Heilbrigðiskerfi á hlaupum 24. ágúst 2013 08:00 Undanfarna daga er búið að vera einstaklega notalegt að vera á Facebook þar sem hver á fætur öðrum tilkynnir um maraþonhlaup í þágu góðgerða. Það er fallegt hvað margir styrkja eitthvað sem er þeim tengt, í minningu eða til stuðnings einhverjum sem þeim þykir vænt um. Það minnir okkur á það góða við að vera í samfélagi manna. Góðgerðarmál þessara fallegu hlaupara eru því fjölbreytt og langflest heilbrigðistengd – og mörg þeirra eru á vegum ríkisins. Hvað segir það okkur? Er með því verið að samþykkja að skattarnir okkar dugi ekki fyrir þjónustunni og því sé sjálfsagt að bæta í með einkaframtaki? Það væri áhugaverð niðurstaða í samfélagi sem hefur komið sér saman um að sanngjarnt heilbrigðiskerfi sé í forgangi þegar deilt er úr sameiginlegum sjóðum okkar. Eins þegar ríkisspítaladeild fer í sjónvarpssöfnun til að fjármagna kaup á nauðsynlegu tæki. Við bregðumst skjótt við og bætum tugum milljóna við þegar greidda skattpeninga svo ríkið geti fjárfest í tækinu. Það er fallegt og auðvitað sjálfsagt að ríkið sé aðstoðað á þann hátt sem fólki sýnist, hvort sem er með fjárframlögum eða hlaupum – þótt vonandi þurfi heilbrigðiskerfið ekki til lengdar að reiða sig á hlaupaþol þjóðarinnar. Hins vegar má spyrja af hverju sé þörf á að aðstoða ríkið við að halda úti lögbundinni grunnþjónustu í staðinn fyrir að aukastuðningur okkar geti frekar farið til verkefna sem eru mikið til eða jafnvel alfarið háð frjálsum framlögum. Í tilefni dagsins liggur beint við að velta upp menningunni sem dæmi í því samhengi. Á listanum yfir verkefni sem maraþonhlaupararnir styrkja var ekkert menningartengt, kannski út af því að menning er yfirleitt ekki tengd við góðgerðarmál. En af hverju ekki? Samfélag án menningar er fátækt samfélag. Það skiptir máli að hlúð sé að menningu og þá ekki síst að stutt sé við kraft og sköpunargleði menningarlegs einkaframtaks. Til dæmis er einkaframtakshópur að safna fyrir sirkustjaldi. Mér þætti vel við hæfi að einhver hlypi í þágu sirkushláturs – þegar allt kemur til alls þá lengir hann víst lífið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir Skoðun
Undanfarna daga er búið að vera einstaklega notalegt að vera á Facebook þar sem hver á fætur öðrum tilkynnir um maraþonhlaup í þágu góðgerða. Það er fallegt hvað margir styrkja eitthvað sem er þeim tengt, í minningu eða til stuðnings einhverjum sem þeim þykir vænt um. Það minnir okkur á það góða við að vera í samfélagi manna. Góðgerðarmál þessara fallegu hlaupara eru því fjölbreytt og langflest heilbrigðistengd – og mörg þeirra eru á vegum ríkisins. Hvað segir það okkur? Er með því verið að samþykkja að skattarnir okkar dugi ekki fyrir þjónustunni og því sé sjálfsagt að bæta í með einkaframtaki? Það væri áhugaverð niðurstaða í samfélagi sem hefur komið sér saman um að sanngjarnt heilbrigðiskerfi sé í forgangi þegar deilt er úr sameiginlegum sjóðum okkar. Eins þegar ríkisspítaladeild fer í sjónvarpssöfnun til að fjármagna kaup á nauðsynlegu tæki. Við bregðumst skjótt við og bætum tugum milljóna við þegar greidda skattpeninga svo ríkið geti fjárfest í tækinu. Það er fallegt og auðvitað sjálfsagt að ríkið sé aðstoðað á þann hátt sem fólki sýnist, hvort sem er með fjárframlögum eða hlaupum – þótt vonandi þurfi heilbrigðiskerfið ekki til lengdar að reiða sig á hlaupaþol þjóðarinnar. Hins vegar má spyrja af hverju sé þörf á að aðstoða ríkið við að halda úti lögbundinni grunnþjónustu í staðinn fyrir að aukastuðningur okkar geti frekar farið til verkefna sem eru mikið til eða jafnvel alfarið háð frjálsum framlögum. Í tilefni dagsins liggur beint við að velta upp menningunni sem dæmi í því samhengi. Á listanum yfir verkefni sem maraþonhlaupararnir styrkja var ekkert menningartengt, kannski út af því að menning er yfirleitt ekki tengd við góðgerðarmál. En af hverju ekki? Samfélag án menningar er fátækt samfélag. Það skiptir máli að hlúð sé að menningu og þá ekki síst að stutt sé við kraft og sköpunargleði menningarlegs einkaframtaks. Til dæmis er einkaframtakshópur að safna fyrir sirkustjaldi. Mér þætti vel við hæfi að einhver hlypi í þágu sirkushláturs – þegar allt kemur til alls þá lengir hann víst lífið.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun