Bjáni eignast barn Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar 18. september 2013 06:00 Ég gerði heiðarlega tilraun að beiðni næstelstu dóttur minnar til að taka að mér kött þegar við bjuggum í San Diego. Mig langaði sjálfa minna en ekkert að halda kött vitandi að það myndi að mestu lenda á okkur foreldrunum að sinna dýrinu. Mér fannst ég hafa alveg nóg á minni könnu, með fjögur börn í heimili og þar af tvo óvita. Nýfæddan son og stúlkubarn á öðru ári á handlegg. En örþreyttar ungamæður eru til alls líklegar og sérlega auðvelt að ráðskast með þær svo það varð úr að ég fór á stúfana og heimsótti The Pet Humane Society. Afskaplega virðuleg stofnun sem tekur að sér umsjá flækingskatta. Þar er þeim séð fyrir mubleruðum smáherbergjum, mat og strokum, jafnvel teiknimyndasýningum. Það er skemmst frá því að segja að ég þótti ekki, þá 39 ára fjögurra barna móðir, hæf til að taka að mér flækingskött. Fyrir því voru nokkrar ástæður en steininn tók úr þegar ég neitaði að láta börnin mín gangast undir mat stofnunarinnar á hæfni þeirra til að umgangast dýr. Ég sýndi samt samstarfsvilja og gat sæst á að stelpurnar eldri tvær kæmu með mér í heimsókn en að ungabörnin sættu skoðun fannst mér í hæsta máta heimskulegt. The Pet Humane Society átti lokaorðið. Þeim varð ekki haggað. Óhæf.Óundirbúnir bjánar Þetta vakti mig til umhugsunar um það að enginn hafði spurt um hæfni mína til að ala upp börn. Þegar ég lít til baka veit ég að oft hefðu slíkar efasemdir fyllilega átt rétt á sér. Og til að einfalda ykkur, ágætu lesendur, að skipa ykkur í hópa sem dæmið mér í hag eða óhag þá vil ég játa að ég hef látið minn eigin starfsframa, skemmtanagleði og ástarsambönd bitna á börnunum mínum. Á köflum hef ég sjálfsagt vanrækt þau í þágu sjálfrar mín og á þeirra kostnað. Til allrar hamingju og börnunum til happs hafði ég bæði fjárráð og vit til að ráða afskaplega góðar barnfóstrur til að hjálpa mér fyrstu árin í lífi barnanna minna allra. Ég viðurkenni fúslega að ég hefði einfaldlega ekki getað þetta án góðrar og dyggrar aðstoðar og á þeim góðu konum allt að þakka. Lífið er ósanngjarnt. Það er fjöldinn allur til af hæfu fólki sem vill ekkert heitar en eignast börn en getur það af einhverjum sökum ekki. Hitt er jafnvíst að óundirbúnir bjánar eignast börn eins og að drekka vatn, um það er ég sjálf lifandi dæmi. Það sem kannski er alvarlegast er að ekkert í okkar uppeldi og menningu reynir að hindra það.Þurfum að bregðast við Ég var 26 ára þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn, alls ekkert smábarn lengur og hlaut fyrir vikið nafnbótina gömul frumbyrja á fæðingardeild Landspítalans. Ég fékk fyrirtaksþjálfun í brjóstagjöf, umönnun naflans og vitneskju um að ég mætti eiga von á því að verða vonlítil og sorgmædd á fyrstu sólarhringunum eftir fæðingu. Það stóð heima. Á þriðja sólarhring í lífi barnsins var ég óhuggandi og grét eins garðkanna. Það hafði hins vegar enginn sagt mér hversu innihalds- og tilbreytingarlitlar samverustundir við ungabörn geta verið. Hvað andvökunætur og óværð geta tekið mann á taugum. Hvað það er erfitt að vera ungt einstætt foreldri og hafa ekki í kringum sig stórfjölskyldu sem hleypur undir bagga. Um þessar staðreyndir hafði enginn tjáð sig, allir höfðu passað sig á því að grjóthalda kjafti um það sem mestu máli skiptir. Það er ekki ný saga heldur saga svo ótal margra kvenna og í auknum mæli á síðustu áratugum líka saga einstæðra feðra. Það kann að vera að fólk haldi að hlutirnir hafi breyst á þeim 18 árum sem liðin eru frá því að ég ól mitt fyrsta barn og að fólk sé betur upplýst um það mikla starf og þá ábyrgð sem því fylgir að verða foreldri. Því miður bendir fátt til þess og tölur um vanrækslu og ofbeldi á börnum á Íslandi eru svo háar að erlendar eftirlitsstofnanir gera við það alvarlegar athugasemdir. Við þessu þurfum við að bregðast. Það má gera með aukinni fræðslu til ungs fólks á síðari stigum grunnskóla og í menntaskólum. Við verðum að kenna það markvisst hvað umönnun barna raunverulega þýðir og hvaða kostnað og fórnir það útheimtir af viðkomandi eigi vel að vera. Stuðningur við unga foreldra þyrfti að vera tiltækur svo á nóttu sem á degi í einhverju formi. Það er svo mikið í húfi. Við erum öll að gera okkar besta. En okkur skortir enn forsendur og fræðslu til að gera betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Ólína Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ég gerði heiðarlega tilraun að beiðni næstelstu dóttur minnar til að taka að mér kött þegar við bjuggum í San Diego. Mig langaði sjálfa minna en ekkert að halda kött vitandi að það myndi að mestu lenda á okkur foreldrunum að sinna dýrinu. Mér fannst ég hafa alveg nóg á minni könnu, með fjögur börn í heimili og þar af tvo óvita. Nýfæddan son og stúlkubarn á öðru ári á handlegg. En örþreyttar ungamæður eru til alls líklegar og sérlega auðvelt að ráðskast með þær svo það varð úr að ég fór á stúfana og heimsótti The Pet Humane Society. Afskaplega virðuleg stofnun sem tekur að sér umsjá flækingskatta. Þar er þeim séð fyrir mubleruðum smáherbergjum, mat og strokum, jafnvel teiknimyndasýningum. Það er skemmst frá því að segja að ég þótti ekki, þá 39 ára fjögurra barna móðir, hæf til að taka að mér flækingskött. Fyrir því voru nokkrar ástæður en steininn tók úr þegar ég neitaði að láta börnin mín gangast undir mat stofnunarinnar á hæfni þeirra til að umgangast dýr. Ég sýndi samt samstarfsvilja og gat sæst á að stelpurnar eldri tvær kæmu með mér í heimsókn en að ungabörnin sættu skoðun fannst mér í hæsta máta heimskulegt. The Pet Humane Society átti lokaorðið. Þeim varð ekki haggað. Óhæf.Óundirbúnir bjánar Þetta vakti mig til umhugsunar um það að enginn hafði spurt um hæfni mína til að ala upp börn. Þegar ég lít til baka veit ég að oft hefðu slíkar efasemdir fyllilega átt rétt á sér. Og til að einfalda ykkur, ágætu lesendur, að skipa ykkur í hópa sem dæmið mér í hag eða óhag þá vil ég játa að ég hef látið minn eigin starfsframa, skemmtanagleði og ástarsambönd bitna á börnunum mínum. Á köflum hef ég sjálfsagt vanrækt þau í þágu sjálfrar mín og á þeirra kostnað. Til allrar hamingju og börnunum til happs hafði ég bæði fjárráð og vit til að ráða afskaplega góðar barnfóstrur til að hjálpa mér fyrstu árin í lífi barnanna minna allra. Ég viðurkenni fúslega að ég hefði einfaldlega ekki getað þetta án góðrar og dyggrar aðstoðar og á þeim góðu konum allt að þakka. Lífið er ósanngjarnt. Það er fjöldinn allur til af hæfu fólki sem vill ekkert heitar en eignast börn en getur það af einhverjum sökum ekki. Hitt er jafnvíst að óundirbúnir bjánar eignast börn eins og að drekka vatn, um það er ég sjálf lifandi dæmi. Það sem kannski er alvarlegast er að ekkert í okkar uppeldi og menningu reynir að hindra það.Þurfum að bregðast við Ég var 26 ára þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn, alls ekkert smábarn lengur og hlaut fyrir vikið nafnbótina gömul frumbyrja á fæðingardeild Landspítalans. Ég fékk fyrirtaksþjálfun í brjóstagjöf, umönnun naflans og vitneskju um að ég mætti eiga von á því að verða vonlítil og sorgmædd á fyrstu sólarhringunum eftir fæðingu. Það stóð heima. Á þriðja sólarhring í lífi barnsins var ég óhuggandi og grét eins garðkanna. Það hafði hins vegar enginn sagt mér hversu innihalds- og tilbreytingarlitlar samverustundir við ungabörn geta verið. Hvað andvökunætur og óværð geta tekið mann á taugum. Hvað það er erfitt að vera ungt einstætt foreldri og hafa ekki í kringum sig stórfjölskyldu sem hleypur undir bagga. Um þessar staðreyndir hafði enginn tjáð sig, allir höfðu passað sig á því að grjóthalda kjafti um það sem mestu máli skiptir. Það er ekki ný saga heldur saga svo ótal margra kvenna og í auknum mæli á síðustu áratugum líka saga einstæðra feðra. Það kann að vera að fólk haldi að hlutirnir hafi breyst á þeim 18 árum sem liðin eru frá því að ég ól mitt fyrsta barn og að fólk sé betur upplýst um það mikla starf og þá ábyrgð sem því fylgir að verða foreldri. Því miður bendir fátt til þess og tölur um vanrækslu og ofbeldi á börnum á Íslandi eru svo háar að erlendar eftirlitsstofnanir gera við það alvarlegar athugasemdir. Við þessu þurfum við að bregðast. Það má gera með aukinni fræðslu til ungs fólks á síðari stigum grunnskóla og í menntaskólum. Við verðum að kenna það markvisst hvað umönnun barna raunverulega þýðir og hvaða kostnað og fórnir það útheimtir af viðkomandi eigi vel að vera. Stuðningur við unga foreldra þyrfti að vera tiltækur svo á nóttu sem á degi í einhverju formi. Það er svo mikið í húfi. Við erum öll að gera okkar besta. En okkur skortir enn forsendur og fræðslu til að gera betur.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun