá meira
SPURNING: Ég er með spurningu um brjóstagjöf. Við konan mín eignuðumst barn fyrir stuttu og barnið er á brjósti. Brjóstagjöfin gengur bara þokkalega, smá hnökrar fyrst en gengur nú vel en ég verð að játa að mér þykir þetta svolítið spennandi (smá æsandi stundum) að sjá hana og brjóstin í þessu nýja hlutverki og ég er forvitinn um hvernig þetta er. Get ég talað um þetta við hana? Jafnvel fengið að prófa eða er þetta bara fáránlegt?SVAR: Brjóstagjöf er ákaflega áhugavert tímabil. Brjóstin tútna út af mjólk og verða stór og stinn og svo sprautast úr þeim hvítur vökvi í allar áttir. Ég man eftir miklum umræðum í einum Friends-þætti þar sem Ross smakkaði brjóstamjólk (reyndar úr pela) og skolaði henni niður með kexkökum. Þar sem ég hef í tvígang verið með barn á brjósti þá kemur þessi umræða alltaf upp, bæði útlit brjóstanna og svo hvort eigi ekki að smakka á henni.Þá veit ég um maka sem hafa þurft að tappa af stútfullum, glerhörðum brjóstum. Þó er þetta ekki tengt kynferðislegri örvun, meira forvitni eins og þú spyrð um. Þó eru til hópar af fólki sem er með ákveðið blæti fyrir brjóstagjöf og stundar hana í sínu kynlífi (löngu eftir að börnin eru hætt á brjósti) en það er ekki það sem þú ert að spyrja um, held ég. Sumum mökum þykir konan munúðarfull með þennan nýja líkama, í þessu nýja mikilvæga hlutverki. Þetta á þó ekki alltaf við um konurnar. Brjóstagjöf er krefjandi og getur verið þreytandi, bæði fyrir sál og líkama. Konum líður oft illa með líkama sinn eftir fæðingu og kvarta oft undan kyndeyfð (minni kynlöngun) og jafnvel leggangaþurrki. Því getur samlíf pars á tíma brjóstagjafarinnar verið misjafnt þar sem fleiri áhrifavaldar teljast til, ásamt því að hugsa um lítið barn. Ég legg því til að þú ræðir þetta við hana. Hjá sumum konum lekur brjóstamjólk við kynferðislega örvun og það gæti verið örvandi fyrir ykkur bæði, ef hún er til í að stunda kynlíf með þér. Eins og ég segi, þetta er krefjandi tímabil fyrir móðurina svo endilega sýndu henni smá aukaskammt af þolinmæði og stuðning en umfram allt, talið saman. Gangi ykkur vel.
Sigga Dögg Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sjá meira