Meiri hiphop-áhrif hjá Arctic Monkeys Freyr Bjarnason skrifar 12. september 2013 08:00 Rokkararnir í Arctic Monkeys frá Sheffield á Englandi hafa gefið út sína fimmtu breiðskífu. Hún kemur út á vegum Domino og nefnist AM. Upptökustjórn annaðist James Ford sem hefur unnið með hljómsveitinni síðan 2007. Honum til aðstoðar var Ross Orton og fóru upptökurnar fram í Los Angeles og Joshua Tree í Kaliforníu. Gestur á plötunni var Josh Homme úr Queens of the Stone Age, sem var einmitt annar af upptökustjórum þriðju plötu Arctic Monkeys, Humbug. Forsprakki Arctic Monkeys, Alex Turner, var einmitt gestur á nýjustu plötu Queens of the Stone Age, …Like Clockwork. Einnig spiluðu á AM þeir Pete Thomas, sem hefur trommað með Elvis Costello og Tom Waits, og Bill Ryder-Jones, fyrrverandi meðlimur ensku sveitarinnar The Coral. Fyrstu tvær plötur Arctic Monkeys, Whatever People Say I Am, That's What I'm Not og Favourite Worst Nightmare, höfðu yfir sér ungæðislegan blæ þar sem krafturinn var í fyrirrúmi. Tónninn á Humbug var þroskaðri og fágaðri þar sem gítarsóló fengu að njóta sín meira en áður. Síðasta plata, Suck it and See, hafði yfir sér léttara yfirbragð en Humbug og fékk fína dóma eins og flestar plötur Arctic Monkeys hafa fengið. Í viðtali á vefsíðu BBC segir Alex Turner hljómsveitina vera undir áhrifum frá hiphop-tónlist á nýju plötunni. „Textarnir okkar hafa alltaf verið undir áhrifum frá hiphop-tónlist en núna eru áhrifin meira áberandi í lögunum. Við fáum ýmislegt lánað frá þessum heimi á plötunni, þar á meðal trommuhljóminn,“ sagði hann. AM hefur verið sérlega vel tekið af gagnrýnendum. Tímaritin Q og Mojo gefa henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum, rétt eins og blaðið The Guardian. Rolling Stone skellir á hana þremur og hálfri stjörnu af fimm og NME gefur henni fullt hús, eða 10 í einkunn. Þar segir gagnrýnandinn AM vera bestu plötu sveitarinnar og hugsanlega þá bestu sem hefur komið út síðasta áratuginn, hvorki meira né minna. Arctic Monkeys hóf AM-tónleikaferðalagið sitt í maí í Kaliforníu en hljómsveitarmeðlimir búa núna í Los Angeles. Alls verða tónleikarnir sextíu talsins. Fram undan eru tónleikar í Norður-Ameríku og Evrópu það sem eftir lifir ársins. Mest lesið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Rokkararnir í Arctic Monkeys frá Sheffield á Englandi hafa gefið út sína fimmtu breiðskífu. Hún kemur út á vegum Domino og nefnist AM. Upptökustjórn annaðist James Ford sem hefur unnið með hljómsveitinni síðan 2007. Honum til aðstoðar var Ross Orton og fóru upptökurnar fram í Los Angeles og Joshua Tree í Kaliforníu. Gestur á plötunni var Josh Homme úr Queens of the Stone Age, sem var einmitt annar af upptökustjórum þriðju plötu Arctic Monkeys, Humbug. Forsprakki Arctic Monkeys, Alex Turner, var einmitt gestur á nýjustu plötu Queens of the Stone Age, …Like Clockwork. Einnig spiluðu á AM þeir Pete Thomas, sem hefur trommað með Elvis Costello og Tom Waits, og Bill Ryder-Jones, fyrrverandi meðlimur ensku sveitarinnar The Coral. Fyrstu tvær plötur Arctic Monkeys, Whatever People Say I Am, That's What I'm Not og Favourite Worst Nightmare, höfðu yfir sér ungæðislegan blæ þar sem krafturinn var í fyrirrúmi. Tónninn á Humbug var þroskaðri og fágaðri þar sem gítarsóló fengu að njóta sín meira en áður. Síðasta plata, Suck it and See, hafði yfir sér léttara yfirbragð en Humbug og fékk fína dóma eins og flestar plötur Arctic Monkeys hafa fengið. Í viðtali á vefsíðu BBC segir Alex Turner hljómsveitina vera undir áhrifum frá hiphop-tónlist á nýju plötunni. „Textarnir okkar hafa alltaf verið undir áhrifum frá hiphop-tónlist en núna eru áhrifin meira áberandi í lögunum. Við fáum ýmislegt lánað frá þessum heimi á plötunni, þar á meðal trommuhljóminn,“ sagði hann. AM hefur verið sérlega vel tekið af gagnrýnendum. Tímaritin Q og Mojo gefa henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum, rétt eins og blaðið The Guardian. Rolling Stone skellir á hana þremur og hálfri stjörnu af fimm og NME gefur henni fullt hús, eða 10 í einkunn. Þar segir gagnrýnandinn AM vera bestu plötu sveitarinnar og hugsanlega þá bestu sem hefur komið út síðasta áratuginn, hvorki meira né minna. Arctic Monkeys hóf AM-tónleikaferðalagið sitt í maí í Kaliforníu en hljómsveitarmeðlimir búa núna í Los Angeles. Alls verða tónleikarnir sextíu talsins. Fram undan eru tónleikar í Norður-Ameríku og Evrópu það sem eftir lifir ársins.
Mest lesið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira