Miðasala á RIFF hefst á morgun 18. september 2013 08:45 Undirbúningur hefur verið í fullum gangi fyrir RIFF-kvikmyndahátíðina. fréttablaðið/pjetur Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, RIFF, hefst fimmtudaginn 26. september með frumsýningu á nýrri íslenskri mynd, Svona er Sanlitun, í leikstjórn Róberts Douglas. Hátíðinni, sem er sú tíunda í röðinni, lýkur 6. október með sýningu Lífs Adele, sem fékk Gullpálmann í Cannes. Miðasala hefst á morgun, fimmtudag, á Riff.is. Hátíðin hefur stækkað ört á undanförnum árum og fara sýningar fram í stórum sölum í Háskólabíói, Tjarnarbíói og í Norræna húsinu. Auk þess verður kvikmyndadagskrá RIFF úti um alla borg í litlum verslunum, á hárgreiðslustofum og hótelum undir nafninu RIFF Around Town. Þá teygir verkefnið RIFF úti á landi sig út um allt Ísland. Margar glænýjar myndir verða sýndar á hátíðinni eftir þekkta leikstjóra á borð við Jonathan Demme og Lukas Moodysson. Einnig verða sýndar framsæknar myndir eftir nýja leikstjóra sem keppa um Gyllta lundann. Á meðal mynda í ár eru Nestisboxið, sem sló í gegn á Cannes-hátíðinni í vor, Aðeins elskendur eftirlifandi eftir Jim Jarmusch og Snertur af synd eftir hinn kínverska Jia Zhangke. Einnig verða fimm grískar myndir sýndar. Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, RIFF, hefst fimmtudaginn 26. september með frumsýningu á nýrri íslenskri mynd, Svona er Sanlitun, í leikstjórn Róberts Douglas. Hátíðinni, sem er sú tíunda í röðinni, lýkur 6. október með sýningu Lífs Adele, sem fékk Gullpálmann í Cannes. Miðasala hefst á morgun, fimmtudag, á Riff.is. Hátíðin hefur stækkað ört á undanförnum árum og fara sýningar fram í stórum sölum í Háskólabíói, Tjarnarbíói og í Norræna húsinu. Auk þess verður kvikmyndadagskrá RIFF úti um alla borg í litlum verslunum, á hárgreiðslustofum og hótelum undir nafninu RIFF Around Town. Þá teygir verkefnið RIFF úti á landi sig út um allt Ísland. Margar glænýjar myndir verða sýndar á hátíðinni eftir þekkta leikstjóra á borð við Jonathan Demme og Lukas Moodysson. Einnig verða sýndar framsæknar myndir eftir nýja leikstjóra sem keppa um Gyllta lundann. Á meðal mynda í ár eru Nestisboxið, sem sló í gegn á Cannes-hátíðinni í vor, Aðeins elskendur eftirlifandi eftir Jim Jarmusch og Snertur af synd eftir hinn kínverska Jia Zhangke. Einnig verða fimm grískar myndir sýndar.
Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira