Ráðherra yfirsést fíll Ólafur Þ. Stephensen skrifar 14. september 2013 07:00 Afleitt ástand í starfsmannamálum Landspítalans hefur verið til umfjöllunar að undanförnu, enda hefur keyrt um þverbak nú í sumar. Eitt af lykilsviðum spítalans, lyflækningasviðið, er skelfilega undirmannað og þar hefur verið unnið eftir neyðaráætlun síðustu vikur. Tuttugu yfirlæknar og prófessorar við Landspítalann skrifuðu grein í Fréttablaðið fyrr í vikunni, þar sem þeir lýsa ástandinu á lyflækningasviðinu. Þar er álagið á lækna gríðarlegt, starfsaðstaðan léleg og starfsánægja í lágmarki. Undanfarin ár hafa sífellt færri ungir læknar valið að sérhæfa sig til framhaldsnáms í lyflækningum og leitað fremur á önnur mið. Fyrir fjórum árum voru 24 almennir (ungir) læknar starfandi á sviðinu, nú eru þeir færri en tíu. Fyrir vikið eykst álagið á sérfræðingum sviðsins, sem eru líka farnir að hugsa sér til hreyfings. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra má eiga það að hann brást skjótt við ástandinu á lyflækningasviðinu með því að kynna aðgerðir sem eiga að létta álaginu af læknunum þar. Samkvæmt aðgerðaplaninu á að fjölga hjúkrunarrýmum til að flýta fyrir útskrift sjúklinga af spítalanum, ráða nýjan yfirlækni, efla framhaldsmenntun í lyflækningum og auka stuðning annarra heilbrigðisstétta við læknana, svo það helzta sé talið. Svo á að skipa starfshópa og endurskoða skipulag læknisþjónustu í landinu, sem leysir engan vanda í bráð en hugsanlega í lengd. Ráðherrann sagði í grein í Fréttablaðinu í gær að með áætluninni væri „tekið á flestum ef ekki öllum þeim þáttum sem læknarnir lýsa áhyggjum sínum yfir“ og vísaði þar í grein læknanna. Ráðherrann undanskilur þó einn þátt, sem telja má aðalatriðið í greininni – talar með öðrum orðum ekki um fílinn í stofunni. Það er sú staðreynd, að Ísland getur ekki keppt við nágrannalöndin um starfsfólk. Spítalar í hinum norrænu ríkjunum og í Bandaríkjunum bjóða miklu hærri laun, betri aðstöðu, minna álag og fjölskylduvænni vinnutíma. Læknarnir tuttugu lýstu þessu í grein sinni; bæði almennir læknar og sérfræðingar flýja LSH. Almennu læknarnir drífa sig í sérfræðinám og koma ekki heim aftur. Sérfræðingunum er tekið fagnandi, enda hafa þeir „menntað sig með ærnum tilkostnaði og fyrirhöfn við bestu háskólasjúkrahús í Evrópu og N-Ameríku“. Eins og tuttugumenningarnir sögðu í grein sinni, var ekkert ófyrirséð við þessa stöðu. Varað hefur verið við yfirvofandi læknaskorti undanfarin ár. Síðasta ríkisstjórn skellti skollaeyrum við þeim viðvörunum og taldi frekar að það ætti að lækka læknana í launum en borga þeim samkeppnishæft kaup. Það er brýnt að spara í heilbrigðiskerfinu, en ekki hægt að loka augunum fyrir þeirri staðreynd að læknar og hjúkrunarfræðingar eru eftirsótt, alþjóðlega hreyfanlegt starfsfólk sem lætur hvorki bjóða sér lág laun né afleita vinnuaðstöðu til frambúðar. Sú róttæka endurhugsun sem þörf er á í heilbrigðiskerfinu þarf að innihalda einhverja stefnu um hvernig er brugðizt við alþjóðlegri samkeppni um þetta fólk. Hjá því verður einfaldlega ekki komizt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Afleitt ástand í starfsmannamálum Landspítalans hefur verið til umfjöllunar að undanförnu, enda hefur keyrt um þverbak nú í sumar. Eitt af lykilsviðum spítalans, lyflækningasviðið, er skelfilega undirmannað og þar hefur verið unnið eftir neyðaráætlun síðustu vikur. Tuttugu yfirlæknar og prófessorar við Landspítalann skrifuðu grein í Fréttablaðið fyrr í vikunni, þar sem þeir lýsa ástandinu á lyflækningasviðinu. Þar er álagið á lækna gríðarlegt, starfsaðstaðan léleg og starfsánægja í lágmarki. Undanfarin ár hafa sífellt færri ungir læknar valið að sérhæfa sig til framhaldsnáms í lyflækningum og leitað fremur á önnur mið. Fyrir fjórum árum voru 24 almennir (ungir) læknar starfandi á sviðinu, nú eru þeir færri en tíu. Fyrir vikið eykst álagið á sérfræðingum sviðsins, sem eru líka farnir að hugsa sér til hreyfings. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra má eiga það að hann brást skjótt við ástandinu á lyflækningasviðinu með því að kynna aðgerðir sem eiga að létta álaginu af læknunum þar. Samkvæmt aðgerðaplaninu á að fjölga hjúkrunarrýmum til að flýta fyrir útskrift sjúklinga af spítalanum, ráða nýjan yfirlækni, efla framhaldsmenntun í lyflækningum og auka stuðning annarra heilbrigðisstétta við læknana, svo það helzta sé talið. Svo á að skipa starfshópa og endurskoða skipulag læknisþjónustu í landinu, sem leysir engan vanda í bráð en hugsanlega í lengd. Ráðherrann sagði í grein í Fréttablaðinu í gær að með áætluninni væri „tekið á flestum ef ekki öllum þeim þáttum sem læknarnir lýsa áhyggjum sínum yfir“ og vísaði þar í grein læknanna. Ráðherrann undanskilur þó einn þátt, sem telja má aðalatriðið í greininni – talar með öðrum orðum ekki um fílinn í stofunni. Það er sú staðreynd, að Ísland getur ekki keppt við nágrannalöndin um starfsfólk. Spítalar í hinum norrænu ríkjunum og í Bandaríkjunum bjóða miklu hærri laun, betri aðstöðu, minna álag og fjölskylduvænni vinnutíma. Læknarnir tuttugu lýstu þessu í grein sinni; bæði almennir læknar og sérfræðingar flýja LSH. Almennu læknarnir drífa sig í sérfræðinám og koma ekki heim aftur. Sérfræðingunum er tekið fagnandi, enda hafa þeir „menntað sig með ærnum tilkostnaði og fyrirhöfn við bestu háskólasjúkrahús í Evrópu og N-Ameríku“. Eins og tuttugumenningarnir sögðu í grein sinni, var ekkert ófyrirséð við þessa stöðu. Varað hefur verið við yfirvofandi læknaskorti undanfarin ár. Síðasta ríkisstjórn skellti skollaeyrum við þeim viðvörunum og taldi frekar að það ætti að lækka læknana í launum en borga þeim samkeppnishæft kaup. Það er brýnt að spara í heilbrigðiskerfinu, en ekki hægt að loka augunum fyrir þeirri staðreynd að læknar og hjúkrunarfræðingar eru eftirsótt, alþjóðlega hreyfanlegt starfsfólk sem lætur hvorki bjóða sér lág laun né afleita vinnuaðstöðu til frambúðar. Sú róttæka endurhugsun sem þörf er á í heilbrigðiskerfinu þarf að innihalda einhverja stefnu um hvernig er brugðizt við alþjóðlegri samkeppni um þetta fólk. Hjá því verður einfaldlega ekki komizt.
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun