Mæta brosandi í musteri gleðinnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. ágúst 2013 08:00 Mynd/Vilhelm „Sumir eru lengur að jafna sig eftir leiki en aðrir. Það snýr að lífeðlisfræðinni og fer eftir líkamsbyggingu, aldri og fleiru,“ segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks. Hinir grænu og hvítu hafa verið undir miklu álagi undanfarnar fimm vikur. Liðið hefur spilað ellefu leiki á 35 dögum og aldrei fengið meiri hvíld en þrjá daga á milli leikja. Þar að auki fór liðið í langt ferðalag fram og til baka til Kasakstans í síðustu viku og þar áður til Andorra og Austurríkis. „Stemningin í hópnum er fín og það er mikil tilhlökkun,“ segir Ólafur um stöðuna á strákunum. Blikar töpuðu í undanúrslitum bikarsins gegn Fram á sunnudaginn og endurnýja kynnin við Laugardalsvöllinn í dag. „Auðvitað hefði verið betra að spila á Kópavogsvelli enda er það okkar heimavöllur,“ segir Ólafur. Ástæða þess að leikurinn fer fram í Laugardalnum er sú að forsvarsmenn Aktobe neituðu beiðni Blika um að spila í Kópavogi. „Maður getur valið að velta sér upp úr vellinum en við höfum ekki einu sinni rætt þetta,“ segir Ólafur, greinilega harðákveðinn í að halda einbeitingu sinna manna. „Við munum spila í musteri gleðinnar í kvöld með bros á vör og reyna að ná góðum úrslitum. Það er ekki leiðinlegt að fara í háborg gleðinnar í íslenskri knattspyrnu, sjálfan Laugardalsvöllinn,“ segir Ólafur á léttu nótunum. Blikar þurfa að vinna upp 1-0 forskot Aktobe frá því í fyrri leiknum. Ólafur segir alla pressuna á gestunum frá Kasakstan, sem séu með firnasterkt lið. „Aktobe er miklu betra lið en Sturm Graz og með hrikalega flotta leikmenn. Þeir eru líkamlega sterkir, góðir á boltann og liðið í öðrum klassa en andstæðingar okkar í deildinni hérna heima,“ segir Ólafur með fullri virðingu fyrir íslensku liðunum. Hann minnir á stórsigur Aktobe á FH fyrir fjórum tímabilum og segir sjö til átta leikmenn úr því liði enn leikmenn Aktobe. „Þeir eru fyrirfram mun líklegri til að fara áfram og pressan því öll á þeim.“ Leikur Breiðabliks og Aktobe á Laugardalsvelli hefst klukkan 20 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
„Sumir eru lengur að jafna sig eftir leiki en aðrir. Það snýr að lífeðlisfræðinni og fer eftir líkamsbyggingu, aldri og fleiru,“ segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks. Hinir grænu og hvítu hafa verið undir miklu álagi undanfarnar fimm vikur. Liðið hefur spilað ellefu leiki á 35 dögum og aldrei fengið meiri hvíld en þrjá daga á milli leikja. Þar að auki fór liðið í langt ferðalag fram og til baka til Kasakstans í síðustu viku og þar áður til Andorra og Austurríkis. „Stemningin í hópnum er fín og það er mikil tilhlökkun,“ segir Ólafur um stöðuna á strákunum. Blikar töpuðu í undanúrslitum bikarsins gegn Fram á sunnudaginn og endurnýja kynnin við Laugardalsvöllinn í dag. „Auðvitað hefði verið betra að spila á Kópavogsvelli enda er það okkar heimavöllur,“ segir Ólafur. Ástæða þess að leikurinn fer fram í Laugardalnum er sú að forsvarsmenn Aktobe neituðu beiðni Blika um að spila í Kópavogi. „Maður getur valið að velta sér upp úr vellinum en við höfum ekki einu sinni rætt þetta,“ segir Ólafur, greinilega harðákveðinn í að halda einbeitingu sinna manna. „Við munum spila í musteri gleðinnar í kvöld með bros á vör og reyna að ná góðum úrslitum. Það er ekki leiðinlegt að fara í háborg gleðinnar í íslenskri knattspyrnu, sjálfan Laugardalsvöllinn,“ segir Ólafur á léttu nótunum. Blikar þurfa að vinna upp 1-0 forskot Aktobe frá því í fyrri leiknum. Ólafur segir alla pressuna á gestunum frá Kasakstan, sem séu með firnasterkt lið. „Aktobe er miklu betra lið en Sturm Graz og með hrikalega flotta leikmenn. Þeir eru líkamlega sterkir, góðir á boltann og liðið í öðrum klassa en andstæðingar okkar í deildinni hérna heima,“ segir Ólafur með fullri virðingu fyrir íslensku liðunum. Hann minnir á stórsigur Aktobe á FH fyrir fjórum tímabilum og segir sjö til átta leikmenn úr því liði enn leikmenn Aktobe. „Þeir eru fyrirfram mun líklegri til að fara áfram og pressan því öll á þeim.“ Leikur Breiðabliks og Aktobe á Laugardalsvelli hefst klukkan 20 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira