Guðný Lára: Gat ómögulega hafnað vinnutilboðinu Sara McMahon skrifar 6. ágúst 2013 09:00 Guðný Lára Thorarensen fór út í starfsnám á vegum Útón. Henni bauðst starf í Bretlandi eftir starfsnámið. Fréttablaðið/anton brink „Ég fer út í lok ágúst og hef þá störf hjá Plastic Head, sem er stærsti dreifingaraðili tónlistar í Bretlandi. Þetta er mjög spennandi tækifæri og ég gat ómögulega hafnað vinnutilboðinu,“ segir Guðný Lára Thorarensen. Í fyrra var hún valin af Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, Útón, til starfsþjálfunar hjá bresku umboðsskrifstofunni Candle Lights og hefur henni nú verið boðin vinna hjá systurfyrirtæki skrifstofunnar. „Það losnaði staða hjá Plastic Head rétt áður en ég fór heim og yfirmaður minn hjá Candle Lights hvatti mig til að sækja um. Ég fékk starfið og fer út í lok ágúst og verð í þrjá mánuði til að byrja með, ég þarf að sjá hvernig mér líkar lífið í Bretlandi og hvort kærasti minn vilji fylgja mér síðar meir.“ Guðný Lára mun þá starfa sem „label manager“, sem þýða mætti sem vörumerkjastjóri á okkar ylhýra. „Ég mun sjá um að dreifa tónlist í Bretlandi fyrir plötufyrirtæki, hvort sem þau eru lítil og bresk eða stór og erlend,“ útskýrir hún. Guðný Lára hefur lengi starfað innan tónlistargeirans og vann áður hjá íslensku útgáfunni Molestin Records. Hún hefur einnig skipulagt tónleika með íslenskum hljómsveitum í rúman áratug og verið viðloðandi rokkhátíðina Eistnaflug í Neskaupstað síðan hún hóf göngu sína.Útón veitir nú styrki til umboðsmanna annað árið í röð og hvetur Guðný Lára fólk til þess að sækja um. „Ég mæli algjörlega með því að fólk sæki um, þetta er frábært tækifæri fyrir umboðsmenn. Ég sé í það minnsta ekki eftir því að hafa sótt um í fyrra,“ segir hún að lokum. Mest lesið Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Heillandi heimili Hönnu Stínu Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Komdu með í ævintýri til Ítalíu Lífið samstarf Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Menning „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Lífið Fleiri fréttir Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Ég fer út í lok ágúst og hef þá störf hjá Plastic Head, sem er stærsti dreifingaraðili tónlistar í Bretlandi. Þetta er mjög spennandi tækifæri og ég gat ómögulega hafnað vinnutilboðinu,“ segir Guðný Lára Thorarensen. Í fyrra var hún valin af Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, Útón, til starfsþjálfunar hjá bresku umboðsskrifstofunni Candle Lights og hefur henni nú verið boðin vinna hjá systurfyrirtæki skrifstofunnar. „Það losnaði staða hjá Plastic Head rétt áður en ég fór heim og yfirmaður minn hjá Candle Lights hvatti mig til að sækja um. Ég fékk starfið og fer út í lok ágúst og verð í þrjá mánuði til að byrja með, ég þarf að sjá hvernig mér líkar lífið í Bretlandi og hvort kærasti minn vilji fylgja mér síðar meir.“ Guðný Lára mun þá starfa sem „label manager“, sem þýða mætti sem vörumerkjastjóri á okkar ylhýra. „Ég mun sjá um að dreifa tónlist í Bretlandi fyrir plötufyrirtæki, hvort sem þau eru lítil og bresk eða stór og erlend,“ útskýrir hún. Guðný Lára hefur lengi starfað innan tónlistargeirans og vann áður hjá íslensku útgáfunni Molestin Records. Hún hefur einnig skipulagt tónleika með íslenskum hljómsveitum í rúman áratug og verið viðloðandi rokkhátíðina Eistnaflug í Neskaupstað síðan hún hóf göngu sína.Útón veitir nú styrki til umboðsmanna annað árið í röð og hvetur Guðný Lára fólk til þess að sækja um. „Ég mæli algjörlega með því að fólk sæki um, þetta er frábært tækifæri fyrir umboðsmenn. Ég sé í það minnsta ekki eftir því að hafa sótt um í fyrra,“ segir hún að lokum.
Mest lesið Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Heillandi heimili Hönnu Stínu Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Komdu með í ævintýri til Ítalíu Lífið samstarf Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Menning „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Lífið Fleiri fréttir Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira