Íslenska konan vinnur mest allra kvenna í Evrópu Marín Manda skrifar 16. ágúst 2013 16:00 Snæfríður Ingadóttir, blaðamaður og rithöfundur, ásamt börnum sínum. Snæfríður Ingadóttir blaðamaður er konan á bak við bókina The Icelandic Woman. "Ég hef alltaf reynt að vera sem mest í húsinu mínu á Snæfellsnesinu þegar ég er að skrifa en þar fæ ég svo mikinn innblástur,“ segir Snæfríður Ingadóttir blaðamaður sem nýlega gaf út bókina The Icelandic Woman ásamt Þorvaldi Erni Kristmundssyni. Þetta er fimmta bókin sem þau vinna saman, en fyrri bækur þeirra eru meðal annars 50 crazy romantic things to do in Iceland og 50 crazy things to taste in Iceland. „Við Þorvaldur höfum verið að skrifa bækur fyrir ferðamenn og efnið í þessa bók var valið með það í huga að úr verði áhugaverð lesning fyrir ferðamenn.“Snæfríður Ingadóttir fær innblástur á Snæfellsnesinu þegar hún skrifar.Bókin hefur bæði afþreyingar-og upplýsingagildi í máli og myndum en tæpt er á sögulegum staðreyndum og ýmsu öðru sem tengist íslensku konunni á einn eða annan hátt. Snæfríður hefur unnið sem blaðamaður um nokkurt skeið og segist ekki vera sérfræðingur um íslensku konuna heldur sé hún vön að vinna úr upplýsingum og því hafi margt komið henni á óvart við vinnslu bókarinnar. „Við erum með margar konur í háttsettum stöðum en samt sem áður vantar svo mikið upp á jafnréttisbarráttuna. Mér fannst það vera það sem stóð einna helst upp úr við gerð þessarar bókar.“ Aðspurð hvernig hin raunverulega íslenska kona sé segir Snæfríður að dæmigert sé að íslenskar konur vinni mest allra kvenna í Evrópu, eignist samt sem áður flest börn og séu mjög langlífar, sem á alls ekki við um konur annarra landa. Menning Mest lesið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Snæfríður Ingadóttir blaðamaður er konan á bak við bókina The Icelandic Woman. "Ég hef alltaf reynt að vera sem mest í húsinu mínu á Snæfellsnesinu þegar ég er að skrifa en þar fæ ég svo mikinn innblástur,“ segir Snæfríður Ingadóttir blaðamaður sem nýlega gaf út bókina The Icelandic Woman ásamt Þorvaldi Erni Kristmundssyni. Þetta er fimmta bókin sem þau vinna saman, en fyrri bækur þeirra eru meðal annars 50 crazy romantic things to do in Iceland og 50 crazy things to taste in Iceland. „Við Þorvaldur höfum verið að skrifa bækur fyrir ferðamenn og efnið í þessa bók var valið með það í huga að úr verði áhugaverð lesning fyrir ferðamenn.“Snæfríður Ingadóttir fær innblástur á Snæfellsnesinu þegar hún skrifar.Bókin hefur bæði afþreyingar-og upplýsingagildi í máli og myndum en tæpt er á sögulegum staðreyndum og ýmsu öðru sem tengist íslensku konunni á einn eða annan hátt. Snæfríður hefur unnið sem blaðamaður um nokkurt skeið og segist ekki vera sérfræðingur um íslensku konuna heldur sé hún vön að vinna úr upplýsingum og því hafi margt komið henni á óvart við vinnslu bókarinnar. „Við erum með margar konur í háttsettum stöðum en samt sem áður vantar svo mikið upp á jafnréttisbarráttuna. Mér fannst það vera það sem stóð einna helst upp úr við gerð þessarar bókar.“ Aðspurð hvernig hin raunverulega íslenska kona sé segir Snæfríður að dæmigert sé að íslenskar konur vinni mest allra kvenna í Evrópu, eignist samt sem áður flest börn og séu mjög langlífar, sem á alls ekki við um konur annarra landa.
Menning Mest lesið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira