Útlendingar kaupa íslenskt indí Freyr Bjarnason skrifar 5. september 2013 10:30 Vinsælasta platan hér á landi í sumar var This Is Icelandic Indie Music. Hún hefur setið í efsta sæti Tónlistans undanfarnar vikur og hefur, að sögn útgefandans Haralds Leví Haraldssonar hjá Record Records, selst í um þrjú þúsund eintökum. Aðspurður segir Haraldur að erlendir ferðamenn hafi helst keypt plötuna en margir Íslendingar hafi þó einnig fengið sér eintak. „Ég vissi að þetta gæti svínvirkað en bjóst ekki við því að hún yrði mest selda platan yfir allt sumarið,“ segir hann. Eins og oft vill verða seljast „gamlar“ plötur vel yfir sumartímann vegna allra ferðamannanna sem hingað koma. Þar má nefna plötur með Of Monsters and Men, Retro Stefson og Hjaltalín, sem allar komu út í fyrra. Mest hefur samt Dýrð í dauðaþögn með Ásgeiri Trausta selst, eða í um tvö þúsund eintökum, samkvæmt útgefandanum Senu. Á þessu ári hefur hún selst í um fjögur þúsund eintökum. Samanlagt hefur hún selst í rétt innan við þrjátíu þúsund eintökum síðan hún kom út fyrir um ári síðan. Vinsælustu plöturnar í sumar sem komu út á þessu ári hafa verið Kveikur með Sigur Rós og Samaris með rafpoppsveitinni Samaris, auk safnplötunnar Tíminn flýgur áfram. Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Vinsælasta platan hér á landi í sumar var This Is Icelandic Indie Music. Hún hefur setið í efsta sæti Tónlistans undanfarnar vikur og hefur, að sögn útgefandans Haralds Leví Haraldssonar hjá Record Records, selst í um þrjú þúsund eintökum. Aðspurður segir Haraldur að erlendir ferðamenn hafi helst keypt plötuna en margir Íslendingar hafi þó einnig fengið sér eintak. „Ég vissi að þetta gæti svínvirkað en bjóst ekki við því að hún yrði mest selda platan yfir allt sumarið,“ segir hann. Eins og oft vill verða seljast „gamlar“ plötur vel yfir sumartímann vegna allra ferðamannanna sem hingað koma. Þar má nefna plötur með Of Monsters and Men, Retro Stefson og Hjaltalín, sem allar komu út í fyrra. Mest hefur samt Dýrð í dauðaþögn með Ásgeiri Trausta selst, eða í um tvö þúsund eintökum, samkvæmt útgefandanum Senu. Á þessu ári hefur hún selst í um fjögur þúsund eintökum. Samanlagt hefur hún selst í rétt innan við þrjátíu þúsund eintökum síðan hún kom út fyrir um ári síðan. Vinsælustu plöturnar í sumar sem komu út á þessu ári hafa verið Kveikur með Sigur Rós og Samaris með rafpoppsveitinni Samaris, auk safnplötunnar Tíminn flýgur áfram.
Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira