Heimurinn situr hjá Ólafur Þ. Stephensen skrifar 27. ágúst 2013 07:00 Hryllingurinn í Sýrlandi komst á nýtt stig með efnavopnaárásinni á úthverfi Damaskus í síðustu viku. Flest bendir til að þar hafi stjórnarher Assads forseta verið að verki. Vísbendingar eru um að mörg hundruð manns hafi látið lífið í árásinni. Það gerir hana að mannskæðustu efnavopnaárás í aldarfjórðung, eða frá því að Saddam Hussein lét beita efnavopnum gegn andstæðingum sínum í Kúrdistan árið 1988 með skelfilegum afleiðingum. Árásin er einn ljótasti stríðsglæpur síðustu áratuga, sama hver ber ábyrgð á henni. Beiting efnavopna og annarra gereyðingarvopna er bönnuð samkvæmt sérstökum alþjóðasáttmála og löngum hefur verið látið í það skína að hún yrði ekki liðin; afleiðingarnar yrðu alvarlegar fyrir hvert það ríki sem beitti efnavopnum gegn öðrum ríkjum eða eigin borgurum. Nú tala ráðamenn á Vesturlöndum í meiri alvöru en áður um að beiting hervalds gegn Sýrlandsstjórn sé raunhæfur möguleiki. Samt mælir margt gegn því að sú leið verði farin. Í fyrsta lagi gæti beiting hervalds gert illt verra í landinu. Stjórnarandstæðingar í Sýrlandi eru sundurlaus fylking, sem inniheldur meðal annars hatramma öfgamenn sem fáir vilja að komist til valda. Í öðru lagi hræða sporin frá Írak, þar sem Vesturlönd gerðu innrás á grundvelli rangra upplýsinga um efnavopnaeign Saddams Hussein. Ríki á borð við Bretland og Bandaríkin yrðu að vera býsna viss í sinni sök áður en þau gripu til vopna á þeim forsendum að Assad hafi beitt efnavopnum. Almenningur í vestrænum ríkjum sem hafa burði til að taka þátt í hernaði í Sýrlandi er í þriðja lagi orðinn þreyttur á stríðsrekstri í fjarlægum löndum á borð við Írak og Afganistan og lítill pólitískur stuðningur er við slíkar aðgerðir, jafnvel þótt fólki ofbjóði hryllingurinn sem það sér á sjónvarpsskjánum. Í fjórða lagi þýðir stuðningur Rússlands og Kína við stjórnvöld í Damaskus að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun seint samþykkja ályktun sem heimilar beitingu hervalds í Sýrlandi. Þessi ríki létu óátalið í fyrstu að hervaldi yrði beitt gegn stjórn Gaddafís í Líbíu, en munu ekki samþykkja að sömu meðulum verði beitt gegn Assad. Stjórnvöld í Sýrlandi hafa nú í meira en tvö ár beitt vel búnum her sínum gegn eigin borgurum. Sameinuðu þjóðirnar telja varlega áætlað að um hundrað þúsund manns hafi fallið í átökunum. Allar fyrri viðvaranir og hótanir „alþjóðasamfélagsins“ um að sturlaðir einræðisherrar verði ekki látnir komast upp með að murka lífið úr eigin þjóð hafa reynzt innantómar. Örlög Gaddafís voru ekki það víti til varnaðar sem margir vonuðust til á sínum tíma. Þannig að við horfum á hryllinginn á fréttamyndum, finnst hann ólýsanlegur og ómennskur og spyrjum: Hvernig er hægt að stoppa þetta? Svarið er að það er ólíklegt að manndrápin verði stöðvuð – líklegast er að heimurinn sitji áfram hjá á meðan lítil valdaklíka heldur áfram að murka lífið úr fólki. „Alþjóðasamfélagið“ hefur ekki náð meiri þroska en það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Hryllingurinn í Sýrlandi komst á nýtt stig með efnavopnaárásinni á úthverfi Damaskus í síðustu viku. Flest bendir til að þar hafi stjórnarher Assads forseta verið að verki. Vísbendingar eru um að mörg hundruð manns hafi látið lífið í árásinni. Það gerir hana að mannskæðustu efnavopnaárás í aldarfjórðung, eða frá því að Saddam Hussein lét beita efnavopnum gegn andstæðingum sínum í Kúrdistan árið 1988 með skelfilegum afleiðingum. Árásin er einn ljótasti stríðsglæpur síðustu áratuga, sama hver ber ábyrgð á henni. Beiting efnavopna og annarra gereyðingarvopna er bönnuð samkvæmt sérstökum alþjóðasáttmála og löngum hefur verið látið í það skína að hún yrði ekki liðin; afleiðingarnar yrðu alvarlegar fyrir hvert það ríki sem beitti efnavopnum gegn öðrum ríkjum eða eigin borgurum. Nú tala ráðamenn á Vesturlöndum í meiri alvöru en áður um að beiting hervalds gegn Sýrlandsstjórn sé raunhæfur möguleiki. Samt mælir margt gegn því að sú leið verði farin. Í fyrsta lagi gæti beiting hervalds gert illt verra í landinu. Stjórnarandstæðingar í Sýrlandi eru sundurlaus fylking, sem inniheldur meðal annars hatramma öfgamenn sem fáir vilja að komist til valda. Í öðru lagi hræða sporin frá Írak, þar sem Vesturlönd gerðu innrás á grundvelli rangra upplýsinga um efnavopnaeign Saddams Hussein. Ríki á borð við Bretland og Bandaríkin yrðu að vera býsna viss í sinni sök áður en þau gripu til vopna á þeim forsendum að Assad hafi beitt efnavopnum. Almenningur í vestrænum ríkjum sem hafa burði til að taka þátt í hernaði í Sýrlandi er í þriðja lagi orðinn þreyttur á stríðsrekstri í fjarlægum löndum á borð við Írak og Afganistan og lítill pólitískur stuðningur er við slíkar aðgerðir, jafnvel þótt fólki ofbjóði hryllingurinn sem það sér á sjónvarpsskjánum. Í fjórða lagi þýðir stuðningur Rússlands og Kína við stjórnvöld í Damaskus að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun seint samþykkja ályktun sem heimilar beitingu hervalds í Sýrlandi. Þessi ríki létu óátalið í fyrstu að hervaldi yrði beitt gegn stjórn Gaddafís í Líbíu, en munu ekki samþykkja að sömu meðulum verði beitt gegn Assad. Stjórnvöld í Sýrlandi hafa nú í meira en tvö ár beitt vel búnum her sínum gegn eigin borgurum. Sameinuðu þjóðirnar telja varlega áætlað að um hundrað þúsund manns hafi fallið í átökunum. Allar fyrri viðvaranir og hótanir „alþjóðasamfélagsins“ um að sturlaðir einræðisherrar verði ekki látnir komast upp með að murka lífið úr eigin þjóð hafa reynzt innantómar. Örlög Gaddafís voru ekki það víti til varnaðar sem margir vonuðust til á sínum tíma. Þannig að við horfum á hryllinginn á fréttamyndum, finnst hann ólýsanlegur og ómennskur og spyrjum: Hvernig er hægt að stoppa þetta? Svarið er að það er ólíklegt að manndrápin verði stöðvuð – líklegast er að heimurinn sitji áfram hjá á meðan lítil valdaklíka heldur áfram að murka lífið úr fólki. „Alþjóðasamfélagið“ hefur ekki náð meiri þroska en það.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun