Undirbúningurinn stendur sem hæst Sara McMahon skrifar 2. september 2013 15:00 Egill Tómasson, Grímur Atlason og Kamilla Ingibergsdóttir standa í ströngu við skipulagningu tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves. Fréttablaðið/arnþór „Þessa dagana erum við að vinna í dagskránni. Við erum tiltölulega nýbúin að tilkynna alla listamennina sem koma fram á hátíðinni í ár. Auk þess erum við að vinna í tónleikastöðunum, samningum, skipulagningu, „off-venue“-dagskrá, veggspjöldum og alls konar smærri verkefnum. Það er nóg að gera,“ segir Kamilla Ingibergsdóttir, kynningarstjóri. Undirbúningur undir tónlistarhátíðina Iceland Airwaves stendur sem hæst um þessar mundir, enda í mörg horn að líta þegar skipuleggja á svo stóra hátíð.Undirbúningur fyrir hátíðina hófst um leið og síðustu hátíð lauk í nóvember í fyrra og hafa aðstandendur hátíðarinnar meðal annars unnið ötult kynningarstarf í Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi. Þrír vinna á skrifstofu Iceland Airwaves allan ársins hring: Grímur Atlason framkvæmdastjóri, sem kemur meðal annars að bókunum og samningagerð, Kamilla, sem sér um almannatengsl, og Egill Tómasson, sem kemur að framleiðslu og bókunum á íslenskum hljómsveitum. „Mánuðina fyrir hátíð erum við fleiri. Núna erum við til dæmis með þrjá starfsnema frá Bandaríkjunum og Danmörku sem eru ómetanleg aðstoð. Auk þess ráðum við fólk í verkefnavinnu til að sjá um að bóka flug fyrir erlenda listamenn, sjá um baksviðið, veitingar, gæslu, ljósmyndun og margt fleira,“ útskýrir Kamilla. „Vinnudagarnir lengjast alltaf töluvert á þessum tíma. Við finnum mikinn mun strax eftir verslunarmannahelgi, þá fer allt á fullt og magn tölvupósts fer yfir öll mörk. Yfir hátíðina sjálfa vinnum við nánast allan sólarhringinn. Það er síðan alltaf jafn merkilegt að hafa allan þennan frítíma eftir hátíðina, maður veit ekkert hvað maður á að gera við sjálfan sig.“ Nánari upplýsingar dagskrá hátíðarinnar má finna hér.Kraftwerk Þýska raftónlistarsveitin Kraftwerk kemur fram á hátíðinni í ár. Nordicphotos/gettynordicphotos/getty Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Þessa dagana erum við að vinna í dagskránni. Við erum tiltölulega nýbúin að tilkynna alla listamennina sem koma fram á hátíðinni í ár. Auk þess erum við að vinna í tónleikastöðunum, samningum, skipulagningu, „off-venue“-dagskrá, veggspjöldum og alls konar smærri verkefnum. Það er nóg að gera,“ segir Kamilla Ingibergsdóttir, kynningarstjóri. Undirbúningur undir tónlistarhátíðina Iceland Airwaves stendur sem hæst um þessar mundir, enda í mörg horn að líta þegar skipuleggja á svo stóra hátíð.Undirbúningur fyrir hátíðina hófst um leið og síðustu hátíð lauk í nóvember í fyrra og hafa aðstandendur hátíðarinnar meðal annars unnið ötult kynningarstarf í Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi. Þrír vinna á skrifstofu Iceland Airwaves allan ársins hring: Grímur Atlason framkvæmdastjóri, sem kemur meðal annars að bókunum og samningagerð, Kamilla, sem sér um almannatengsl, og Egill Tómasson, sem kemur að framleiðslu og bókunum á íslenskum hljómsveitum. „Mánuðina fyrir hátíð erum við fleiri. Núna erum við til dæmis með þrjá starfsnema frá Bandaríkjunum og Danmörku sem eru ómetanleg aðstoð. Auk þess ráðum við fólk í verkefnavinnu til að sjá um að bóka flug fyrir erlenda listamenn, sjá um baksviðið, veitingar, gæslu, ljósmyndun og margt fleira,“ útskýrir Kamilla. „Vinnudagarnir lengjast alltaf töluvert á þessum tíma. Við finnum mikinn mun strax eftir verslunarmannahelgi, þá fer allt á fullt og magn tölvupósts fer yfir öll mörk. Yfir hátíðina sjálfa vinnum við nánast allan sólarhringinn. Það er síðan alltaf jafn merkilegt að hafa allan þennan frítíma eftir hátíðina, maður veit ekkert hvað maður á að gera við sjálfan sig.“ Nánari upplýsingar dagskrá hátíðarinnar má finna hér.Kraftwerk Þýska raftónlistarsveitin Kraftwerk kemur fram á hátíðinni í ár. Nordicphotos/gettynordicphotos/getty
Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira