Lækaðu Obi-Wan – mín eina von! Saga Garðarsdóttir skrifar 26. ágúst 2013 07:00 Undafarna þrjá mánuði hafa dunið á okkur fréttir, myndbönd og yfirlýsingar sem sýna okkur og segja hversu ógeðslega mönnum er leyft að koma fram við samkynhneigða í Rússlandi og hversu vel það er nýtt. Mörg okkar hafa deilt greinum á Facebook og þeir duglegustu hafa líka lækað alla reiðilega statusa um óréttlætið. Myndböndin, sem er óhugnanlega létt að finna, sýna unga drengi og karla dregna burt frá heimilum sínum eða handsamaða úti á götu af samborgurum sínum, pyntaða og niðurlægða fyrir allra augum. Þessi óhæfuverk þrífast í skjóli lagasetningar sem sífellt þrengir meira að samkynhneigðum og hvetur hrottana nánast áfram. Það þarf ekki mikla samkennd til að fyllast skilningsleysi gagnvart svona hryllingi og í kjölfarið kviknar enn heitari tilfinning sem vill öllu vondu breyta, réttlætiskenndin. Sterka réttlætiskennd er erfitt að finna farveg með lækum og deilingum, það þarf meira til. En hvað? Hversu mörg ABC-börn, fulla Rauðakrossbauka og reiðistatusa þurfum við að hafa til að finnast við hafa lagt eitthvað af mörkum? Og við þessa spurningu læðist uppgjöfin aftan að okkur þar sem við störum á botnlausan óhugnaðinn í eins og margra ljósára fjarlægð og ýtum á like. Það er ömurlegt að finnast manns eigin hjálparhönd ekki ná lengra en að lyklaborðinu og fyllast vanmætti. Ömurlegast er þó án vafa að vera misnotaður og laminn meðan venjulegt fólk eins og við göngum hjá. Vissulega erum við ekki í Rússlandi, Afríku eða í Sýrlandi en við getum samt tekið skýra afstöðu og ákvörðun um að leiða ofbeldi aldrei hjá okkur. Því þó eitt læk sé bara dropi í hafi internetsins, og þótt Pútín muni aldrei lesa þennan bakþanka, þá teljast litlu mótmælin með. Þau eru fyrsta skrefið í kröfunni um sterkari viðbrögð, frá okkar nánustu og frá ráðamönnum. Staða okkar til að grípa beint inní er kannski oft veik en við erum aldrei í það vondri stöðu að geta ekki mótmælt. Þannig hljótum við að krefjast þess að íslensk yfirvöld fordæmi afstöðu rússneska þingsins opinberlega, dragi okkur úr keppni á Ólympíuleikunum, geri eitthvað afgerandi. Ekkert deiliskipulag eða nefndarskipan getur verið mikilvægari en mannréttindi og sú pólitík er án landamæra og fjórflokka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Saga Garðarsdóttir Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun
Undafarna þrjá mánuði hafa dunið á okkur fréttir, myndbönd og yfirlýsingar sem sýna okkur og segja hversu ógeðslega mönnum er leyft að koma fram við samkynhneigða í Rússlandi og hversu vel það er nýtt. Mörg okkar hafa deilt greinum á Facebook og þeir duglegustu hafa líka lækað alla reiðilega statusa um óréttlætið. Myndböndin, sem er óhugnanlega létt að finna, sýna unga drengi og karla dregna burt frá heimilum sínum eða handsamaða úti á götu af samborgurum sínum, pyntaða og niðurlægða fyrir allra augum. Þessi óhæfuverk þrífast í skjóli lagasetningar sem sífellt þrengir meira að samkynhneigðum og hvetur hrottana nánast áfram. Það þarf ekki mikla samkennd til að fyllast skilningsleysi gagnvart svona hryllingi og í kjölfarið kviknar enn heitari tilfinning sem vill öllu vondu breyta, réttlætiskenndin. Sterka réttlætiskennd er erfitt að finna farveg með lækum og deilingum, það þarf meira til. En hvað? Hversu mörg ABC-börn, fulla Rauðakrossbauka og reiðistatusa þurfum við að hafa til að finnast við hafa lagt eitthvað af mörkum? Og við þessa spurningu læðist uppgjöfin aftan að okkur þar sem við störum á botnlausan óhugnaðinn í eins og margra ljósára fjarlægð og ýtum á like. Það er ömurlegt að finnast manns eigin hjálparhönd ekki ná lengra en að lyklaborðinu og fyllast vanmætti. Ömurlegast er þó án vafa að vera misnotaður og laminn meðan venjulegt fólk eins og við göngum hjá. Vissulega erum við ekki í Rússlandi, Afríku eða í Sýrlandi en við getum samt tekið skýra afstöðu og ákvörðun um að leiða ofbeldi aldrei hjá okkur. Því þó eitt læk sé bara dropi í hafi internetsins, og þótt Pútín muni aldrei lesa þennan bakþanka, þá teljast litlu mótmælin með. Þau eru fyrsta skrefið í kröfunni um sterkari viðbrögð, frá okkar nánustu og frá ráðamönnum. Staða okkar til að grípa beint inní er kannski oft veik en við erum aldrei í það vondri stöðu að geta ekki mótmælt. Þannig hljótum við að krefjast þess að íslensk yfirvöld fordæmi afstöðu rússneska þingsins opinberlega, dragi okkur úr keppni á Ólympíuleikunum, geri eitthvað afgerandi. Ekkert deiliskipulag eða nefndarskipan getur verið mikilvægari en mannréttindi og sú pólitík er án landamæra og fjórflokka.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun