Hangandi brjóst og hitakóf Teitur Guðmundsson skrifar 17. september 2013 06:00 Sumir eru hreinskilnari en aðrir, láta bara allt flakka og nenna ekki að vefja orðunum í einhverja dúnsæng áður en þau eru sögð. Aðrir komast upp með að segja nánast hvað sem er við hvern sem er. Þeir nota jafnvel gamanmál og það er ekki ólíklegt að maður hafi gaman af lýsingum þeim sem slíkir aðilar koma með þó að undirtónninn sé alvarlegur. Það er nefnilega oft þannig þegar um málefni er að ræða sem geta legið þungt á viðkomandi, valdið pirringi og vanlíðan, jafnvel sársauka, að húmor getur auðveldað samskipti. Þar með er ég ekki að draga úr mikilvægi þess að tækla vanda viðkomandi, þvert á móti. Sum vandamál eru þess eðlis að þau eru að vissu leyti feimnismál, persónuleg og einstaklingarnir nálgast þau á mismunandi hátt, sem er eðlilegt. Í því felst hin skemmtilega fjölbreytni læknisstarfsins að þurfa að koma til móts við væntingar og hegðun skjólstæðinga hverju sinni. Konur sem eru að ganga í gegnum tíðahvörf kvarta oftsinnis um einkenni sem getur verið erfitt að eiga við. Miklar hormónabreytingar eiga sér stað sem geta valdið skapsveiflum, svefntruflun, þyngdaraukningu og ýmsu til viðbótar. Slíkt gerir það að verkum að margar upplifa þennan tíma sem erfiðan og það er í raun áskorun að ganga í gegnum þetta tímabil.„Ég nenni þessu ekki“ „Ég nenni þessu ekki,“ sagði ein konan um daginn við mig á stofu, „ég er búin að tapa brjóstunum og kynlönguninni, fitna og er stöðugt í einhverju hitakófi. Geturðu ekki reddað þessu í hvelli?“ Þessu er ekki auðsvarað og yfirleitt hefur liðið langur tími þar til þessi einkenni tíðahvarfa koma fram af fullum þunga. Þá eru einnig til konur sem finna lítið sem ekkert fyrir tíðahvörfum, svo það er ójafnt skipt. Mikilvægt er að átta sig á því að ekki er til neinn ákveðinn aldur þar sem þetta ferli hefst en almennt má segja að konur um fertugt byrji að framleiða minna af kvenhormónum, en þau stýra blæðingum og egglosi, sem aftur gerir það að verkum að frjósemi þeirra minnkar. Það lengist á milli blæðinga eða það verða truflanir á þeim þar til þær hætta alveg, sem að meðaltali er í kringum fimmtugt. Ýmsar ástæður eru til fyrir því að konur fari fyrr inn í tíðahvörf og má þar nefna aðgerðir þar sem leg og/eða eggjastokkar eru fjarlægðir, krabbameinsmeðferð og við sjálfsónæmissjúkdóma. Þegar hormónavörn kvenna er ekki lengur til staðar aukast líkur á hjarta- og æðasjúkdómum og því er mikilvægt fyrir þær að fylgjast með áhættuþáttum og stunda heilbrigt líferni. Þá minnkar beinmassi hratt eftir tíðahvörf og er afar mikilvægt fyrir konur að láta mæla beinþéttni sína af og til, stunda reglubundna hreyfingu og neyta kalks og D-vítamíns. Hormónaskorturinn dregur úr teygjanleika þvagrásarinnar með tilhneigingu til þvagleka og blöðruvandamála, brjóstin minnka og skreppa saman. Þetta ástand veldur líka slímhúðarþurrki í kynfærum, dregur úr næmni og ýtir undir óþægindi vegna þessa bæði almennt og við það að stunda kynlíf. Slíkt dregur úr löngun og getu, en talið er að ríflega 40% kvenna finni fyrir slíkri truflun í kjölfar tíðahvarfa.Lykilvenjur Yfirleitt finna konur það best sjálfar þegar breytingar verða á þessari viðkvæmu hormónastarfssemi og leita sér þá aðstoðar. Einkennin eru mismikil og hafa mismunandi áhrif á konur og umhverfi þeirra. Greiningin felst aðallega í sögunni, stundum mælingum á hormónum og jafnvel skoðun. Meðferðin byggir fyrst og fremst á meðhöndlun einkenna. Mikil umræða átti sér stað um uppbótarmeðferð og þarf að vega og meta slíkt hverju sinni, staðbundin meðferð sem beinist að slímhúð kynfæra, þunglyndis og kvíðalyf, beinþéttnilyf og ýmislegt fleira er til. Allar konur ættu þó að hafa í huga að ákveðnar aðstæður, næring og venjur geta ýtt undir einkenni. Reykingar geta til dæmis flýtt fyrir tíðahvörfum, aukið einkenni þeirra og líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum, beinþynningu og krabbameinum. Skynsamlegt er að draga úr koffeindrykkjum, það bætir svefn og dregur úr hitakófi. Stunda kynlíf reglubundið, en slíkt eykur blóðflæði og viðheldur slímhúð kynfæra, ef þarf með hjálp sleipiefnis. Draga úr streitu, gera slökunaræfingar og grindarbotnsæfingar auk þess að stunda reglubundna hreyfingu og jafnvægi í mataræði. Lykilvenjur sem geta haft afgerandi áhrif á lífsánægju kvenna á þessu tímabili í lífi þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Sumir eru hreinskilnari en aðrir, láta bara allt flakka og nenna ekki að vefja orðunum í einhverja dúnsæng áður en þau eru sögð. Aðrir komast upp með að segja nánast hvað sem er við hvern sem er. Þeir nota jafnvel gamanmál og það er ekki ólíklegt að maður hafi gaman af lýsingum þeim sem slíkir aðilar koma með þó að undirtónninn sé alvarlegur. Það er nefnilega oft þannig þegar um málefni er að ræða sem geta legið þungt á viðkomandi, valdið pirringi og vanlíðan, jafnvel sársauka, að húmor getur auðveldað samskipti. Þar með er ég ekki að draga úr mikilvægi þess að tækla vanda viðkomandi, þvert á móti. Sum vandamál eru þess eðlis að þau eru að vissu leyti feimnismál, persónuleg og einstaklingarnir nálgast þau á mismunandi hátt, sem er eðlilegt. Í því felst hin skemmtilega fjölbreytni læknisstarfsins að þurfa að koma til móts við væntingar og hegðun skjólstæðinga hverju sinni. Konur sem eru að ganga í gegnum tíðahvörf kvarta oftsinnis um einkenni sem getur verið erfitt að eiga við. Miklar hormónabreytingar eiga sér stað sem geta valdið skapsveiflum, svefntruflun, þyngdaraukningu og ýmsu til viðbótar. Slíkt gerir það að verkum að margar upplifa þennan tíma sem erfiðan og það er í raun áskorun að ganga í gegnum þetta tímabil.„Ég nenni þessu ekki“ „Ég nenni þessu ekki,“ sagði ein konan um daginn við mig á stofu, „ég er búin að tapa brjóstunum og kynlönguninni, fitna og er stöðugt í einhverju hitakófi. Geturðu ekki reddað þessu í hvelli?“ Þessu er ekki auðsvarað og yfirleitt hefur liðið langur tími þar til þessi einkenni tíðahvarfa koma fram af fullum þunga. Þá eru einnig til konur sem finna lítið sem ekkert fyrir tíðahvörfum, svo það er ójafnt skipt. Mikilvægt er að átta sig á því að ekki er til neinn ákveðinn aldur þar sem þetta ferli hefst en almennt má segja að konur um fertugt byrji að framleiða minna af kvenhormónum, en þau stýra blæðingum og egglosi, sem aftur gerir það að verkum að frjósemi þeirra minnkar. Það lengist á milli blæðinga eða það verða truflanir á þeim þar til þær hætta alveg, sem að meðaltali er í kringum fimmtugt. Ýmsar ástæður eru til fyrir því að konur fari fyrr inn í tíðahvörf og má þar nefna aðgerðir þar sem leg og/eða eggjastokkar eru fjarlægðir, krabbameinsmeðferð og við sjálfsónæmissjúkdóma. Þegar hormónavörn kvenna er ekki lengur til staðar aukast líkur á hjarta- og æðasjúkdómum og því er mikilvægt fyrir þær að fylgjast með áhættuþáttum og stunda heilbrigt líferni. Þá minnkar beinmassi hratt eftir tíðahvörf og er afar mikilvægt fyrir konur að láta mæla beinþéttni sína af og til, stunda reglubundna hreyfingu og neyta kalks og D-vítamíns. Hormónaskorturinn dregur úr teygjanleika þvagrásarinnar með tilhneigingu til þvagleka og blöðruvandamála, brjóstin minnka og skreppa saman. Þetta ástand veldur líka slímhúðarþurrki í kynfærum, dregur úr næmni og ýtir undir óþægindi vegna þessa bæði almennt og við það að stunda kynlíf. Slíkt dregur úr löngun og getu, en talið er að ríflega 40% kvenna finni fyrir slíkri truflun í kjölfar tíðahvarfa.Lykilvenjur Yfirleitt finna konur það best sjálfar þegar breytingar verða á þessari viðkvæmu hormónastarfssemi og leita sér þá aðstoðar. Einkennin eru mismikil og hafa mismunandi áhrif á konur og umhverfi þeirra. Greiningin felst aðallega í sögunni, stundum mælingum á hormónum og jafnvel skoðun. Meðferðin byggir fyrst og fremst á meðhöndlun einkenna. Mikil umræða átti sér stað um uppbótarmeðferð og þarf að vega og meta slíkt hverju sinni, staðbundin meðferð sem beinist að slímhúð kynfæra, þunglyndis og kvíðalyf, beinþéttnilyf og ýmislegt fleira er til. Allar konur ættu þó að hafa í huga að ákveðnar aðstæður, næring og venjur geta ýtt undir einkenni. Reykingar geta til dæmis flýtt fyrir tíðahvörfum, aukið einkenni þeirra og líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum, beinþynningu og krabbameinum. Skynsamlegt er að draga úr koffeindrykkjum, það bætir svefn og dregur úr hitakófi. Stunda kynlíf reglubundið, en slíkt eykur blóðflæði og viðheldur slímhúð kynfæra, ef þarf með hjálp sleipiefnis. Draga úr streitu, gera slökunaræfingar og grindarbotnsæfingar auk þess að stunda reglubundna hreyfingu og jafnvægi í mataræði. Lykilvenjur sem geta haft afgerandi áhrif á lífsánægju kvenna á þessu tímabili í lífi þeirra.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun