"Þetta er óður til blýantsins“ Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. september 2013 11:00 Ég er hér með teikningar sem er raðað upp eins og þær séu myndasaga en þó er enginn þráður í þeirri sögu,“ segir Sigrún. Fréttablaðið/Pjetur „Ég er hér að góna á myndirnar mínar og spá í hvernig þær spili best saman,“ segir Sigrún Eldjárn, rithöfundur og myndlistarmaður, glaðlega, stödd í Listasafni ASÍ vegna sýningar sem hún opnar þar 7. september. „Titill sýningarinnar, Teiknivísindi – sjö níu þrettán kann að vekja upp spurningar,“ segir hún hlæjandi. „Það er vitaskuld ekki til neitt sem kallast teiknivísindi. Álíka gáfulegt er að tala um slík vísindi og að banka í tré og segja: „sjö níu þrettán“ til að koma í veg fyrir að eitthvað óheppilegt hendi mann. En sjö níu þrettán er dagsetning opnunarinnar og frá og með þeim degi eru teiknivísindi orðin til!“ Sigrún bendir á að teikningar séu ríkjandi á sýningunni. „En af því að hér í Listasafni ASÍ eru margar vistarverur og ég legg undir mig allt húsið, þá skipti ég þessu upp,“ segir hún og lýsir nánar. „Í Ásmundarsal er ég með blýantsteikningar sem er raðað upp eins og þær séu myndasaga en þó er enginn þráður í þeirri sögu. Í arinstofunni eru myndskreytingar úr barnabókunum, meðal annars úr nýrri og æsispennandi bók sem heitir Strokubörnin á Skuggaskeri og kemur út í lok september. Þar er líka fullt af bókum til að skoða og í Gryfjunni er ég með innsetningu. Hún er gerð úr hekluðum dýrum sem verða fest á vegginn og látin passa inn í gullinsniðsformið.“ Blýantar koma mikið við sögu á sýningunni, ekki bara gegnum teikningarnar heldur líka blýantarnir sjálfir. „Þetta er óður til blýantsins sem hefur verið mitt atvinnutæki alla tíð,“ útskýrir Sigrún. En skyldi hún mikið hafa heklað? „Ég hef gegnum árin haft svolítið gaman af að hekla, að byrja á einni lykkju og láta svo hugmyndaflugið leiða mig áfram.“ Menning Tengdar fréttir Ragnheiður í óperunni í vor Íslenska óperan hefur tryggt sér sýningarrétt á Ragnheiði, hinni nýju óperu Gunnars Þórðarsonar og Friðriks Erlingssonar, sem var flutt í tónleikaformi í Skálholti fyrir skemmstu. 6. september 2013 12:00 Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Ég er hér að góna á myndirnar mínar og spá í hvernig þær spili best saman,“ segir Sigrún Eldjárn, rithöfundur og myndlistarmaður, glaðlega, stödd í Listasafni ASÍ vegna sýningar sem hún opnar þar 7. september. „Titill sýningarinnar, Teiknivísindi – sjö níu þrettán kann að vekja upp spurningar,“ segir hún hlæjandi. „Það er vitaskuld ekki til neitt sem kallast teiknivísindi. Álíka gáfulegt er að tala um slík vísindi og að banka í tré og segja: „sjö níu þrettán“ til að koma í veg fyrir að eitthvað óheppilegt hendi mann. En sjö níu þrettán er dagsetning opnunarinnar og frá og með þeim degi eru teiknivísindi orðin til!“ Sigrún bendir á að teikningar séu ríkjandi á sýningunni. „En af því að hér í Listasafni ASÍ eru margar vistarverur og ég legg undir mig allt húsið, þá skipti ég þessu upp,“ segir hún og lýsir nánar. „Í Ásmundarsal er ég með blýantsteikningar sem er raðað upp eins og þær séu myndasaga en þó er enginn þráður í þeirri sögu. Í arinstofunni eru myndskreytingar úr barnabókunum, meðal annars úr nýrri og æsispennandi bók sem heitir Strokubörnin á Skuggaskeri og kemur út í lok september. Þar er líka fullt af bókum til að skoða og í Gryfjunni er ég með innsetningu. Hún er gerð úr hekluðum dýrum sem verða fest á vegginn og látin passa inn í gullinsniðsformið.“ Blýantar koma mikið við sögu á sýningunni, ekki bara gegnum teikningarnar heldur líka blýantarnir sjálfir. „Þetta er óður til blýantsins sem hefur verið mitt atvinnutæki alla tíð,“ útskýrir Sigrún. En skyldi hún mikið hafa heklað? „Ég hef gegnum árin haft svolítið gaman af að hekla, að byrja á einni lykkju og láta svo hugmyndaflugið leiða mig áfram.“
Menning Tengdar fréttir Ragnheiður í óperunni í vor Íslenska óperan hefur tryggt sér sýningarrétt á Ragnheiði, hinni nýju óperu Gunnars Þórðarsonar og Friðriks Erlingssonar, sem var flutt í tónleikaformi í Skálholti fyrir skemmstu. 6. september 2013 12:00 Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Ragnheiður í óperunni í vor Íslenska óperan hefur tryggt sér sýningarrétt á Ragnheiði, hinni nýju óperu Gunnars Þórðarsonar og Friðriks Erlingssonar, sem var flutt í tónleikaformi í Skálholti fyrir skemmstu. 6. september 2013 12:00