Augun búin til úr borðtenniskúlum Sara McMahon skrifar 28. ágúst 2013 14:30 Guðmundur Þór Kárason glæddi RIFF-lundann lífi í tilefni tíu ára afmælis hátíðarinnar. Fréttablaðið/arnþór „Þar sem þetta eru bara ljósmyndir og lundinn þarf ekkert að hreyfa sig var hann leiraður úr venjulegum krakkaleir. Þegar breyta þurfti svipbrigðum hans leiraði ég hann bara til. Augun voru svo búin til úr bangsaaugum og borðtenniskúlum svo hægt væri að hreyfa þau,“ segir Guðmundur Þór Kárason, brúðu- og grafískur hönnuður. Guðmundur glæddi lógó kvikmyndahátíðarinnar Reykjavík International Film Festival lífi fyrir kynningarmyndir hátíðarinnar. Guðmundur, sem starfar sem brúðuhönnuður og leikari hjá Latabæ, segir aðstandendur RIFF hafa haft samband við hann og óskað eftir samstarfi. „Þau vildu glæða lundann lífi í tilefni tíu ára afmælis hátíðarinnar. Mig hafði lengi langað að gera eitthvað þessu líkt og stökk því á tækifærið þegar það bauðst.“ Guðmundur mótaði lundann úr leir og var fuglinn síðan myndaður í félagsskap vinsælla íslenskra leikara og leikstjóra, en Guðmundur á einnig heiðurinn af ljósmyndunum. „Það var manneskja sem klæddist lundabúning í tökunum en höfuðið sjálft var „fótósjoppað“ inn á myndina eftir á. Lundinn er ekki raunsæ eftirmynd alvöru lunda, okkar lundi brosir og er með svolítinn hártopp,“ segir Guðmundur að lokum.Hér má sjá annað af tveimur veggspjöldum hátíðarinnar.Mynd/Guðmundur ÞórHér má sjá lundann á byrjunarstigi.Mynd/Guðmundur ÞórHér er lundahöfuðið farið að taka á sig mynd.Mynd/Guðmundur Þór Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
„Þar sem þetta eru bara ljósmyndir og lundinn þarf ekkert að hreyfa sig var hann leiraður úr venjulegum krakkaleir. Þegar breyta þurfti svipbrigðum hans leiraði ég hann bara til. Augun voru svo búin til úr bangsaaugum og borðtenniskúlum svo hægt væri að hreyfa þau,“ segir Guðmundur Þór Kárason, brúðu- og grafískur hönnuður. Guðmundur glæddi lógó kvikmyndahátíðarinnar Reykjavík International Film Festival lífi fyrir kynningarmyndir hátíðarinnar. Guðmundur, sem starfar sem brúðuhönnuður og leikari hjá Latabæ, segir aðstandendur RIFF hafa haft samband við hann og óskað eftir samstarfi. „Þau vildu glæða lundann lífi í tilefni tíu ára afmælis hátíðarinnar. Mig hafði lengi langað að gera eitthvað þessu líkt og stökk því á tækifærið þegar það bauðst.“ Guðmundur mótaði lundann úr leir og var fuglinn síðan myndaður í félagsskap vinsælla íslenskra leikara og leikstjóra, en Guðmundur á einnig heiðurinn af ljósmyndunum. „Það var manneskja sem klæddist lundabúning í tökunum en höfuðið sjálft var „fótósjoppað“ inn á myndina eftir á. Lundinn er ekki raunsæ eftirmynd alvöru lunda, okkar lundi brosir og er með svolítinn hártopp,“ segir Guðmundur að lokum.Hér má sjá annað af tveimur veggspjöldum hátíðarinnar.Mynd/Guðmundur ÞórHér má sjá lundann á byrjunarstigi.Mynd/Guðmundur ÞórHér er lundahöfuðið farið að taka á sig mynd.Mynd/Guðmundur Þór
Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira