Getur ekki beðið eftir að stíga á svið Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 25. júlí 2013 10:00 Ingó er að mestu tilbúinn með prógrammið Mynd/Arnþór Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó í Veðurguðunum, mun stjórna brekkusöngnum í fyrsta skipti í ár. Hann tekur við af Árna Johnsen, sem hefur stýrt honum í 44 ár. Ingó segir þetta eitt skemmtilegasta verkefni sem hann hefur fengið í hendurnar. Brekkusöngurinn er orðinn órjúfanlegur hluti af Þjóðhátíð í Eyjum. Hann er á dagskrá á sunnudagskvöldinu en þá safnast fólk saman í brekkunni og syngur brekkusöng. Síðastliðin 44 ár hefur Árni Johnsen stýrt söngnum, að undanskildu árinu 2003 þegar þingmaðurinn Róbert Marshall hljóp í skarðið. Í ár mun Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó í Veðurguðunum, taka við keflinu. Þetta verða mikil viðbrigði fyrir fastagesti hátíðarinnar en þó eru margir sammála því að það hafi verið kominn tími á breytingar. „Ég hlakka alveg ofboðslega mikið til. Ég er búinn að vera að spá rosalega mikið í þetta og er búinn að raða upp lögunum. Þetta er svona 90 prósent tilbúið,“ segir Ingó. Hann segist ekki finna fyrir pressu en gera sér þó grein fyrir því að hann sé að feta í stór og rótgróin fótspor. Ingó mun standa einn á sviðinu í brekkusöngnum en hljómsveit hans, Ingó og Veðurguðirnir, mun troða upp á laugardagskvöldinu. Ákveðið hefur verið að stytta brekkusönginn og verður hann 45 mínútur. „Ég er að byggja þetta á dagskránni hans Árna en þetta verður ferskari útgáfa. Ég mun taka mikið af Eyjalögum, enda er þetta hátíð Eyjamanna. Inni á milli verða svo lög sem koma héðan og þaðan sem allir þekkja.“ Ingó segir þetta eitt skemmtilegasta verkefni sem hann hefur fengið í hendurnar. „Ef þetta heppnast vel vonast ég til þess að fá að gera þetta aftur.“ Brekkusöngurinn hefst klukkan 23.15. Þegar honum lýkur verður kveikt á blysunum. Kveikt er á einu blysi fyrir hvert ár sem Þjóðhátíð hefur verið haldin. Hún var haldin í fyrsta skipti árið 1874 sem þýðir að blysin verða 140. Mest lesið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó í Veðurguðunum, mun stjórna brekkusöngnum í fyrsta skipti í ár. Hann tekur við af Árna Johnsen, sem hefur stýrt honum í 44 ár. Ingó segir þetta eitt skemmtilegasta verkefni sem hann hefur fengið í hendurnar. Brekkusöngurinn er orðinn órjúfanlegur hluti af Þjóðhátíð í Eyjum. Hann er á dagskrá á sunnudagskvöldinu en þá safnast fólk saman í brekkunni og syngur brekkusöng. Síðastliðin 44 ár hefur Árni Johnsen stýrt söngnum, að undanskildu árinu 2003 þegar þingmaðurinn Róbert Marshall hljóp í skarðið. Í ár mun Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó í Veðurguðunum, taka við keflinu. Þetta verða mikil viðbrigði fyrir fastagesti hátíðarinnar en þó eru margir sammála því að það hafi verið kominn tími á breytingar. „Ég hlakka alveg ofboðslega mikið til. Ég er búinn að vera að spá rosalega mikið í þetta og er búinn að raða upp lögunum. Þetta er svona 90 prósent tilbúið,“ segir Ingó. Hann segist ekki finna fyrir pressu en gera sér þó grein fyrir því að hann sé að feta í stór og rótgróin fótspor. Ingó mun standa einn á sviðinu í brekkusöngnum en hljómsveit hans, Ingó og Veðurguðirnir, mun troða upp á laugardagskvöldinu. Ákveðið hefur verið að stytta brekkusönginn og verður hann 45 mínútur. „Ég er að byggja þetta á dagskránni hans Árna en þetta verður ferskari útgáfa. Ég mun taka mikið af Eyjalögum, enda er þetta hátíð Eyjamanna. Inni á milli verða svo lög sem koma héðan og þaðan sem allir þekkja.“ Ingó segir þetta eitt skemmtilegasta verkefni sem hann hefur fengið í hendurnar. „Ef þetta heppnast vel vonast ég til þess að fá að gera þetta aftur.“ Brekkusöngurinn hefst klukkan 23.15. Þegar honum lýkur verður kveikt á blysunum. Kveikt er á einu blysi fyrir hvert ár sem Þjóðhátíð hefur verið haldin. Hún var haldin í fyrsta skipti árið 1874 sem þýðir að blysin verða 140.
Mest lesið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira