Hljómsveitin heitir eftir Kvöldgestum Jónasar Kristjana Arnarsdóttir skrifar 6. ágúst 2013 08:00 Jökull Jónsson stofnaði hljómsveitina The Evening Guests í fyrra. Nú hefur sveitin gefið út sína fyrstu stuttskífu en hún var fjármögnuð á vefsíðunni Kickstarter.com. „Sveitina langar mjög að sjá Ísland og við höfum í hyggju að koma þegar við höfum efni á að fljúga öll til landsins,“ segir Jökull Ernir Jónsson, forsprakki hljómsveitarinnar The Evening Guests. Jökull Ernir flutti til Los Angeles fyrir um ári síðan og hóf tónlistarferil sinn sem trúbador. Þegar hann var orðinn leiður á því að spila einn, setti hann saman hljómsveit sem hann skírði í höfuðið á útvarpsþætti afa síns. „Daginn sem afi minn, útvarpsmaðurinn Jónas Jónasson, lést samdi ég lag sem fékk titillinn The Evening Guests. Þegar ég var hættur að spila sem trúbador ákvað ég að setja saman band og vorum við beðnir um að spila með tveggja daga fyrirvara. Ég ákvað því að gefa bandinu nafnið The Evening Guests, en það var fyrsta nafnið sem mér datt í hug.“ Jónas Jónasson var einn ástsælasti útvarpsmaður þjóðarinnar en hann stýrði hinum vinsælu Kvöldgestum á Rás 1 í um þrjá áratugi. Jökull Ernir og liðsmenn hljómsveitarinnar gáfu nýverið út stuttskífuna Not in Kansas Anymore en þeir fjármögnuðu hana á vefsíðunni Kickstarter.com. Þar getur fólk alls staðar að úr heiminum lagt til fjármagn í hin ýmsu verkefni og tók það liðsmenn hljómsveitarinnar einungis tvær vikur að safna fyrir útgáfu stuttskífunnar. Jökull segir tónlistina vera sambland af írskri þjóðlagatónlist og indírokki en hann sér sjálfur um það að semja lögin. „Við höfum fengið gríðarlega góðar undirtektir og áhorfendur eru meira að segja farnir að syngja með lögunum okkar.“ Stuttskífa hljómsveitarinnar er fáanleg á iTunes, Amazon, gogoyoko og á Spotify. Einnig er hægt að hlusta á plötuna hér. Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Fleiri fréttir Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Sveitina langar mjög að sjá Ísland og við höfum í hyggju að koma þegar við höfum efni á að fljúga öll til landsins,“ segir Jökull Ernir Jónsson, forsprakki hljómsveitarinnar The Evening Guests. Jökull Ernir flutti til Los Angeles fyrir um ári síðan og hóf tónlistarferil sinn sem trúbador. Þegar hann var orðinn leiður á því að spila einn, setti hann saman hljómsveit sem hann skírði í höfuðið á útvarpsþætti afa síns. „Daginn sem afi minn, útvarpsmaðurinn Jónas Jónasson, lést samdi ég lag sem fékk titillinn The Evening Guests. Þegar ég var hættur að spila sem trúbador ákvað ég að setja saman band og vorum við beðnir um að spila með tveggja daga fyrirvara. Ég ákvað því að gefa bandinu nafnið The Evening Guests, en það var fyrsta nafnið sem mér datt í hug.“ Jónas Jónasson var einn ástsælasti útvarpsmaður þjóðarinnar en hann stýrði hinum vinsælu Kvöldgestum á Rás 1 í um þrjá áratugi. Jökull Ernir og liðsmenn hljómsveitarinnar gáfu nýverið út stuttskífuna Not in Kansas Anymore en þeir fjármögnuðu hana á vefsíðunni Kickstarter.com. Þar getur fólk alls staðar að úr heiminum lagt til fjármagn í hin ýmsu verkefni og tók það liðsmenn hljómsveitarinnar einungis tvær vikur að safna fyrir útgáfu stuttskífunnar. Jökull segir tónlistina vera sambland af írskri þjóðlagatónlist og indírokki en hann sér sjálfur um það að semja lögin. „Við höfum fengið gríðarlega góðar undirtektir og áhorfendur eru meira að segja farnir að syngja með lögunum okkar.“ Stuttskífa hljómsveitarinnar er fáanleg á iTunes, Amazon, gogoyoko og á Spotify. Einnig er hægt að hlusta á plötuna hér.
Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Fleiri fréttir Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning