Feluverk Rowling ófáanlegt á Íslandi Friðrika Benónýsdóttir skrifar 27. júlí 2013 12:00 Ófáanleg Nýjasta bók J.K. Rowling, the Cuckoo´s Calling, er væntanleg í Eymundsson í næstu viku. Fátt hefur vakið meiri athygli í bókmenntaheiminum á árinu en sú uppljóstrun að J.K. Rowling, höfundur Harry Potter-bókanna, sé höfundur spennusögunnar The Cuckoo"s Calling sem gefin var út undir dulnefninu Robert Galbraith. Bókin hefur rokið upp alla sölulista í hinum enskumælandi heimi, en Íslendingar þurfa að bíða fram í næstu viku eftir að koma höndum yfir bókina í hérlendum bókabúðum. „Við pöntum nánast aldrei innbundnar glæpasögur,“ segir Jóhannes Dagsson, umsjónarmaður erlendra bóka í Eymundsson Austurstræti. „En við gerðum undantekningu í þessu tilfelli og bókin ætti að verða komin til okkar í næstu viku. Það hafa nokkrir spurt eftir henni hérna, en enginn hefur þó viljað láta sérpanta hana fyrir sig.“ Hjá Máli og menningu fengust þær upplýsingar að ekki stæði til að panta bókina fyrr en hún kæmi út í kiljuútgáfu. „Það tekur því ekki að panta hana innbundna þegar hún er rétt ókomin í kilju,“ segir Eysteinn Traustason sem sér um innkaup á erlendum bókum fyrir BMM. „Það hefur reyndar lítið verið spurt um hana hjá okkur, enda geta þeir sem ekki vilja bíða annað hvort keypt bókina sem rafbók eða pantað hana á Amazon, það tekur ekki nema fimm daga.“ Eysteinn segist þó að sjálfsögðu munu panta eintök af The Cuckoo"s Calling þegar hún verði komin í kiljuformið. Menning Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Fátt hefur vakið meiri athygli í bókmenntaheiminum á árinu en sú uppljóstrun að J.K. Rowling, höfundur Harry Potter-bókanna, sé höfundur spennusögunnar The Cuckoo"s Calling sem gefin var út undir dulnefninu Robert Galbraith. Bókin hefur rokið upp alla sölulista í hinum enskumælandi heimi, en Íslendingar þurfa að bíða fram í næstu viku eftir að koma höndum yfir bókina í hérlendum bókabúðum. „Við pöntum nánast aldrei innbundnar glæpasögur,“ segir Jóhannes Dagsson, umsjónarmaður erlendra bóka í Eymundsson Austurstræti. „En við gerðum undantekningu í þessu tilfelli og bókin ætti að verða komin til okkar í næstu viku. Það hafa nokkrir spurt eftir henni hérna, en enginn hefur þó viljað láta sérpanta hana fyrir sig.“ Hjá Máli og menningu fengust þær upplýsingar að ekki stæði til að panta bókina fyrr en hún kæmi út í kiljuútgáfu. „Það tekur því ekki að panta hana innbundna þegar hún er rétt ókomin í kilju,“ segir Eysteinn Traustason sem sér um innkaup á erlendum bókum fyrir BMM. „Það hefur reyndar lítið verið spurt um hana hjá okkur, enda geta þeir sem ekki vilja bíða annað hvort keypt bókina sem rafbók eða pantað hana á Amazon, það tekur ekki nema fimm daga.“ Eysteinn segist þó að sjálfsögðu munu panta eintök af The Cuckoo"s Calling þegar hún verði komin í kiljuformið.
Menning Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira