Hollywood-stjarna í Borgríki II Freyr Bjarnason skrifar 10. september 2013 08:45 Leikarinn J.J. Feild og Zlatko Krickic i hlutverkum sínum í Borgríki II. Mynd/Hörður Ásbjörnsson J.J. Feild, sem lék í Hollywood-myndinni Captain America, var staddur hér á landi í gær til að leika í Borgríki II - Blóð hraustra manna, sem er framhald glæpamyndarinnar Borgríkis sem kom út 2011. „Hann leikur mann sem heitir Marcus. Hann kemur frá erlendum glæpahring og er að fylgja eftir ákveðnu máli hér á landi í tengslum við einn af okkar aðalkarakterum, Sergej, “ segir framleiðandinn Kristín Andrea Þórðardóttir. Feild fer af landi brott í dag eftir að hafa lokið þessum eina tökudegi. Aðspurð segir hún Feild vera vin Ingvars E. Sigurðssonar, sem leikur eitt aðalhlutverkanna í myndinni. „Þeir hafa þekkst í tíu ár og hann langaði virkilega að koma til landsins og leika með okkur.“ Feild og Ingvar léku einmitt saman í myndinni K-19: The Widowmaker sem kom út 2002 með Harrison Ford í aðalhlutverki. Tökur á Borgríki II- Blóð hraustra manna hófust um miðjan júlí og lýkur 22. september. Þær hafa að mestu farið fram á höfuborgarsvæðinu. „Þetta er búið að ganga virkilega vel. Það hafa verið miklar áskoranir en einhvern veginn hefur þetta náð að ganga upp.“ Frumsýning er fyrirhuguð haustið 2014. Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
J.J. Feild, sem lék í Hollywood-myndinni Captain America, var staddur hér á landi í gær til að leika í Borgríki II - Blóð hraustra manna, sem er framhald glæpamyndarinnar Borgríkis sem kom út 2011. „Hann leikur mann sem heitir Marcus. Hann kemur frá erlendum glæpahring og er að fylgja eftir ákveðnu máli hér á landi í tengslum við einn af okkar aðalkarakterum, Sergej, “ segir framleiðandinn Kristín Andrea Þórðardóttir. Feild fer af landi brott í dag eftir að hafa lokið þessum eina tökudegi. Aðspurð segir hún Feild vera vin Ingvars E. Sigurðssonar, sem leikur eitt aðalhlutverkanna í myndinni. „Þeir hafa þekkst í tíu ár og hann langaði virkilega að koma til landsins og leika með okkur.“ Feild og Ingvar léku einmitt saman í myndinni K-19: The Widowmaker sem kom út 2002 með Harrison Ford í aðalhlutverki. Tökur á Borgríki II- Blóð hraustra manna hófust um miðjan júlí og lýkur 22. september. Þær hafa að mestu farið fram á höfuborgarsvæðinu. „Þetta er búið að ganga virkilega vel. Það hafa verið miklar áskoranir en einhvern veginn hefur þetta náð að ganga upp.“ Frumsýning er fyrirhuguð haustið 2014.
Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira