Þrír lögregluþjónar á vakt Mikael Torfason skrifar 1. ágúst 2013 12:00 Í fréttum okkar á Stöð 2 í vikunni kom fram að á venjulegri vakt í Árnessýslu verða aðeins þrír lögregluþjónar í haust. Fimmtán þúsund manns búa á svæðinu auk þess sem þar eru um sex þúsund sumarbústaðir og tvö fangelsi. En þrátt fyrir fögur fyrirheit um annað halda stjórnvöld áfram að skera niður til löggæslumála. Fyrir rétt rúmum fjórum mánuðum kynnti þáverandi innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, skýrslu þar sem það var fullyrt að niðurskurður síðustu ára hefði gengið allt of langt. Þar kom skýrt fram að auka þarf útgjöld til löggæslumála um 3,5 milljarða á ári á þessu kjörtímabili. Lögreglumenn fögnuðu skýrslunni og hugsuðu sér gott til glóðarinnar, nú yrði loksins hlustað á ábendingar þeirra, en samt fáum við fréttir af frekari niðurskurði. Theódór Þórðarson, yfirlögregluþjónn í Borgarnesi, tekur undir með kollegum sínum í Árnessýslu og segir ástandið brothætt. Umdæmið þar er átta þúsund ferkílómetrar og hann og hans fólk reynir að tryggja öryggi íbúanna á einum lögreglubíl. Theódór segir að kúnnarnir kvarti ekki: „Þá ég við þá sem eru að keyra ölvaðir eða undir áhrifum annarra vímuefna, þeir kvarta náttúrulega ekkert þó við höfum ekki upp á þeim.“ Og Theódór spyr, með réttu, hvort það sé þannig sem við viljum hafa það! Það hefur áður verið skrifað hér að verkefni ríkisvaldsins númer eitt sé sundum sagt vera að tryggja öryggi íbúanna. Ekki er hægt að sjá að við séum að forgangsraða rétt þegar það hefur þegar komið fram að fjölga þurfi lögreglumönnum um allt land en ekki fækka. Í fyrrnefndri skýrslu var því haldið fram að fjölga þurfi lögreglumönnum um 60 á ári næstu fjögur árin. Ástandið virðist slæmt um allt land. Stór umdæmi þurfa oft að láta sér nægja að vera með einn lögreglumann á kvöldvakt. Á sama tíma hefur orðið sprenging í fjölda ferðamanna og verkefni lögreglu fleiri og flóknari. Enda var Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna, bjartsýnn í vor þegar skýrslan kom út og sagði hana eitt mesta framfaraspor sem stigið hefði verið í skipulagningu löggæslumála síðustu ár, ef ekki áratugi. Þó mátti greina hjá honum ákveðnar efasemdir um að farið yrði eftir ráðleggingum skýrsluhöfunda. Nýr innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að hún teldi ástandið ótækt. Hún lofaði engu beint en á henni mátti heyra að hún ætlaði að ganga í málið og jafnvel stöðva þann niðurskurð sem er væntanlegur nú 1. september. Við verðum að trúa því og treysta. Hanna Birna er skelegg en hún þarf að gera gott betur en stöðva þann niðurskurð sem nú er væntanlegur. Við þurfum að horfast í augu við að næstu fjögur árin þarf lögreglan 14 milljarða aukalega. Ef ekki þá mun ríkisvaldið ekki geta sinnt þeirri frumskyldu að tryggja öryggi íbúanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun
Í fréttum okkar á Stöð 2 í vikunni kom fram að á venjulegri vakt í Árnessýslu verða aðeins þrír lögregluþjónar í haust. Fimmtán þúsund manns búa á svæðinu auk þess sem þar eru um sex þúsund sumarbústaðir og tvö fangelsi. En þrátt fyrir fögur fyrirheit um annað halda stjórnvöld áfram að skera niður til löggæslumála. Fyrir rétt rúmum fjórum mánuðum kynnti þáverandi innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, skýrslu þar sem það var fullyrt að niðurskurður síðustu ára hefði gengið allt of langt. Þar kom skýrt fram að auka þarf útgjöld til löggæslumála um 3,5 milljarða á ári á þessu kjörtímabili. Lögreglumenn fögnuðu skýrslunni og hugsuðu sér gott til glóðarinnar, nú yrði loksins hlustað á ábendingar þeirra, en samt fáum við fréttir af frekari niðurskurði. Theódór Þórðarson, yfirlögregluþjónn í Borgarnesi, tekur undir með kollegum sínum í Árnessýslu og segir ástandið brothætt. Umdæmið þar er átta þúsund ferkílómetrar og hann og hans fólk reynir að tryggja öryggi íbúanna á einum lögreglubíl. Theódór segir að kúnnarnir kvarti ekki: „Þá ég við þá sem eru að keyra ölvaðir eða undir áhrifum annarra vímuefna, þeir kvarta náttúrulega ekkert þó við höfum ekki upp á þeim.“ Og Theódór spyr, með réttu, hvort það sé þannig sem við viljum hafa það! Það hefur áður verið skrifað hér að verkefni ríkisvaldsins númer eitt sé sundum sagt vera að tryggja öryggi íbúanna. Ekki er hægt að sjá að við séum að forgangsraða rétt þegar það hefur þegar komið fram að fjölga þurfi lögreglumönnum um allt land en ekki fækka. Í fyrrnefndri skýrslu var því haldið fram að fjölga þurfi lögreglumönnum um 60 á ári næstu fjögur árin. Ástandið virðist slæmt um allt land. Stór umdæmi þurfa oft að láta sér nægja að vera með einn lögreglumann á kvöldvakt. Á sama tíma hefur orðið sprenging í fjölda ferðamanna og verkefni lögreglu fleiri og flóknari. Enda var Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna, bjartsýnn í vor þegar skýrslan kom út og sagði hana eitt mesta framfaraspor sem stigið hefði verið í skipulagningu löggæslumála síðustu ár, ef ekki áratugi. Þó mátti greina hjá honum ákveðnar efasemdir um að farið yrði eftir ráðleggingum skýrsluhöfunda. Nýr innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að hún teldi ástandið ótækt. Hún lofaði engu beint en á henni mátti heyra að hún ætlaði að ganga í málið og jafnvel stöðva þann niðurskurð sem er væntanlegur nú 1. september. Við verðum að trúa því og treysta. Hanna Birna er skelegg en hún þarf að gera gott betur en stöðva þann niðurskurð sem nú er væntanlegur. Við þurfum að horfast í augu við að næstu fjögur árin þarf lögreglan 14 milljarða aukalega. Ef ekki þá mun ríkisvaldið ekki geta sinnt þeirri frumskyldu að tryggja öryggi íbúanna.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun