Jakob Frímann notaði sumarfríið til að taka upp plötu og semja lag með Steed Lord Hanna Ólafsdóttir skrifar 29. ágúst 2013 09:00 Svala Björgvinsdóttir söngkona og Jakob Frímann Magnússon sömdu saman lag í Los Angeles í sumar fyrir sjónvarpsþáttinn Hljómskálann. Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður og miðborgarstjóri, dvaldi nýlega í Los Angeles við upptökur á nýrri plötu. Platan var unnin undir stjórn upptökustjórans og gítarleikarans Pauls Brown, margverðlaunuðum tónlistarmanni, sem hefur meðal annars unnið með tónlistarmönnum á borð við George Benson, Patty Austin, Al Jarreau og Luther Vandross. Tónlistin mun vera í anda ýmissa fyrri platna Jakobs sem komið hafa út í Bandaríkjunum, Asíu og Evrópu, frumsaminn, fönkskotinn, instrúmental djass. Í ferðinni notaði hann einnig tækifærið og tók upp lag með hljómsveitinni Steed Lord fyrir Hljómskálann sem sýnt verður í þættinum í september. Jakob Frímann er ekki ókunnugur borg englanna en þar bjó hann og starfaði um árabil, meðal annars fyrir bandaríska útgáfufyrirtækið Warner Brothers. „Það var að áeggjan þeirra Hljómskálamanna að við Steed Lord tókum upp lag saman. Þeir vildu steypa þessum Los Angeles-staðsettu tónlistarmönnum saman. Afrakstur ferðarinnar verður lagður undir dóm hlustenda þegar þar að kemur,“ sagði Jakob, sem vildi ekki tjá sig um verkefnin að öðru leyti. Mest lesið Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Menning Fleiri fréttir Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður og miðborgarstjóri, dvaldi nýlega í Los Angeles við upptökur á nýrri plötu. Platan var unnin undir stjórn upptökustjórans og gítarleikarans Pauls Brown, margverðlaunuðum tónlistarmanni, sem hefur meðal annars unnið með tónlistarmönnum á borð við George Benson, Patty Austin, Al Jarreau og Luther Vandross. Tónlistin mun vera í anda ýmissa fyrri platna Jakobs sem komið hafa út í Bandaríkjunum, Asíu og Evrópu, frumsaminn, fönkskotinn, instrúmental djass. Í ferðinni notaði hann einnig tækifærið og tók upp lag með hljómsveitinni Steed Lord fyrir Hljómskálann sem sýnt verður í þættinum í september. Jakob Frímann er ekki ókunnugur borg englanna en þar bjó hann og starfaði um árabil, meðal annars fyrir bandaríska útgáfufyrirtækið Warner Brothers. „Það var að áeggjan þeirra Hljómskálamanna að við Steed Lord tókum upp lag saman. Þeir vildu steypa þessum Los Angeles-staðsettu tónlistarmönnum saman. Afrakstur ferðarinnar verður lagður undir dóm hlustenda þegar þar að kemur,“ sagði Jakob, sem vildi ekki tjá sig um verkefnin að öðru leyti.
Mest lesið Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Menning Fleiri fréttir Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira