Sló í gegn á Sundance-hátíðinni Kristjana Arnarsdóttir skrifar 8. ágúst 2013 07:00 Hinn 14 ára Duncan á í vandræðum með sjálfstraustið en eftir að hann kynnist framkvæmdastjóra vatnsrennibrautagarðsins Water Wizz fer sjálfstraustið stöðugt batnandi. Kvikmyndin The Way Way Back var frumsýnd í íslenskum bíóhúsum í gær. Myndin segir frá hinum 14 ára Duncan sem heldur af stað í ferðalag með móður sinni, stjúpsystur og stjúpföður, en það er hinn bráðskemmtilegi Steve Carrell sem fer með hlutverk stjúpföðurins. Duncan á í vandræðum með sjálfstraustið og ekki hjálpar leiðinleg framkoma stjúpans. Hann skellir sér í vatnsrennibrautagarðinn Water Wizz, kynnist þar framkvæmdastjóranum Owen og verða þeir hinir mestu mátar. Owen hjálpar honum að eiga í samskiptum við hitt kynið og rífur upp sjálfstraustið í leiðinni. Myndin er bæði skrifuð og leikstýrt af þeim Jim Rash og Nat Faxon en þeir fengu Óskarsverðlaunin árið 2011 fyrir handrit sitt að kvikmyndinni The Descendants með George Clooney í aðalhlutverki. The Way Way Back var frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni í vor og þótti gestum hátíðarinnar mikið til hennar koma. Vefsíðan Rottentomatoes.com segir meðal annars að leikarar myndarinnar blómstri í hlutverkum sínum og að handritið sé einkar vel skrifað. Þá fær hún 7,8 í einkunn á vefsíðunni IMDB.com. Það er hinn ungi og efnilegi Liam James sem leikur Duncan, en James leikur einnig í spennuþáttunum The Killing, bandarísku útgáfu dönsku þáttanna Forbrydelsen. Mest lesið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Lífið Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Fleiri fréttir „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Kvikmyndin The Way Way Back var frumsýnd í íslenskum bíóhúsum í gær. Myndin segir frá hinum 14 ára Duncan sem heldur af stað í ferðalag með móður sinni, stjúpsystur og stjúpföður, en það er hinn bráðskemmtilegi Steve Carrell sem fer með hlutverk stjúpföðurins. Duncan á í vandræðum með sjálfstraustið og ekki hjálpar leiðinleg framkoma stjúpans. Hann skellir sér í vatnsrennibrautagarðinn Water Wizz, kynnist þar framkvæmdastjóranum Owen og verða þeir hinir mestu mátar. Owen hjálpar honum að eiga í samskiptum við hitt kynið og rífur upp sjálfstraustið í leiðinni. Myndin er bæði skrifuð og leikstýrt af þeim Jim Rash og Nat Faxon en þeir fengu Óskarsverðlaunin árið 2011 fyrir handrit sitt að kvikmyndinni The Descendants með George Clooney í aðalhlutverki. The Way Way Back var frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni í vor og þótti gestum hátíðarinnar mikið til hennar koma. Vefsíðan Rottentomatoes.com segir meðal annars að leikarar myndarinnar blómstri í hlutverkum sínum og að handritið sé einkar vel skrifað. Þá fær hún 7,8 í einkunn á vefsíðunni IMDB.com. Það er hinn ungi og efnilegi Liam James sem leikur Duncan, en James leikur einnig í spennuþáttunum The Killing, bandarísku útgáfu dönsku þáttanna Forbrydelsen.
Mest lesið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Lífið Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Fleiri fréttir „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira