Spila bestu lög Dire Straits í Hörpu Freyr Bjarnason skrifar 5. september 2013 09:30 „Þetta verða frábærir tónleikar,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson. Hljómsveitin The Straits, sem er skipuð tveimur fyrrverandi meðlimum hinnar heimsfrægu Dire Straits, spilar í Eldborgarsal Hörpu 25. nóvember. Í hljómsveitinni eru Alan Clark, fyrrverandi hljómborðsleikari Dire Straits, og saxófónleikarinn Chris White, sem spilaði með sveitinni á tónleikum í tíu ár. Terence Reis stendur vaktina í staðinn fyrir söngvarann og gítarleikarann Mark Knopfler, sem lagði hljómsveitina niður árið 1995 og ákvað að einbeita sér að sólóferli sínum. „Rödd stráksins er ótrúlega lík rödd Marks Knopfler, þú heyrir varla mun,“ segir Guðbjartur. Einnig eru í The Straits þeir Steve Ferrone, sem hefur spilað með Tom Petty, Mickey Féat, Adam Philips og Jamie Squire. Saman flytja þeir öll bestu lög Dire Straits á borð við Sultans of Swing, Romeo and Juliet, Brothers in Arms og Money For Nothing. The Straits spilaði fyrst opinberlega í Royal Albert Hall í London fyrir um tveimur árum. „Ég er búinn að kíkja á umsagnir fólks á hljómleikum sem þeir hafa verið að halda og fólk bara tárast yfir því hvað þetta er flott hjá þeim,“ segir Guðbjartur. Miðasala á tónleikana hefst á miðvikudaginn í næstu viku. Mest lesið Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Menning Fleiri fréttir Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Þetta verða frábærir tónleikar,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson. Hljómsveitin The Straits, sem er skipuð tveimur fyrrverandi meðlimum hinnar heimsfrægu Dire Straits, spilar í Eldborgarsal Hörpu 25. nóvember. Í hljómsveitinni eru Alan Clark, fyrrverandi hljómborðsleikari Dire Straits, og saxófónleikarinn Chris White, sem spilaði með sveitinni á tónleikum í tíu ár. Terence Reis stendur vaktina í staðinn fyrir söngvarann og gítarleikarann Mark Knopfler, sem lagði hljómsveitina niður árið 1995 og ákvað að einbeita sér að sólóferli sínum. „Rödd stráksins er ótrúlega lík rödd Marks Knopfler, þú heyrir varla mun,“ segir Guðbjartur. Einnig eru í The Straits þeir Steve Ferrone, sem hefur spilað með Tom Petty, Mickey Féat, Adam Philips og Jamie Squire. Saman flytja þeir öll bestu lög Dire Straits á borð við Sultans of Swing, Romeo and Juliet, Brothers in Arms og Money For Nothing. The Straits spilaði fyrst opinberlega í Royal Albert Hall í London fyrir um tveimur árum. „Ég er búinn að kíkja á umsagnir fólks á hljómleikum sem þeir hafa verið að halda og fólk bara tárast yfir því hvað þetta er flott hjá þeim,“ segir Guðbjartur. Miðasala á tónleikana hefst á miðvikudaginn í næstu viku.
Mest lesið Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Menning Fleiri fréttir Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira