Karlar í veldi sínu Stígur Helgason skrifar 13. september 2013 07:00 Á Íslandi eru fáir staðir jafndásamlega þýskir og núdistapallurinn á Sundhöll Reykjavíkur. Hvergi annars staðar getur maður legið á bekk, notið sjaldgæfrar veðurblíðunnar og fylgst um leið með allsberum gömlum manni skokka löturhægt í hringi með sundskýluna sína í hendinni. Sjálfur hef ég reyndar ekki komist upp á lagið með að striplast þarna til fullnustu. Það er ekki bara vegna þess að fólkið í elliblokkinni við hliðina á hefur mjög gott útsýni yfir pallinn heldur grunar mig að þar spili inn í minningin um það þegar sturtuvörðurinn stoppaði mig, sirka ellefu ára (alltént á viðkvæmasta aldri), hálfum metra áður en ég yfirgaf sturtuklefann enn þá með skýluna í lúkunum á leiðinni í skólasund. Mér hefur hins vegar fundist ég skuldbundinn Sundhöllinni allar götur eftir þessa félagslífgjöf og stundað pallinn grimmt. Í sumarlok lá ég þar á bekk, einu sinni sem oftar, þegar upphófust maraþonsamræður um allt milli himins og jarðar á milli nokkurra sóldýrkenda á miðjum aldri. „Kunningi minn er lögfræðingur, og mágur hans er hálfþroskaheftur,“ var byrjunin á einum samtalsleggjanna, sem voru hver öðrum kostulegri og hverfðust um allt frá genetísku vaxtarlagi lögregluþjóna til þess hvílík blessun verðbólgan hefði verið íslenskum heimilum á árum áður. Þegar mig þraut loks örendið sneri ég mér á magann til að koma í veg fyrir að þessir kviknöktu vinir mínir sæju mig reyna að bæla niður hláturinn, en þá blasti við mér skorpinn pungur sem kreistist út á milli læranna á manninum á næsta bekk fyrir aftan mig þar sem hann lá í einhvers konar læstri hliðarlegu og brann á síðunni. En ég lét það ekkert á mig fá og gerði heldur að mínum orð þess skrafhreifnasta, sem lá yfirvaraskeggjaður og spengilegur, kviknakinn með krosslagða fætur, höfuðið röngu megin á bekknum og spenntar greipar undir því, og sagði hátt og snjallt (og reynum að horfa framhjá því að hann hafi verið að tala um viðskilnaðinn við eiginkonuna til aldarfjórðungs): „Mér finnst ég aldrei hafa verið eins frjáls og núna.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stígur Helgason Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun
Á Íslandi eru fáir staðir jafndásamlega þýskir og núdistapallurinn á Sundhöll Reykjavíkur. Hvergi annars staðar getur maður legið á bekk, notið sjaldgæfrar veðurblíðunnar og fylgst um leið með allsberum gömlum manni skokka löturhægt í hringi með sundskýluna sína í hendinni. Sjálfur hef ég reyndar ekki komist upp á lagið með að striplast þarna til fullnustu. Það er ekki bara vegna þess að fólkið í elliblokkinni við hliðina á hefur mjög gott útsýni yfir pallinn heldur grunar mig að þar spili inn í minningin um það þegar sturtuvörðurinn stoppaði mig, sirka ellefu ára (alltént á viðkvæmasta aldri), hálfum metra áður en ég yfirgaf sturtuklefann enn þá með skýluna í lúkunum á leiðinni í skólasund. Mér hefur hins vegar fundist ég skuldbundinn Sundhöllinni allar götur eftir þessa félagslífgjöf og stundað pallinn grimmt. Í sumarlok lá ég þar á bekk, einu sinni sem oftar, þegar upphófust maraþonsamræður um allt milli himins og jarðar á milli nokkurra sóldýrkenda á miðjum aldri. „Kunningi minn er lögfræðingur, og mágur hans er hálfþroskaheftur,“ var byrjunin á einum samtalsleggjanna, sem voru hver öðrum kostulegri og hverfðust um allt frá genetísku vaxtarlagi lögregluþjóna til þess hvílík blessun verðbólgan hefði verið íslenskum heimilum á árum áður. Þegar mig þraut loks örendið sneri ég mér á magann til að koma í veg fyrir að þessir kviknöktu vinir mínir sæju mig reyna að bæla niður hláturinn, en þá blasti við mér skorpinn pungur sem kreistist út á milli læranna á manninum á næsta bekk fyrir aftan mig þar sem hann lá í einhvers konar læstri hliðarlegu og brann á síðunni. En ég lét það ekkert á mig fá og gerði heldur að mínum orð þess skrafhreifnasta, sem lá yfirvaraskeggjaður og spengilegur, kviknakinn með krosslagða fætur, höfuðið röngu megin á bekknum og spenntar greipar undir því, og sagði hátt og snjallt (og reynum að horfa framhjá því að hann hafi verið að tala um viðskilnaðinn við eiginkonuna til aldarfjórðungs): „Mér finnst ég aldrei hafa verið eins frjáls og núna.“