Flugþrá Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 2. september 2013 10:45 Líklega er ég með snert af einhverju heilkenni sem gerir það að verkum að ég fæ brennandi en handahófskenndan áhuga á einhverju ákveðnu. Ég hef safnað frímerkjum af miklum móð, sökkt mér í erótískar glæpamyndir gerðar á Ítalíu á áttunda áratugnum og eytt sólarhringum í að byggja líkön af byggingum úr gifsi. Nýjasta dellan veldur mér hins vegar nokkrum áhyggjum. Eitthvað gerðist í vor sem vakti hjá mér áhuga á flugvélum. Það er svo sem ekki óalgengasta della sem þú finnur, en miðað við það að ég kann ekki einu sinni að mæla olíu á bílvél átti ég seint von á því að ég fengi flugdellu. Reyndar er kannski full djúpt tekið í árinni að kalla þetta flug-„dellu“. Þarf maður þá ekki að eiga flugvél og kunna að fljúga? Nei ég hef eytt tíma mínum á Wikipedia og Youtube, horft á kvikmyndir sem gerast um borð í flugvélum og lesið fjölmargar rannsóknarskýrslur um flugslys. Því fer fjarri að allar þessar upplýsingar nái að festast og ég á langt í land með að verða einhver Ómar Ragnarsson. En ég veit til dæmis muninn á fartíma og flugtíma og skil næstum því hvernig flugriti virkar. Af hverju er ég að segja þér þetta? Jú, ég er að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hann. Fari ég að gera mér einhverjar grillur um að læra að fljúga vil ég að vinir mínir og velunnarar stoppi mig og neyði mig til þess að lesa þessi orð: „Haukur, þú ert gleyminn, skjálfhentur og með ömurlegar fínhreyfingar. Þú átt ekkert erindi í flugstjórnarklefa neins staðar. Aldrei. Þú kannt varla að keyra bíl og ef eitthvað kemur upp á er viðbragðstími þinn afleitur. Ertu síðan búinn að gleyma því að það hefur tvisvar sinnum liðið yfir þig í millilandaflugi?“ Þið hin sem þekkið mig ekki getið verið alveg róleg. Ja, allavega þar til þið heyrið flugþjón kynna mig sem flugstjórann ykkar til Tenerife. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun
Líklega er ég með snert af einhverju heilkenni sem gerir það að verkum að ég fæ brennandi en handahófskenndan áhuga á einhverju ákveðnu. Ég hef safnað frímerkjum af miklum móð, sökkt mér í erótískar glæpamyndir gerðar á Ítalíu á áttunda áratugnum og eytt sólarhringum í að byggja líkön af byggingum úr gifsi. Nýjasta dellan veldur mér hins vegar nokkrum áhyggjum. Eitthvað gerðist í vor sem vakti hjá mér áhuga á flugvélum. Það er svo sem ekki óalgengasta della sem þú finnur, en miðað við það að ég kann ekki einu sinni að mæla olíu á bílvél átti ég seint von á því að ég fengi flugdellu. Reyndar er kannski full djúpt tekið í árinni að kalla þetta flug-„dellu“. Þarf maður þá ekki að eiga flugvél og kunna að fljúga? Nei ég hef eytt tíma mínum á Wikipedia og Youtube, horft á kvikmyndir sem gerast um borð í flugvélum og lesið fjölmargar rannsóknarskýrslur um flugslys. Því fer fjarri að allar þessar upplýsingar nái að festast og ég á langt í land með að verða einhver Ómar Ragnarsson. En ég veit til dæmis muninn á fartíma og flugtíma og skil næstum því hvernig flugriti virkar. Af hverju er ég að segja þér þetta? Jú, ég er að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hann. Fari ég að gera mér einhverjar grillur um að læra að fljúga vil ég að vinir mínir og velunnarar stoppi mig og neyði mig til þess að lesa þessi orð: „Haukur, þú ert gleyminn, skjálfhentur og með ömurlegar fínhreyfingar. Þú átt ekkert erindi í flugstjórnarklefa neins staðar. Aldrei. Þú kannt varla að keyra bíl og ef eitthvað kemur upp á er viðbragðstími þinn afleitur. Ertu síðan búinn að gleyma því að það hefur tvisvar sinnum liðið yfir þig í millilandaflugi?“ Þið hin sem þekkið mig ekki getið verið alveg róleg. Ja, allavega þar til þið heyrið flugþjón kynna mig sem flugstjórann ykkar til Tenerife.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun